Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 20
2» Bæniblaðíð Þridjudagur 25. febrúar 2003 Matra varð til við sameiningu matvæla-deilda á RALA og ITÍ 1998, en árið 2001 var ákveðið að efla kjötrannsóknir innan Matra og stofna kjötrannsóknarhóp. Inn í þann hóp komu reyndir starfsmenn hjá Matra sem hafa víðtæka reynslu á mörgum sviðum matvælarannsókna. í hópnum eru Dr. Magnús Guðmundsson formaður, Óli Þór Hilmarsson, Jónína Ragnarsdóttir, Guðmundur Örn Arnarson, Asbjörn Jónsson og Dr. Helga Gunnlaugsdóttir. Markmiðið með stofnun rannsóknarhópsins var margþætt og fól m.a. í sér áherslu á að efla kjötrannsóknir til að auka fræðilega og tæknilega þekkingu á ciginleikum og gæðum íslensks kjötmetis. Þar að auki viljum við efla samstarf við vísindamenn í landbúnaði og næringarfræði til að fá enn betri heildarsýn yfir verðug verkefni í tengslum við gæði og eiginleika kjöts. Síðan hópurinn var stofnaður hefur verið unnið að ýmsum kjötverkefnum, stórum og smáum, og er ætlunin að kynna þau hér. Fv. Helga Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Öm Amarson, Óli Þór Hilmarsson, Magnús Guðmundsson, Jónina Ragnarsdóttir og Ásbjöm Jónsson. Einfdld aðferð til að auka meyrni íslensks nautakjöts Komið hefur í ljós að hægt er að auka meymi nautakjöts með því að hengja nauta- skrokka upp á mjaðmabeini í stað hásinar eins og nú er gert (sjá mynd 1). Þegar skrokkar eru hengdir upp á mjaðmabeini eru vöðvar í sama fari og þegar nautið stendur vegna þess að þungi skrokksins leggst á beinin og afturfætur falla niður. Þegar hengt er upp á hásin eru sumir vöðvar mjög strekktir þar sem þungi skrokksins leggst beint á þá en aðrir vöðvar em mjög slakir. Vöðvar sem em í slökun geta (dregist mjög mikið saman eftir slátmn og valdið því að kjötið verður ekki eins meyrt og æskilegt er. Mynd 1. a) Upphenging á hásin. b) Upp- henging á mjaðmabeini Erlendar rannsóknir sýna að ná má allt að 20% aukningu í meymi í stórnrn vöðvum auk þess sem aðferðin flýtir mjög fyrir meymi- ferlinu. Matra stóð fýrir rannsókn á áhrifum þessara tveggja upphengiaðferða á meymi íslensks nautakjöts.Borin vom saman meymi og útlit vöðva af skrokkhelmingum sem *&nnars vegar höfðu verið hengdir upp á mjaðmabeini og hins vegar á hásin. Mælingar á meymi vom gerðar með skynmati, áferðarmælingum og mælingum á lengd s.k. sarkómera (samdráttareining vöðvans). Skemmst er ffá því að segja að rannsóknir Matra sýndu að upphenging á mjaðmabeini flýtti mjög fyrir meymi-ferlinu þannig að það kjöt var nær flillmeyrt á þriðja degi og mun meyrara en kjöt sem hafði verið hengt upp á hefðbundinn hátt. Meymi jókst ffá 10-15% fyrir ytralærisvöðva um 20% fyrir innra-læri og milli 33 og 40% fyrir hryggvöðva mælt með áferðarmælingum. Skynmat og sarkó- mermælingar vom í mjög góðu samræmi við áferðarmælingar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Sölufélag Austur-Húnvetninga og styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Lands- sambandi kúabænda. í maí 2002 var gefin út skýrsla sem ber sama heiti og yfirskriftin. Áhrif súrsunar á gœði súrmats Súrsuð matvæli em holl og góð matvara sem byggja á gamalli íslenskri hefð ffá þeim tíma þegar súrsun var ein helsta varðveislu- aðferð fyrir matvæli. Súrsun er enn mikilvæg vinnsluaðferð, sérstak-lega á þorranum þótt hún sé ekki eins mikilvæg og áður var. Súrmatur er hluti af íslenskri menningu sem mikilvægt er að varðveita og halda við. Einn af kostum súrmats er langt geymsluþol miðað við kælivörur, auk þess sem kalkinnhald og B- vítamín aukast mjög við súrsun. Uppistaðan í súrmat em ýmsar slátur-afurðir svo sem svið, innmatur og kjöt. Gæði súrmats ráðast af mörgum þáttum t.d. örvemflóm mysunnar, næringarefha-innihaldi hennar, vinnslu- hitastigi, sým-stigi og fleiri þáttum. Súrsunar- mysa inniheldur mjólkursýmörvemr auk ýmissa næringarefna og breytist því eftir því hvemig örverumar dafha. Þess vegna geta gæði súrmats verið mjög mismunandi, jafhvel hjá sama ffamleiðanda. Verkefnið felst í kerfisbundnum rann- sóknum á súrsun og áhrifum hennar á efha- og örveminnihald matvæla. Rannsakaðir em eiginleikar súrsunar-mysu, áhrif mismunandi vinnsluþátta á ffamgang súrsunar og fylgst með breytingum á næringarinnihaldi og örvemsamsetningu sem verða við súrsun. Markmið verkefhisins er að afla ffæði-legrar þekkingar á þessari verkunar-aðferð og áhrif- um hennar á hollustugildi, bragðgæði og öryggi matvæla. Með meiri ffæðilegri þekk- ingu á súrsun er hugsanlegt að þróa og bæta súrmeti á þann hátt að mögu-legt verði að bjóða upp á það allt árið um kring. Auk þess er mögulegt að súrsa ýmsar aðrar aftirðir t.d. kjötpylsur. Verkefhið gæti aukið nýtingu sláturafurða og skapað nýjar leiðir í ffamleiðslu og markaðssetningu súrsaðra mat- væla. Verkefhið er unnið í samvinnu við Hollustuvemd Ríkisins, Mjólkurbú Flóa- manna og Norðlenska matborðið (KEA og KÞ). Þetta verkefni er styrkt af Rannsóknarráði Islands og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Gerð vöðvaþráða í islensku lambakjöti íslenska lambakjötið er einstaklega meyrt en það kom ffam í Evrópuverkefhi sem fjallaði um samanburð á gæðum lambakjöts af mismunandi stofhum víða í Evrópu. Hvers vegna íslenska lambakjötið er svona meyrt í samanburði við önnur kyn er ekki vitað fyrir víst en við á Matra teljum að það geti tengst gerð vöðvaþráða íslenska lambsins. Þess vegna er verið að rannsaka gerð og stærð vöðvaþráða í lömbum ffá tilraunabúinu á Hesti í Borgarfirði. Þessi vinna fer ffam með greiningu á vöðvasýnum í myndgreiniút- búnaði Matra þar sem gerð vöðvaþráða og stærð þeirra er mæld. Megingerðir vöðva- þráða í vöðvum eru þijár, hægvirkir (gerð I) pg hraðavirkir vöðvaþræðir (gerð IIA og IIB). I ljóskom að gerð I finnst í hverfandi mæli í íslensku lambakjöti en gerð IIA er allt að 60% og gerð IIB er um 30% sem er einstök samsetning vöðvaþráða og ólíkt því sem finnst í stofhum annars staðar. Hinir hægvirku vöðvaþræðir af gerð I eru grófari en hinir vöðvaþræðimir og er það hugsanleg skýring á því hvers vegna íslenska lambakjötið er svona meyrt. Samhliða þessu er einnig verið að athuga hvort munur sé á lömbum eftir fóðrun, kyni og hvort þau séu kollótt eða hymd. I ffamhald-inu er einnig fyrirhugað að athuga gerð vöðvaþráða í öðmm íslenskum bústofn-um. Verkefhið er unnið í samvinnu við Guðjón Þorkelsson (R0 og styrkt af Rannsóknarráði Islands og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Kjötmat Starfsmenn Matra hafa tekið þátt í starfsemi yfirkjötmats með ýmsum hætti, mest þó með