Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 6
6
Bœndabloðið
Þridjudagur 25. febrúar 2003
Bændablaðið er málgagn
íslenskra bænda
Bændablaðið kemur út hálfsmánaöarlega. Þvi er dreift til allra bænda landsins og
fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra
er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur aö blaðinu. Árgangurinn
kostar kr. S.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250.
Bændablaöiö, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavik.
Simi: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)
Auglýsingastjóri: Eirlkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson
Netfang blaðsins er bbl@bondi.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunbiaösins
Nr. 172
Bændablaðinu er dreift í tæpum 8000 eintökum.
islandspóstur annast þaö verk að mestu leyti.
ISSN 1025-5621
Búnaðarþing
Búnaðarþing verður sett 4. mars nk.kl 10.00 í Súlnasal
Bændahallarinnar.
í samþykktum Bændasamtaka íslands er kveðið á um að
Búnaðarþing fari með æðsta vald í öllum málefhum
samtakanna og skuli haldið árlega.
Bændasamtök íslands eru byggð upp með tvennum
hætti, annars vegar af 13 búnaðarsamböndum sem eru
héraðabundin og hins vegar af 13 búgreinafélögum sem öll
starfa á landsvísu. Hvert aðildarfélag velur fulltrúa, einn
eða fleiri en alls 48, til setu á þinginu. Þannig eiga margir
bændur raunar aðild að samtökunum með fleiri en einum
hætti.
Að venju liggja mörg mál iyrir Búnaðarþingi,
misumfangsmikil en öll varða þau bændastéttina nokkru.
Ekki fer hjá að Búnaðarþing fjalli um alþjóðamálefni,
bæði hugsanlega aðild Islands að Evrópusambandinu og
ekki síður þá nýju samninga Alþjóða
viðskiptastofnunarinnar (WTO)um búvöruviðskipti sem nú
er tekist á um þjóða í milli. Flest bendir til að bæði þessi
mál geti ógnað afkomu stórs hluta bændastéttarinnar og séu
því einhver erfiðustu mál sem glímt hefúr verið við á síðari
árum.
Þótt bændur landsins séu ekki stór hluti þjóðarinnar má
þó ætla að afstaða þeirra til aðildar íslands að EU geti skipt
máli í þjóðfélagsumræðunni og ákvarðanatöku um aðild ef
til kemur. íslendingar munu hins vegar hafa lítil áhrif á
gang WTO viðræðna en verða að sæta þeirri niðurstöðu
sem þar fæst. Umræða á Búnaðarþingi um það mál mun því
væntanlega snúast um áhrif nýrra WTO samninga á
búvöruframleiðslu hérlendis og hvemig við skuli bregðast.
Þá verður staða á kjötmarkaði ofarlega í huga
búnaðarþingsfulltrúa, enda afkoma kjötframleiðenda verri
en verið hefúr um langt skeið þar sem framboð er langt
umfram þarfir markaðarins, framleiðendaverð undir
framleiðslukostnaði og lausnir vandfúndnar. í kjölfar
erfiðleikanna fer fjárhagsstaða margra bænda versnandi og
verður það vandamál eðlilega rætt.
Að venju verður rætt um félagskerfi landbúnaðarins sem
ekki má þó taka of stóran hluta af takmörkuðum tíma
þingsins.
Af öðrum málum má neffia þjóðlendumál, jöfnun
flutningskostnaðar á landsbyggðinni, ráðgjafarþjónustu,
búnaðamám og rannsóknarstarfsemi og skipulag sölu
íslenskra búvara erlendis, en alls liggja nær 40 mál fyrir
þinginu.
Að venju fer fram stefnumótun um helstu áherslur í
starfi samtakanna á þessu ári sem m.a. munu koma fram
við gerð og staðfestingu fjárhagsáætlunar.
Þótt Búnaðarþing sé þannig störfúm hlaðið má ekki
gleyma félagslegum þætti þingsins sem felst í kynnum og
samstarfi bænda frá ólíkum landshlutum og hinum ýmsu
búgreinum, sá þáttur þingsins er einnig mikilvægur og
eykst þýðing hans með aukinni sérhæfmgu og harðnandi
samkeppnisumhverfi í landbúnaðinum.
