Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 22
22
Bændoblaðíð
Þridjudagur 25. febrúar 2003
MjttHaiis umræfia
Nýverið var birt skýrsla
Deloitte & Touche sem sýndi að
kostnaður skattgreiðenda á Islandi
við aðild að Evrópusambandinu,
eflir stækkun þess til austurs, væri
eitthvað minni en Hagfræðistofiiun
HI hafði áætlað í sambærilegri
skýrslu. Stjóm Heimssýnar, hreyf-
ingar sjálfstæðissinna í Evrópu-
málum, sendi frá sér svohljóðandi
Élyktun vegna skýrslunnar: "Stjórn
Heimssýnar vekur athygli á að í
því talnaflóði sem dunið hefur yfir
undanfama daga um framlög Is-
lands til Evrópusambandsins ef til
aðildar kæmi er óumdeilt að Ijár-
framlög frá íslenskum skatt-
greiðendum til ESB yrðu 8-9
milljarðar króna á ári eftir gengi á
hverjum tíma og öðrum breytileg-
um aðstæðum. Þótt vænta mætti að
styrkir kæmu frá ESB til land-
búnaðar og byggðamála á íslandi
yrðu þau framlög ekki til að
minnka útgjöld ríkissjóðs enda
meginregla ESB að viðkomandi
ríki leggi jafnhá framlög á móti
^tyrkjum ESB. Það er ekki trú-
verðugt að ganga út frá því sem
gefnu að framlög aðildarríkja ESB
muni ekki hækka eftir 2006 þegar
öllum er ljóst að Evrópusambandið
stendur frammi fyrir miklum ijár-
hagsvanda sem meðal annars lýsir
sér í því að forystumenn ESB leyfa
sér að krelja Islendinga um 38
sinnum hærri framlög vegna EES-
samningsins en samið hafði verið
um til að halda óbreyttum
markaðsaðgangi sem við höfum
hafl í viðskiptum við ný aðildarríki
tm langt skeið. Varla gripi ESB til
slíkra örþrifaráða ef fjármál þess
stæðu traustum fótum. Þeir sem
sækja það af kappi að íslendingar
gangi í ESB verða að játa að aðild
að Evrópusambandinu yrði veru-
leg byrði á íslenskum skattgreið-
endum hvemig sem menn reikna
það dæmi."
Skattgreióendur borga.
Stuðningsmenn aðildar hafa
ekki svarað því hvemig eigi að
afla peninganna fyrir aðildar-
gjöldunum. Með hærri sköttum?
Með niðurskurði opinberrar vel-
ferðarþjónustu? Með lægri fram-
ögum til sam-
göngumála? Við
vitum ósköp vel að
skattgreiðendur
þurfa að greiða
íýrir þetta, en fáum
ekkert að vita í
hvaða formi það á
að vera. Það er
sennilega ekki
nægilega spenn-
andi umræðuefni.
Þá er sjálfsagt að
bæta því við þessa
ályktun að þeir styrkir sem reiknað
er með frá Bmssel koma ekki
sjálfviljugir. Leggja þarf töluverða
vinnu og íjármuni í að afla þessara
styrkja. Ennfremur eru meiri líkur
á því en minni að síðar meir renni
styrkir sambandsins í enn meiri
mæli suður og austur álfuna en upp
norður. Nema stóraukin framlög
efnaðri aðildarríkja komi til, en
íslendingar teldust ótvírætt til
þeirra.
Bjargar evran
málunum?
Stuðningsmenn
aðildar hafa fullyrt
að mikill óbeinn
ávinningur verði af
aðild sem vegi upp
á móti beinu tapi
skattgreiðenda.
Mest áberandi em
fullyrðingar um
ávinning af
upptöku evmnnar.
Enn hefur enginn tekið undir
þessar fullyrðingar þannig að
sannfærandi sé. Samtök iðnaðarins
reiknuðu út að óbeinn ávinningur
íslendinga af aðild að ESB yrði um
40 milljarðar króna "Það er nú
eitthvað það vitlausasta sem hefúr
verið prentað á íslensku," hafði
Einar Oddur Kristjánsson, al-
þingismaður, um málið að segja í
sjónvarpsþættinum Silfri Egils.
Milton Friedman, nóbelsverð-
launahafi í hagffæði, varaði ís-
lendinga við því að taka upp evm í
viðtali við Morgunblaðið í
desember. Hann sagði að Islend-
ingar gerðu mistök ef þeir fómuðu
sveigjanleika í stjóm efnahags- og
peningamála og bætti m.a. við:
"Ég vona að ég hafi á röngu að
standa [með evruna, innsk.
greinarhöfúndarj. Þar sem evran
hefúr þegar verið tekin upp væri
farsælast að það gengi vel. Ég er
hins vegar svartsýnn á að svo
verði." Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóra Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja, lét hafa eftir
sér í viðtali við Viðskiptablaðið að
ESB aðild væri ekki skilyrði fyrir
því að íslensk fjármálafyrirtæki
gætu haldið áffam að dafna.
