Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 25. febrúar 2003 Bsend&blaðið Samstarf Framleiðni- sjðOs við Nýskðpun- arsjoO námsmanna Fyrr í þessum mánuði var endurnýjaður samningur um samstarf á milii Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Nýsköpunarsjóðs námsmanna um stuðning við nýsköpunarverkefni á sviði land- búnaðar. Markmið Nýsköpunarsjóðs er að gefa háskólum, rann- sóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í háskólanámi til vinnu á sumarmisseri að rannsókna- og þróunarverkefnum sem stuðla að nýsköpun og auknum tengslum atvinnulífs háskóla og rannsóknastofnana. Nytt símakerfi hjá Bðnafiarsamtdkum VeMands Búnaðarsamtök Vesturlands hafa nú tekið nýtt símakerfi í notkun. Eirikur Blöndal, framkvæmda- stjóri, sagði að hér væri á ferö svokallaður Centrex búnaður sem er gegnum símstöð sem hýst er hjá Simanum. „Þetta gerir það að verkum að nú er ráðunautur okkar á ísafirði í innanhússsimasambandi hjá okkur og við hjá honum. Þá erum við að fikra okkur áfram með að tengja gsm símana inn á kerfið og þá er hægt að gefa samband við þá frá hvaða síma sem er. Núna getum við því beint fyrirspurnum til Sigurðar Jarlssonar á ísafirði, og hann getur áframsent við- mælendur til okkar eftir því sem við á. Reynslan af þessu kerfi er mjög góð og virðist okkur þetta vera mjög vænlegur kostur fyrir fyrirtæki eins og okkar með starfs- menn hingað og þangað. Aðal- númer okkar verða áfram 4371215 og 4563773, en látið ykkur ekki bregða þó Helga Halldórsdóttir svari í Borgarncsi þegar þiö hringið i skrifstofuna á ísafirði, eða að Sigurður Jarlsson svari þegar hringt er í Borgarnes," sagði Eiríkur. Á meðfyigjandi mynd má sjá Sigurð Jarlsson, ráðunaut, að ræða við vestfirskan bónda í sima. www.bondi.is Samstarf Framleiönisjóðs og Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur staðið um tveggja ára skeið. Nokkur íjöldi nemenda, við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Háskóla íslands og fleiri háskólastofnanir, hefur unnið áhugaverð nýsköpunar- verkefni á sviði landbúnaðar. Nefna má að verkefnin hafa m.a. verið kynnt með veggspjöldum og erindum á Ráðunautafundum. í ár leggur Framleiðnisjóður landbúnaðarins allt að 2 milljónir króna til samstarfsverkeíhisins. Nýsköpunarsjóður mun kynna verkefni þetta í fræðastofnunum landbúnaðarins auk þess sem sjóðurinn kynnir það í öðrum há- skólum og stofnunum.Styrkjum er úthlutað til kennara á há- skólastigi, fyrirtækja, rannsókna- stofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði, til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli háskólanema á möguleikum sem með þessu samstarfi Framleiðnisjóðs og Nýsköpunarsjóðs námsmanna skapast til gefandi sumarstarfa við hagnýt rannsókna- og þróun- arverkefni á sviði landbúnaðar. Allar nánari upplýsingar um verkefni þessi má fá hjá skrifstofú Nýsköpunarsjóðs námsmanna, Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut í Reykjavík, s. 570 0888, og á heimasíðu sjóðsins www.hi.is./pub/nyskopun en þar er einnig að finna nauðsynleg umsóknareyðublöð. Vakin er athygli á að umsóknarfrestur hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna er til 10. mars nk. I' 53. árgangur Nú stendur yfir kynningarátak á nýrri Handbók bænda sem kemur út í mars. Handbókin er gefin út í tæplega 2.000 eintökum og er vinsælt uppfletti- og fræðslurit ætlað bændum og öðrum sem áhuga hafa á landbúnaði. Ert þú áskrifandi að Handbók bænda? Áskriftarsíminn er 563 0300. Eins getur þú sent áskriftarbeiðni á netfangið tb@bondi.is Handbókin kostar eins og einn og hálfur fóðurbætispoki! Bókin kostar kr. 2.900- m. vsk. í áskrift með póstburðargjaldi. Gjaldið er frádráttarbært frá virðisaukaskatti en verð án vsk er kr. 2.544-. New Holland TL100, 95 hestafla m/Alö 940 ámoksturstækjum Árgerð 1999 Verð kr. 3.000.000- án vsk (kr. 3.735.000-meðvsk) VÉLAVERf Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sfmi 461 4007 www.velaver.is SSBS! New Holland 7635,95 hestafla m/Alö 940 ámoksturstækjum Árgerð 1997 Verð kr. 1.950.000- án vsk (kr. 2.427.750- með vsk) Massey Ferguson 355,60 hestafla m/Trima 930 ámoksturstækjum Árgerð 1987 Verð kr. 480.000- án vsk (kr. 597.600- með vsk) !W Fiat 88-94DT, 85 hestafla m/Alö 640 ámoksturstækjum Árgerð 1995 Verð kr. 1.350.000- án vsk (kr. 1.680.750- með vsk) Fiat 80-90DT, 80 hestafla m/Alö 540 ámoksturstækjum Árgerð 1991 Verð kr. 850.000- án vsk (kr. 1.058.250- með vsk) Zetor 7341,80 hestafla m/Alö 920 ámoksturstækjum Árgerð 1998 Verð kr. 1,650.000- án vsk (kr. 2.054.250- með vsk) ■' Zetor 6340T, 80 hestafla m/Alö 620 ámoksturstækjum Árgerð 1994 Verð kr. 950.000- án vsk (kr. 1.182.750- án vsk) Zetor 6321,70 hestafla Árgerð 1998 Verð kr. 1.150.000- án vsk (kr. 1.431.750- með vsk)

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.