Gert er ráð fyrir að þingið verði styttra en áður, eða 4
dagar, og er það í samræmi við stefnumörkun fyrri
Búnaðarþinga um spamað og virkni í starfi samtakanna. AT
Bændur eru sú stétt manna á íslandi sem er í hvað
nánastri snertingu við náttúruna og umhverfið. Þeir
hafa frá örófi alda ræktað jörðina og bera gott skyn-
bragð á að mikilvœgt er að stunda búskapinn með
sjálfbærum hætti. Af mörgu er því að taka þegar
fallað er um tengsl landbúnaðar og umhverfismála,
en hér verður fallað um tvö afar mikilvœg verkefni,
úrvinnslumál ogfráveitumál, sem umhverfisráðu-
neytið hefur beitt sér í að undanförnu og skipta
bændur og landsmenn alla miklu máli.
Úrvinnslugjald,
hagrœnn hvati
Alþingi samþykkti lög um Ur-
vinnslusjóð í desember á síðasta
ári. Markmiðið með stofnun hans
er að auka endumýtingu og endur-
vinnslu úrgangs. Gjald verður lagt
á vöruflokka í tolli eða við
ffamleiðslu þeirra hér á landi.
Gjaldinu er ætlað að standa undir
söfnun, móttöku, flutningi og
endumýtingu á vöruafgöngum ffá
viðkomandi vömm. Með tilkomu
úrvinnslugjalds er kostnaður við
endumýtingu eða förgun orðinn
hluti af verðmyndun vöm til jafns
við kostnað vegna hráefnis, orku,
vinnu, ffamleiðslutækja, kynning-
ar og dreifingar. Gjaldtaka á úr-
vinnslugjaldi uppfyllir mengunar-
bótaregluna, þ.e. sá sem mengar
borgar í hlutfalli við notkun.
Einnig uppfyllir gjaldið framleið-
endaábyrgð, þar sem ffam-
leiðendur vöru taka þátt í því að
koma upp rásum sem meðhöndla
úrgang er verður til við notkun
vömnnar.
Heyrúlluplast
i endurnýtingiL
Landbúnaður á Islandi er
stundaður við aðstæður sem em að
mörgu leyti erfiðari en gerist og
gengur í þeim löndum sem við
gjaman bemm okkur saman við.
Islenska sumarið er stutt og oft
veðurfarslega erfitt þegar kemur
að fóðuröflun fyrir veturinn. Þetta
hefúr leitt af sér að bændur hafa
tekið fegins hendi þeirri tækni að
rúlla heyi inn í heyrúlluplast. Við
þessa geymsluaðferð vinnst
tvennt, tíminn sem fer i hirðu er
töluvert skemmri en við hefö-
bundnar aðferðir og gæðin á hey-
inu verða jafnari. En böggull fylgir
skammrifi. Yfir veturinn safnast
töluvert magn af heyrúlluplasti
upp þegar heyið er notað og plast-
inu þarf að koma til förgunar.
Samkvæmt upplýsingum Toll-
stjóra má ætla að um 1.600 tonn
falli til af heyrúlluplasti árlega.
Þetta magn fellur til um land allt.
Umbúðareglugerð sem gildir á
evrópska efnahagssvæðinu gerir
stjómvöldum skylt að gera grein
fyrir meðhöndlun á úrgangi sjö
mismunandi flokka umbúða. Þar
em sett markmið um að endumýta
50-65% af úrgangnum er fellur til.
Heyrúlluplast fellur undir einn
þessara flokka ásamt strekkifilmu
sem vafin er utan um vömr á
brettum. Notkun á heyrúlluplasti
er stærsti hluti þess magns er fellur
til sem úrgangur í þessum flokki.
Því þarf að endumýta hluta þess
magns sem til fellur af heyrúllu-
plasti. Gjaldtaka af heyrúlluplasti
hefst í ársbyrjun 2004 og mun
standa undir söfnun, móttöku og
flutningi að endumýtingarstað.
Starfsmenn Urvinnslusjóðs og for-
svarsmenn Bændasamtaka íslands
munu í sameiningu útfæra einstaka
þætti framkvæmdarinnar. Nú
þegar hafa verið haldnir góðir
samráðsfúndir vegna þessa.