samræmingarfundum fyrir kjötmatsmenn og síðan úttekt á ffamkvæmd kjötmatsins í landinu. A miðju hausti var farið í ferð til Norður-Noregs þar sem tveir af þrem- ur starfsmönnum yfirkjötmatsins vom prófaðir í ffamkvæmd kindakjötsmats (Europ kerfi) af fúlltrúum Evrópusambandsins ásamt starfsmönnum yfirkjötmatsins í Noregi. Var þessi ferð lær-dómsrík og kannski ekki síst bráðnauðsynleg þar sem krafan um samræmt kjötmat er ítrekuð reglulega af hags- munaaðilum í greininni. Reiknað er með að samstarf Matra og Yfirkjötmats haldi áffam á svipuðum nótum og verið hefur auk þess sem fyrir liggur að nauðsynlegt er að athuga og mæla nánar næringarefhi, eftir skrokkum og skrokkhlutum og síðan nýtingu þeirra úr hinum mismunandi holda- og fituflokkum kindakjöts eftir Evrópska matskerfinu. End- urskoðun á kjötmatsflokkunarkerfi annarra búfjártegunda er einnig orðin löngu tímabær. Framtíðarverkefni Af nógu er að taka hvað varðar kjötrannsóknir á Islandi. Framhald verður á vöðvaþráðarannsóknum í íslensku lambakjöti og öðrum bústofnum. Súrsunarrannsóknir munu halda áffam og eru niðurstöður væntanlegar í lok ársins 2003.Við höfúm einnig hug á ýmsum verkefhum sem tengjast meymi kjöts og leiðum til að auka hana, t.d. áhrif raforvunar og notkun ensíma. Auk þess er fyrirhugað að athuga notkun á háþrýstingi og marineringu í tengslum við meymi. Fyrst og ffemst er ætlunin að athuga nautakjöt í því sambandi. Einnig er fyrirhugað að athuga lífefhaffæðilegar orsakir hrips í kjöti sem gæti leitt til nýrrar þekkingar á því hvemig hrip myndast. Önnur verkefni tengjast almennt gæðamálum varðandi kjöt og nýtingu afurða. Hugmyndin að þessu verkefni er sú að nýta ærkjöt til þurrverkunar í vöru sem er sambærileg við hráskinku. Hráskinka er mjög dýr munaðarvara sem einna helst er framlcidd á Spáni (t.d. Iberian og Serrano skinkur) og Ítalíu (Parma- skinka). Ef hægt er að nota frekar ódýrt íslenskt :i.hráefni í samskonar framleiðslu getur það aukið vcrðmætasköpun úr ódýru hráefni. Við teljum að eiginleikar ærkjöts séu heppilegri fyrir slíka verkun en lambakjöts (fituinnihald vöðva, fituhula, stærð stykkja og c______________________ bragð). Tilraunavinnsla hcfur staðið í rúma sex mánuði en verkunin tckur u.þ.b. þann tíma. Framleiðslan byggðist á vinnslu úr frosnum ærlærum sem voru þídd upp áður en verkun hófst. Vinnslufcrlið byggir á viðurkcnndu ferli fyrir hráskinkuframleiðslu sem felst í forsöltun, söltun, moðnun og þurrkun við þrjú mismunandi hitastig. Varan er ekki reykt og líkist því erlendri fyrirmynd sinni. Það sem ræður mestu um gæði vörunnar er stjórnun á vatnsvirkni (aw) og saltinnhaldi. Þeir þættir sem hafa mest áhrif á það ferli eru saltmagn og söltunartími auk rakastigs og hitastigs á vinnsluferlinu öllu. Mjög mikilvægt er að allir þessir þættir séu rétt stýrðir því að þurrkun er mjög hæg og tekur því langan tíma. Fullverkuð vara hefur rýrnað um 30-35% og saltinnihald er ekki meira en 5-6%. Fyrstu niðurstöður lofa góðu hvað bragðgæði kjötsins varðar cn ætlunin er að prófa einnig ófrosið hráefni; læri, hrygg og frampart. Sumt verður reykt en annað verður verkað eins og áður. Lokaniðurstaðna í formi bæklings er að vænta með vori 2003. Þetta verkefni er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.