"Hvort við göngum í ESB eða ekki
er atriði sem íslensk Ijármála-
fyrirtæki em almennt ekki að velta
fyrir sér." Ætla mætti að þessir
aðilar skynjuðu tugmilljarða
ávinning ef hann væri til staðar.
Vitió kemur aó utun.
Að undanfomu hefúr fólk sem
býr og starfar annars staðar í
heiminum en á Islandi haldið því
ffam að Island eigi að ganga í
Evrópusambandið. Carl Bildt
fyrrverandi forsætisráðherra Svía
og Uffe-Elleman Jensen fyrrver-
andi utanríkisráðherra Dana, rituðu
t.d. grein, sem birtist í Morgun-
blaðinu fyrir skömmu, þar sem
þeir hvöttu Norðmenn og ís-
lendinga til að ganga í sambandið.
Það væri gott fyrir Norð-
urlandaþjóðimar að standa saman
þar. Eflaust er það rétt hjá þessum
ágætu herrum að það væri fínt fyrir
Dani og Svía að Islendingar tækju
afstöðu með þeim í valdatog-
streitunni innan Evrópusam-
bandsins. Ekki síst á næstu ámm
þegar þjóðir Austur-Evrópu ganga
inn í sambandið. En væri það
eitthvað gott fyrir Islendinga? Ég
er ekki viss um að frændur okkar
Carl og Uffe hafi velt því mikið
fyrir sér.
Birgir Tjörvi Pétursson,
framkvœmdastjóri
Heimssýnar.
Matur og skemmtun!
Npieg
sælkeraháUð
í Reykjavfk
Efnt verður til matar- og
skemmtihátíðar á Islandi, "Ice-
land Food and Fun Festival" í
annað sinn dagana 25. febrúar
til 2. mars. í tilefni hátíðarinnar
verður haldin alþjóðleg kokka-
keppni í Smáralindinni og sæl-
keradagar á tólf úrvals veitinga-
stöðum í Reykjavík. Þá verður
einnig haldin keppni íslenskra
áhugamanna um matreiðslu.
"Iceland Food and Fun
2003" hátíðin er liður í
markaðsstarfi Icelandair, í sam-
starfi við íslenskan landbúnað
og Iceland Naturally, sem er
sameiginlegur kynningarvett-
vangur íslenskra stjómvalda og
fyrirtækja í Bandaríkjunum, og
fyrirtækin innan þess samstarfs,
þ.e. Iceland Seafood, Cold-
water, Icefood, Iceland Spring
og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Með hátíðinni er stefút að
því aö kynna gæði íslenskra
náttúmlegra matvæla og
veitingamennsku á nýstárlegan
hátt svipað og íslensk tónlist
hefur verið kynnt með Iceland
Airwaves tónlistarhátíðinni sem
haldin er árlega.
A undanfomum árum hefúr
komið fram í athugunum að eitt
af því sem kemur erlendum
ferðamönnum hvað mest á
óvart á íslandi eru gæði matar-
ins sem þeir fá á veitinga-
stöðum hér á landi.
Hátíðin í fyrra vakti
talsverða athygli erlendis og er
gert ráð fyrir tugum erlendra
fréttamanna sem koma gagn
gert til landsins til að kynna sér
landið sem ferðamannaland.
Nokkur af veitingahúsum
borgarinnar og matreiðsiu-
meistarar þeirra verða í aðal-
hlutverki þessa daga.
Kjarni málsins.
Aeggjan erlendra ráðamanna snýr ekki að því sem skiptir
máli í þessari umræðu. Og tilraunir til að fá aðildina á góðu
verði gera það ekki heldur. Kjarninn fclst að sjálfsögðu í að
svara því hvort aðild lslands að Evrópusambandinu sé
eftirsóknarverð fyrir ísland. Aðildin er það ekki bara vegna
þess að einhverjir úti í hcimi vilji fá okkur með, eða vegna þess
að hún sé svo ódýr (sem hún virðist rcyndar augljóslega ckki
vera). Hvaða afleiðingar hefur aðildin á þátttöku borgarana á
mótun reglna samfélagsins? Mun rödd okkar heyrast til
Brussel? Hvaða áhrif hefur hún á atvinnuvegina? Við aðild að
Evrópusambandinu myndi opinber stjórn fiskveiða færast frá
Islandi til Brussel, en stjórn fiskveiða þar er í miklum ógöngum.
Hafa stuðningsmenn aðildar kannað á faglcgan hátt hverjar
afleiðingar þessa yrðu? Hvað með afleiðingar aðiidar fyrir
íslcnskan landbúnað? Ljóst er að við aðild ættu evrópskar
landbúnaðarvörur greiða leið á íslcnskan markað. Hafa
stuðningsmenn aðildar kannað á faglegan hátt hverjar
afleiðingarnar yrðu fyrir íslenskan landbúnað? Liggja fyrir
einhverjar tillögur af þeirra hálfu hvernig bregðast ætti við
afleiðingum aðildar? Því miður get ég ekki séð að mikið í þessa
veru hafi verið lagt fram í þessari umræðu. Sönnunarbyrðin
hvílir að sjálfsögðu á þeim sem vilja að ísland gangi í sambandið
og liingað til hefur sönnunarfærslan verið afar veikburða.
Enn barma bændur sér!
Mikið hefur verið skrifað um sauðfjár-
ræktina gengum tíðina og hve illa gengur að
lifa af sauðfjárrækt og að selja afurðimar. En
þetta er ekkert nýtt!
I Búnaðarritinu fyrir 101 ári síðan var líka
verið að skrifa og skeggræða sömu málefhi.
Hafa engar framfarir orðið í 100 ár? Lítum
aðeins um öxl. Guðjón Guðmundsson segir í
fyrirlestri í Búnaðarfélagi íslands 19. apríl
1902 orðrétt:
„Eg efast ekki um, aó vér séum allir
samdóma í að góður markaður er nauðsynlegt
ffkilyrði fyrir því, að nokkur atvinnugrein geti
olómgast, og þá ekki sízt óhjákvœmilegt
skilyrði fyrir viðgangi landbúnaðar
nútímans."
Mér finnst ég hafa heyrt og lesið þessi orð
aftur og aftur síðustu ár, en hvað er verið að
gera í málunum? Kannski er lausnina að finna
í fortíðinni.
Seinna í þessum fyrirlestri segir Guðjón
orðrétt:
„Eg hefi þegar bent á, hverja þýðingu
markaðurinn hefir hafl fyrir sauðflárrœkt og
nautpeningsrœkt vora á seinustu öld. Versta
afleiðingin afhinu bága markaðsástandi fyrir
landbúnað vorn og þjóðina í heild er þó, að á
'%inum seinustu 20 árum (1882-1902), sem að
ýmsu leyti hafa verið firamfaraár, hefir flöldi
afbœndalíðnum þyrpst og þyrpist enn árlega
til Ameríku, og verða þar ósjálfstœðar
undirtyllur útlents auðvalds. Önnur afieyðing
af markaðsleysinu og þar af leiðandi fátœkt og
framtaksleysis bœnda er að bœndalýðurinn
hrúgast árlega í stórum hópum til
flaupstaðanna, til þess að veróa fiskimenn. Af
þessu leiðir aftur, að allir hinir stœrri
kaupstaóir grundvalla að miklu leyti framtíð
sína á fiskiveiðum, sem auðveldlega geta
nœstum því alveg misheppnast, einkanlega í
ísárum, og þannig stofna kaupstöðum og
landinu í heildsinni i afarmikinn voða"
Er þetta ekki málið? Hið slæma
markaðsástand í sauðfjárræktinni nú stafar
kannski af því að bændur hafa flúið
unnvörpum til Reykjavíkur og annarra
kaupstaða til að verða verkamenn í álveri eða
undirtyllur útlends auðvalds eins og Guðjón
segir, og eftir sitja í sveitunum fátækir og
framtakslausir bændur sem hafa enga burði
eða fjármagn til að veija sinn atvinnurekstur.
Guðjón segir eins og svo margir aðrir en
alltof fáir skilja „að þjóðin er enn ekki orðin
sér meðvitandi þess frumskilyrðis fyrir öllum
sönnum andlegum og líkamlegum framfórum
hverrar þjóðar, sem er að hver einstaklingur
og þjóðin öll í heild sinni treysti á sjálfan sig,"
eða með öðrum orðum þá er sjálfstæði
þjóðarinnar í hættu ef við getum ekki haldið
uppi eigin matvælaframleiðslu.
Kindakjötsframleiðslan er nú í mikilli hættu ef
ekki verður stutt við þá fáu bændur sem eftir
eru og vilja stunda sauðfjárrækt sem
atvinnugrein. Þjóðin verður að skilja að allt er
þetta keðjuverkandi.
Guðjón sagði að seinustu 30 árin (1870-
1900) hafi verið góður markaður fyrir lifandi
sauðfé og sá markaður hafi gefist vel eða um
60.000 sauöfjár á ári (1896). Ókosturinn við
þennan markað var hins vegar sá að flutnings-
aðferðir voru seinlegar og lagði féð af á
flutningstímabilinu. Þennan ókost höfúm við
ekki í dag. Því ekki að reyna þennan markað
aftur? Við búum í hreinasta landi í heimi
(ennþá), að mestu laus við sjúkdóma svo
áhættan fyrir þá sem vilja flytja íslenskt sauðfé
inn í landið til sín er lítil. Það er ekki nóg að
flytja nokkra sæðisskammta til útlanda. Það
verður ekki til að bjarga sauðfjárbúskapnum á
Islandi þó það bjargi kannski útlenskum
kindum.
Hann talar síðan um flutning á fersku
kjöti, kældu, freðnu, söltuðu og niðursoðnu
kjöti. Segir hann flutning á fersku kjöti hina
beztu aðferð, kostnaður lítill og hæsta verðið.
Þetta á við enn í dag þó unnar kjötvörur gætu
bæst við og ættu í raun að vera fyrir löngu
síðan orðnar að lúxusútflutningsvöru.
A þessum árum var einnig verið að velta
fyrir sér hvemig höggva ætti kjötið niður svo
það ætti betri möguleika á markaðnum. Erum
við ekki enn að þessu í dag, að þráast við að
gera ekki eins og markaðurinn vill og selja þar
af leiðandi minna af kjöti? Enn er verið að
troða spiki og hæklum í poka sem neytendur
síðan henda og segja svo í reiði sinni yfir
þessu að þeir ætli aldrei að kaupa lambakjöt
framar! Óg það versta er að alltof margir
standa við það.
Guðjón talar um að íslenskt kjöt sé á lágu
verði borið saman við aðrar kjöttegundir en að
það sé hið bragðbezta kjöt sem hægt er að fá
en ekki nógu holdgott. Segir hann orðrétt:
„Þetta liggur að nokkru leyti í því, að vér
höfum frá ómuna tíð lagt áherzlu áaðfá
kindurnar með svo miklum mör, sem mögulegt
er. Þetta er hinn hrapalegasti misskilningur,
því bœði er það, að pundið af mörnum er
varla í svo háu verði hér á landi, sem pundið
af kjötinu-og á Bretlandi er mörinn nœr þvi
einskis virði—, ogyki mörinn mikið verðmæti
Igötsins, vœri hann blandaóur sem fita millum
vöðvaþráðanna...
Annar tifinnanlegur galli á voru sauðfé er
að það er svo magurt bakið. Kjötið er dýrast
af hryggnum og afturhluta kroppsins, og þvi
ríður á að kindin safhi tilltölulega miklu kjöti
áþessa hluti líkamans.-Þessa galla er hœgt að
laga mikið á tiltölulega stuttum tima, með
skynsamlegu úrvali oggóóri fóórutt."
Hvað vom íslenskir ráðunautar og
ffamámenn í sölumálum fyrir bændur mörg ár
að átta sig á að þar fór sannspár maður með
rétt mál? Vom það 80 ár sem það tók að
breyta áherslum í ræktunarmálum og farið var
að leggja áherslu á minni fitu og meira kjöt.
Hvað ætla mennimir sem ráðnir hafa verið af
bændum til að leysa þeirra mál að vera lengi
að átta sig á hvað gera þarf til að bjarga
sauðfjárræktinni frá glötun?
Að lokum fjallar Guðjón aðeins um
ullarmálin og það er eins og þetta hafi verið
skrifað í gær en ekki fyrir 100 ámm: „Eins og
kunnugt er hefir ull vor fallið meira og meira í
verði á seinni árum, og það eru því miður
engar líkur til að hún muni stíga aftur í verði,
svo nokkru nemi fyrst um sinn."
Það er ljóst að Guðjón þessi hefur verið í
meira lagi sannspár maður. Eigum við slíkan
mann í dag?
Nóg eigum við af vel menntuðu og
hæfileikaríku fólki sem er í vinnu hjá okkur
bændum í höll í Reykjavík og víðar. En höfúm
við eitthvað gagn af því? Er þetta nokkuð
nema kostnaður fyrir okkur? Það virðist alltaf
vera einhver óráðsía í gangi í öllum greinum
bændasamfélagsins. Pappírsflóðið er endalaust
og kostnaðarsamt og stendur útílutnings-
málum fyrir þritúm. Sinnuleysi stjómvalda og
ráðaleysi forystumanna bænda er algert, enda
er allt að dmkkna í þeim endalausa tíma-
þjótnaði sem fer í að fá leyfi hér og leyfi þar
en svo gerist ekki neitt. Bara hjakkað í sama
farinu ár eftir ár þar til allt er komið í óefiii!
Bændur vilja sjá aðgerðir núna því á
morgun verða þeir dauðir úr hor.
Esther Guðjónsdóttir
Sólheimum
HrunamannahreppL