Siv Friöleifsdóttir
Mjólkurfernur
i endurnýtingiL
Annar umbúðaflokkur sem
fellur undir umbúðareglugerð EES
samningsins em samsettar drykkjar-
vömumbúðir úr pappa. Mjólk og
svaladrykkjum er pakkað í slíkar
samsettar pappaumbúðir. Ur-
vinnslugjald var lagt á vöm-
flokkinn þann 1. janúar síðast-
liðinn. Um 68 aurar af hverri lítra-
umbúð mjólkur fara í að standa
straum af kostnaði við móttöku,
söfnun, flutning og endumýtingu á
samsettum pappaumbúðum. í dag
safnast um 6- 8% af þessum
umbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Auka þarf vemlega þetta magn til
að ná settu markmiði sem er 40%
skil á landinu öllu. Reynt verður
að ná því markmiði án þess að
leggja á skilagjald, eins og við
þekkjum á öðrum drykkjarvöm-
umbúðum. Þann 1. apríl næst-
komandi mun Úrvinnslusjóður
koma upp rásum þannig að
almenningur á íslandi mun eiga
auðveldara með að stuðla að
aukinni endumýtingu á drykkjar-
vöruumbúðum úr samsettum
pappa. Það er vissa mín að bændur
og aðrir neytendur taki þessu
mikilvæga umhverfismáli vel og
standi með okkur í því að efla
ímynd íslensks landbúnaðar þar
sem hreinleiki og góð umgengni
við náttúmna eru aðalsmerki.
Átak i
fráveitumálum.
Til að viðhalda góðri stöðu og
ímynd íslenskrar matvælafram-
leiðslu þarf einnig að huga að frá-
veitu og mengunarvömum. Mjög
mikilvægt er að ffáveitumál og
aðrar mengunarvamir séu í lagi hér
á landi. Stjómvöld hafa um árabil
lagt áherslu á að gera kröfúr um
gerlamagn í viðtaka í ljósi þess að
hér á landi er matvælaffamleiðsla
einn af gmndvallaratvinnuvegun-
um og mikilvægt að tryggja heil-
næmi neysluvatns. Einnig er ferða-
þjónusta bændum mikilvæg og
þess vegna þarf að huga vel að því
að ekki geti komið upp smit vegna
ófullkominnar hreinsunar skólps.
Mikilvægt er því fyrir sveitarfélög
að koma fráveitumálum í lag jafnt
við strönd sem inni í Iandi.
Sveitarfélög hafa sótt styrki til
ríkissjóðs vegna ffamkvæmda við
ffáveitur er nema allt að 200
milljónum króna, þó aldrei hærri
upphæð en sem nemur 20% af
staðfestum heildarraunkostnaði
styrkhæfra framkvæmda næst-
liðins árs. Hafa sveitastjómir tíma
til 31. desember 2005 til að sækja
um styrk vegna ffáveituffam-
kvæmda. Nú þegar hefúr náðst
mjög góður árangur við úrbætur í
ffáveitumálum. Arið 2000 voru
um 40% íbúa landsins með upp-
fylltar kröfúr í ffáveitumálum, en í
dag hefúr hlutfallið hækkað í 70%
og fjölmargar framkvæmdir standa
yfir og eru í farvatninu.
Neytendur gera miklar kröfúr
um hreinleika og heilnæmi land-
búnaðarafúrða. Islenskir bændur
standa sig afar vel við að ffamleiða
hágæðaafúrðir sem njóta trausts
neytenda. En kröfur samfélagsins
um bætta meðferð úrgangs er
fellur til við vörunotkun og bætta
umgengni við náttúmauðlindir
gera okkur skylt að svara þeim
kröfúm með nánu samstarfi til að
ná settu marki. Ég hef lagt á það
áherslu í mínu starfi sem
umhverfisráðherra að náið sam-
starf sé með stjómvöldum og fúll-
trúum viðkomandi atvinnugreina
um lausnir um meðferð úrgangs
sem séu ásættanlegar fyrir báða
aðila. Arangursríkt samstarf við
mjólkursamlög, bændasamtökin
og formann þeirra, Ara Teitsson,
gefa fyrirheit um góða samvinnu
um málefni er varða stjómsýslu
umhverfismála í nánustu ffamtíð.
Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráóherra.