Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 25. febrúar 2003
Bændablaðíð
17
Skuldir og eigið fé
Skuldir í árslok 2002 skal telja á
nafnverði að viðbættum verðbótum á
höfiaðstól skuldarinnar í árlok miðað við
vísitölu í janúar 2003. Skuldir í erlendri mynt
skal telja á sölugengi í árslok. Áfallna vexti
ffá síðasta gjalddaga til ársloka skal einnig
færa til skuldar.
Skuldir
9 Lánasjóður landbúnaðarins
Hér skal færa skuld við Lánasjóð
landbúnaðarins. Undir "Vextir og verðbætur"
skal færa vaxtagjöld og áfallnar verðbætur á
árinu. (Sjá mynd 5)
10 Skuldir við aðrar lánastofnanir
Hér skal færa skuldir við aðrar
lánastofnanir en Lánasjóð landbúnaðarins,
svo sem skuldir við banka og sparisjóði.
„Undir vextir og verðbætur" skal færa
vaxtagjöld, þ.m.t. áfallnar verðbætur á árinu.
11 Viðskiptaskuldir
í þessa línu skal færa allar
viðskiptaskuldir, t.d. skuldir við kaupfélag og
skuldir við flutningsaðila, þ.m.t. vexti og
verðbætur af þeim.
12 Ogreiddur virðisaukaskattur
Hér skal færa ógreiddan virðisaukaskatt í
árslok. Inneign virðisaukaskatts skal færa í
línu 4.
13 og 14 Skuldir
Hér skal færa aðrar skuldir sem tengdar
eru búrekstri, þ.m.t. vexti og verðbætur.
Tilgreina skal við hvem skuldin er.
Eigið fé
15 Eigið fé í ársbyrjun
Hér skal færa eigið fé í ársbyijun eins og
það var í lok síðasta reikningsárs. Með eigin
fé er átt við mismun á eignum og skuldum í
rekstri. Ef fjárhæðin er neikvæð (skuldir hærri
en eignir) skal gefa henni mínusformerki.
16 Hagnaður/tap af rekstri
Hér skal færa niðurstöðutölu rekstrar af
síðu 2. Ef fjárhæðin er neikvæð (tap) skal
gefa henni mínusformerki.
17 Reiknað endurgjald
I þennan reit skal færa reiknað endurgjald
skv.Jínu 26 ábls.2.
18 Úttekt/framlag eiganda
I þennan reit skal færa úttekt eða ffamlag
eiganda.
19 Endurmat og aðrar breytingar á eigin fé
Hér skal færa breytingar á eigin fé. Hér
færast breytingar á bústofiismati ffá síðasta
ári. Hér skal ekki færa bústofhsbreytingu
ársins. Breytingar á eigin fé sem leiða til
hækkunar eigin fjár færast sem plúsfjárhæð
(endurmat), en breytingar sem leiða til
lækkunar á eigin fé færast sem mínusfjárhæö.
Bústofn (mynd 6)
Bústofh er færður inn í ársbyrjun og
árslok á skattmati ríkisskattstjóra. Fjöldi gripa
í árslok 2001, þ.e.a.s. á síðasta ffamtali, er nú
færður inn í ársbyrjun en ekki gamla matið í
krónum. í stað þess er fært inn nýja
skattmatið. Reyndar er það svo að þetta árið
er skattmatið óbreytt. Tilgreina skal fjölda og
samanlagt matsverð samkvæmt hveijum
tölulið. Færa á fjölda og kaupverð keypts
búfjár án virðisaukaskatts í dálkinn lengst til
hægri og tilgreina nafh, kennitölu og heimili
seljanda í kaflanum „Sundurliðanir og
athugasemdir" á 3. bls.
Uppgjör birgða
Þeim bændum sem stunda ylrækt,
garðrækt, kartöflu- eða gulrófharækt ber að
telja til eignar óseldar birgðir í árslok á
kosmaðarverði eða dagverði í lok
reikningsárs. Enn ffemur ber að eignfæra
umsýslukjötog aðkeyptar rekstrarvörur, s.s.
kjamfóður og áburð, sem ónotaðar eru í
árslok. Birgðabreytingu skal færa í línu 32 á
bls. 2. Jákvæður mismunur (birgðaaukning
milli ára) er færður sem plúsfjárhæð en
neikvæður mismunur (birgðaskerðing milli
ára) sem mínusfjárhæð. Birgðir samtals í
árslok 2002 eru færðar í línu 2 á bls. 3. Mat á
útflutningsskyldu dilkakjöts (umsýslukjöts)
haustið 2002 erkr. 171 ákg.
Búnaðargjald (mynd 7)
Framtal til búnaðargjalds gerir kröfú um
að skiptingu tekna á milli búgreina eins og
eyðublað segir til um. Landbúnaðarffamtal er
nú þannig úr garði gert að tekjur eru
sundurliðaðar effir búgreinum og
búnaðargjaldið er byggt upp á sama hátt. Á
þessu búi eða þessu dæmi eru fjórar
búgreinar, nautgripir, sauðfé, hross og
ferðamannaþjónusta. Auk þess em tekjur af
veiðileigu. Ferðamannaþjónusta er ekki
búnaðargjaldsskyld og sama er að segja um
verktakastarfsemi og veiðileigu. Tekjur af
ferðamannaþjónustu 623.765 krog
verktakastarfsemi 120.000 kr gerir alls
743.765 kr sem færist því í línu 2, sjá mynd 7.
Rúllubindivél var seld á 700.000 kr sjá línu 3.
Samkvæmt samanburðarblaði
virðisaukaskatts er skattskyld velta og
undanþegin velta 10.411.926 kr, sjá mynd 7.
Samanburöarskýrsla virðisaukaskatts
Árssundurliðun árið 2002
Fylgiskjal með skattframtalí 2003
A Rekstraraðili
Nafn Kennitala VSK númer
Jón Jónsson 141237-3689 17866
Heifnili Pósfrújméf
Jölkaseli 901 Norðurfirði
Svetarfilag Starfsemi Atvinnugrein Nr. Lögbýlis
Suðursveit Landbúnaður 01.21.0
B Samanburður virðisaukaskattsskýrslna við bókhald og ársreikning
Skattskyld velta Skattskyld velta Undanþegin Útskattur Innskattur
Samkvæmt án vsk i 24,5 % án vsk i 14% velta
bókhaldi og ársreikningi 5.990.267 693.765 3.727.894 1.564.743 1.269.584
virðisaukaskattsskýrslum 5.990.267 693.765 3.727.894 1.564.742 1.269.5841
Mismunur 0 0 0 0 °l
RSK
<P
C Sundurliðun skattskyldrar veltu eftir skatthlutfalli, tegund sölu og atvinnugrein
Tegund sölu Atvgr.: Atvgr.: —— Atvgr.: ^ Samtals
1. Skattskyld sala á vöru og þjónustu 24,5 % þrep + 5 375.5451^' 5.375.545
2. Innborganir fyrir afhendingu 24.5 % þrep + 0
3. Eigin úttekt, eigin not 24,5 % þrep + itdf^ 0
4. - Tapaðar viðskiptakröfur 24,5 % þrep - 85.278-é—ef— 85.278
5. Skattskyld sala á vöru og þjónustu 14 % þrep + 523 tUsAx y 623.765
7. Eigin úttekt, eigin not 14 % þrep + 70.000{ÓÍJc O* 70.000
8. - Tapaöar viöskiptakröfur 14 % þrep 0
9 . Sala á fastafjármunum 24,5 % þrep + 700.000
10. önnur skattskyjd sala 24,5 % þrep + 1 0
11 Samtals skattskyld velta = 6.684.032 0 0 6.684.032
D Sundurliðun annarrar veltu
Tegund sölu Atvgr.: Atvgr.: Samtals
1. Undanþegin velta (12 gr.) hvaöa: 3*-'n cjrttS+tc. -> 3.727.894 3.727.894
2. Undanþegin starfsemi (2.gr.) hvaöa: t—* 740.000 740.000
E Sundurliðun innskatts
1. Innskattur í 24,5 % þrepi til kaupa á vöru og þjónustu til endursölu 2. Innskattur i 24,5 % þrepi vegna annars kostnaöar 3. Innskattur í 14 % þrepi til kaupa á vöru og þjónustu til endursölu C / >/ 4. Innskattur i 14 % þrepi vegna annars kostnaðar j-* 5. Innskattur í 24,5 % þrepi vegna kaupa á fastafjármunum u 6. Innskattur í 24,5 % þrepi vegna byggingarframkvæmda, viðhalds og endurbóta 7. Leiðrétting innskatts af varanlegum rekstrarfjármunum 984.850 17.769 245.000 21.965
8. Samtals innskattur 1.269.584
Til þess að finna stofn til búnaðargjalds þarf
að draga ffá virðisaukaskattskyldum tekjum
tekjur af ferðamannaþjónustu, tekjur af
fiskeldi, sölu á vélum, vélaleigu,
vömbílaakstur, rúllupökkun, vinnu við
rúningu og þess háttar starfsemi. Þeir bændur
sem fara út í vinnslu afúrða sinna og selja
unna vöm mega draga þann kostnað ffá
söluverði, eða réttara sagt gjaldstofhi til
búnaðargjalds. Nú em komnar skýrari reglur
um ffádráttarrétt, samanber orðsendingu nr.
1/2003 ffá RSK. Þar segir meðal annars:
Frádráttur vegna vinnslu: I þeim
tilfellum að vinnsla hefúr farið ffam á búvöm
er heimilt að draga þann kostnað ffá stofni til
búnaðargjalds. T.d. annist loðdýrabóndi
sjálfúr verkun skinna sinna má hann draga ffá
185 kr fýrir verkað minkaskinn og 550 kr
fýrir hvert refaskinn.
Frádráttur vegna sölu búvara: Bóndi
sem selur afúrðir sínar sem heildsali eða
smásali á að lækka gjaldstofn til
búnaðargjalds. Heimilt er að draga ffá þá
þóknun sem hann greiðir heildsölufýrirtæki
fýrir heildsöludreifinguna. Ef hann sér sjálfúr
um dreifmguna má ffádrátturinn nema 15% af
heildsöluverði eggja, grænmetis, ávaxta,
blóma, garðplanma og skógarplantna.
Alifuglabóndi má draga ffá 25%, ef hann
annast slátmn og heildsöludreifingu kjötsins.
Frádráttur vegna kaupa á lífdýrum:
Það er fátítt að bændur séu að kaupa og selja
sama gripinn á fæti til áffameldis. Sé svo
myndar sú sala ekki stofh til búnaðargjalds.
Dæmi: Daggamlir ungar keyptir og aldir í
einhvem tíma og þá seldir aftur til áffameldis.
Sú sala myndar ekki stofh til búnaðargjalds.
í þessu sýnidæmi er enginn ffádráttur
vegna vinnslu eða sölu búvara. Stofh til
búnaðargjalds nemur 8.968.161 kr. Síðan þarf
að sundurliða þennan stofh á milli búgreina
eins og áður er getið.
Til þess að reikna út búnaðargjaldið er
margfaldað með 0,0255 og útkoman verður
228.688 kr. Fyrirffamgreiðslan var 216.603
kr. og þá er skuld við ríkissjóð 12.085 kr.
Margir hafa fært fýrirffamgreiðsluna sem
búnaðargjald en það er ekki rétt. Að síðustu
þarf að færa búnaðargjaldið á gjaldahlið
landbúnaðarffamtals, búnaðargjald, 228.688
kr.
Samanburðarskýrsla virðisaukaskatts
(mynd 8)
Árssundurliðun, (sjá mynd 8). Hér er
óskað eftir samanburði á þegar innsendum
virðisaukaskattsskýrslum við bókhald eða
afúrðamiða. Komi ffam mismunur skal fýlla
út leiðréttingarskýrslu RSK 10.26. Hjálagt
sýnishom er ffá bónda í hefðbundnum
búskap. Beingreiðslan fýrir mjólk og
kindakjöt færist í dálkinn „undanþegin velta".
Nú er það svo að landbúnaðarffamtal er
sett þannig upp að tekjur samsvara
virðisaukaskattsskyldri veltu eftir vsk
þrepum. Nú gæti sú staða komið upp að við
gerð landbúnaðarskýrslu uppgötvist villa í
færslubókinni yfir virðisaukaskattinn og þar
með virðisaukaskattskýrslu. Þá þarf að gera
grein fýrir þessum mistökum. Það er gert á
leiðréttingarskýrslu virðisaukaskatts (RSK
10.26). Ef VSK hefúr verið vanreiknaður skal
greiða það sem á vantar hjá sýslumanni.
Inneignarskýrslu skal senda beint til
skattstjóra.
Sundurliðun skattskyldrar veltu eftir
skattahlutfalli, tegund sölu og atvinnu-
grein.
Afúrðir til heimilis nema 70.000 kr
samkvæmt teknamati. Innlagðar afúrðir em
5.375.545 kr í 24,5% þrepi en 623.765 kr í
14% þrepi (seld gisting). Seld er búvél fýrir
700.000 kr. Tapaðar viðskiptakröfúr em hér
85.278 kr vegna gjaldþrots Goða hf. Með
nýja landbúnaðarffamtalinu er auðvelt að
fýlla út samanburðarskýrsluna.
Sundurliðun annarrar veltu
Undanþegin velta: I þessa línu færist
útflutningur á t.d. loðskinnum, hrossum og
fiski, þ.e.a.s. búrekstri sem fær endurgreiddan
innskatt af aðfongum. Allur innskattur af
loðdýrafóðri er endurgreiddur svo dæmi sé
tekið. Allur innskattur af fjárfestingum í
skógrækt er nú endurgreiddur samkvæmt
sérstakri VSK skýrslu. Beingreiðslur á mjólk
og kindakjöt færast hér, 3.727.894 kr.
Undanþegin starfsemi: í þessa línu færast
allar tekjur af búrekstri eða öðrum umsvifúm
sem falla utan við VSK kerfið. Innskattur af
aðfongum er ekki endurgreiddur eða færður
til ffádráttar útskatti. Sem dæmi má nefna
veiðileigu 740.000 kr.
Sundurliðun innskatts
Með þessari skýrslu er verið að aðgreina
innskatt vegna fjárfestinga og aðfanga af
árlegum rekstrarkostnaði. Innskattur vegna
kaupa á vélum færist undir liðinn: Kaup á
Landbúnaðarframtal
fyrir rekstur ársins 2002
fastafjármunum. í þessu dæmi eru vélakaup
1.000.000 kr innskattur nam 245.000 kr
samanber eignaskrá. Allur annar innskattur er
vegna búrekstrar. Byggingaffamkvæmdir
voru engar á þessu ári, en innskattur vegna
viðhalds útihúsa nam 21.965 kr sjá línu 20 á
gjaldahlið. Gjöld með 14% vsk eru 126.921
kr og 14% afþeirri upphæð er 17.769 kr.
Gjöld með 24,5% vsk eru 4.109.450 kr og
24,5% afþeirri upphæð eru 1.006.815 krog
þegar ffá hefhr verið dreginn vsk vegna
viðhalds útihúsa 21.965 kr kemur 984.850 kr.
Þannig er innskatturinn sundurliðaður í fjóra
hluta í þessu dæmi. I þessu dæmi er ekkert
fært undir liðinn „Kaup á vöru og þjónustu til
endursölu". Bændur eru mjög sjaldan með
umboðssölu heldur eru þeir fýrst og ffemst
ffamleiðendur. Samanlagður innskattur er í
þessu dæmi 1.269.584 kr og á að vera sama
upphæð og kemur í B lið, sjá mynd. Sjá enn
ffemur leiðbeiningar aftan á þessu eyðublaði.
(RSK 10.25).
Viðmiðunarreglur um reiknuð laun
rekstrarárið 2003
G(l) Bóndi með sauðfjárrækt sem
aðalbúgrein og hefúr meiri hluta tekna af
henni
Mánaðarlaun 80.000 kr.
Árslaun 960.000 kr.
G(2) Bóndi með kúabú sem aðalbúgrein
og heftir meiri hluta tekna af henni
Mánaðarlaun 105.000 kr.
Árslaun 1.260.000 kr.
G(3) Bóndi sem stendur fýrir öðmm
rekstri, svo sem svínarækt, alifúglarækt,
hrossarækt, loðdýrabúi, grænmetisrækt og
garðplönturækt
Mánaðarlaun 160.000 kr.
Árslaun 1.920.000 kr.
Staðgreiðsla 2003
Skatthlutfall 38,55%.
Persónuafsláttur er 26.825 kr. á mánuði.
Á ári er persónuafsláttur 321.900 kr.
Persónuafsláttur er nú allur
millifæranlegur milli hjóna.
Frítekjumark bama sem fædd em 1988
eða síðar er 91.048 kr. Skatthlutfallið er 6% á
tekjur umffam það.
Skattleysismörk em 72.484 kr á mánuði
eða 869.812 kr á ári. Þá er reiknað með
lögbundinni greiðslu í lífeyrissjóð, sem er
4%.
Tiyggingargjald og önnur
staðgreiðsluskyld gjöld em 5,73% af launum.
Búnaðargjald lækkar í 2,00% fýrir
rekstrarárið 2003.
Lokaorð
Þessar leiðbeiningar em engan veginn
tæmandi, en ég vona að þær komi að gagni.
Lestu aðeins þær leiðbeiningar sem fjalla um
þann þátt sem unnið er í hveiju sinni, en ekki
allar leiðbeiningar í einu.
Að lokum má benda á að sækja má um
lækkun á skatti vegna menntunarkostnaðar
bams eldra en 16 ára. Reglan er sú að ívilnun
er veitt ef tekjur bams em undir 552.000 kr. á
árinu 2002. Hámarks ívilnun er 184.000 kr.
Það skerðist síðan um 1/3 af tekjum bamsins.
Sjá nánar bls. 6 í leiðbeiningum RSK. Einnig
má sækja um lækkun á skatti vegna veikinda
eða eignatjóns, sjá bls 29 í leiðbeiningum
RSK sem fýlgja skattffamtali.
Sé eitthvað missagt í þessum skrifúm skal
hafa það sem sannara reynist.
Ketill Arnar Hannesson,
ráðgjafi á hagfrœðisvidi
Bændasamtaka íslands
t
*