Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 8
8
Sæn blaðíð
Þriðjudagur 25. febrúar 2003
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson
Bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum
Sindri stundaði nám í Menntaskólanum við Sund 1990-92. Þaðan lá leiðin í
Bændaskólann á Hvanneyri, en þaðan útskrifaðist hann sem búfræðingur 1995.
Hann lærði rekstur smáfyrirtækja hjá Iðntæknistofnun 2001. Hann fékk snemma
áhuga fyrir búskap og var í æsku sumarstrákur á Vatni í Haukadal og síöan
vinnumaður á Efri-Brúnavöllum 2 á Skeiðum og Arnarholti í Stafholtstungum.
Stundaði verknám á Sauðadalsá á Vatnsnesi. Starfsmaður Orlofsbyggða BSRB
í Munaðarnesi 1995-97, byggingafyrirtækisins Skörunga ehf. 1997. Gerðist þá
bóndi í Bakkakoti. Hann á og rekur fyrirtækið Dagleið ehf. sem sér um
skólaakstur og fjárflutninga.
Kona Sindra er Kristín Kristjánsdóttir f. í Reykjavík 7.10.1972, dóttir hjónanna
Kristjáns Franklíns Axelssonar f.22.6.1945 í Bakkakoti og Katrínar Hjartar
Júlíusardóttur f. í Vestmannaeyjum 4.6.1947. Þau eru til heimilis í Bakkakoti,
hann starfsmaður Orlofsbyggða BSRB í Munaðamesi og hún starfsmaður hjá
Leikskólanum I Varmalandi.
Sindri og Kristín eiga tvö börn: Lilju Rannveigu f. 14.9.1996 og Kristján Franklín
f. 11.11.1999.
Þess má geta að ættartengsl eru milli þriggja búnaðarþingsfulltrúa affjórum af Vesturlandi. Maria Benediktsdóttir
föðuramma Sindra og Emma Benediktsdóttir móðir Bjarna Ásgeirssonar í Ásgarði eru systur og hálfsystir þeirra,
Guðborg Aðalsteinsdóttir, er tengdamóðir Haraldar Benediktssonar í Vestri-Rein. Greinilegt er að Guðbjartur
Gunnarsson er þarna í algjörum minnihluta þó af Hjaröarfellsætt sé, en ætla má að " Seljaness Móri" styðji hann
og láti Guðbjart njóta þess að mynd af honum, þ.e. Móra, er birt í Hjarðarfellsætt. Hann hlýtur að meta það þó ekki
fylgi hann ættinni. Ekki er vitað um aðra mynd af slíkri veru sem íslendingur hefur tekið, en Halldór Guðmundsson
húsasmíðameistari í Keflavík og bæjarfulltrúi þar um skeið tók myndina við Munaðarnes í Ingólfsfirði 1934 þegar
Halldór vann við byggingu verksmiðjunnar í Djúpuvík.
Framætt Sindra:
1. grein
1 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, f. 5. apríl 1974 í
Reykjavík. Bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum í
Borgarfirði.
2 Sigurgeir Jens Jóhannsson, f. 27. okt. 1940 á
Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi. Sendibílsstjóri í
Reykjavík. Nú starfsmaður hjá Húsasmiöjunni og býr í
Kópavogi - Fríður Sigurðardóttir (sjá 2. grein)
3 Jóhann Hjálmarsson, f. 27. nóv. 1919 á
Grímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, d. 22. maí 1990.
Bóndi í Brekkukoti og Ljósalandi - María Benediktsdóttir
(sjá 3. grein)
4 Hjálmar Jóhannesson, f. 5. ágúst 1876 á ölduhrygg,
d. 12. júlí 1923. Bóndi á Miðvöllum, Grímsstöðum -
Guðrún Jónsdóttir, f. 1. júní 1886, d. 1. sept. 1962.
Húsfr. á Miðvöllum og Grímsstöðum. Síðar í Sörlatungu.
2. grein
2 Fríður Sigurðardóttir, f. 15. mars 1944 aö Vatni i
Haukadal, d. 26. ágúst 2000 í Reykjavík. Húsfr. og
stuðningsfulltrúi viö Selásskóla.
3 Sigurður Jörundsson, f. 23. júlí 1903 í Hvammi í
Norðurárdal, d. 23. júní 1965. Bóndi á Vatni í Haukadal -
Sveinbjörg Kristjánsdóttir (sjá 4. grein)
4 Jörundur Hermann Guðbrandsson, f. 9. júlí 1867
á Hólmlátri í Skógarstrandarhreppi, d. 7. des. 1948 i
Reykjavík. Bóndi á Vatni í Haukadal
í Dalasýslu - Sigríður Sigurðardóttir, f. 23. sept. 1870,
d. 13. júlí 1950. Húsfr. á Vatni.
3. grein
3 Maria Benediktsdóttir, f. 12. maí 1919 í Skálholtsvík
á Ströndum, d. 14. jan. 2000. Húsfr. í Brekkukoti og
Ljósalandi.
4 Benedikt Ingimundarson, f. 21. júní 1888 í Litla-Múla
í Saurbæjarhr. í Dalasýslu, d. 14. júlí 1922. Bóndi í
Kverngrjóti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu og
Skálholtsvík í Bæjarhreppi í Strandasýslu - Lilja
Magnúsdóttir, f. 22. júlí 1893 í Miðhúsum i Bæjarhreppi í
Strandasýslu, d. 12. sept. 1986. Húsfr. í Kverngrjóti og
Skálholtsvík.
4. grein
3 Sveinbjörg Kristjánsdóttir, f. 2. júlí 1904 á Hamri í
Hörðudalshreppi, d. 25. okt. 1980. Húsfr. og kennari á
Vatni í Haukadal.
4 Kristján Einar Sveinsson, f. 16. febr. 1872 á
Álfatrööum i Hörðudalshreppi, d. 6. nóv. 1952 á Hamri.
Bóndi á Hamri í Hörðudalshreppi - Málfríður
Þorbjarnardóttir, f. 23. sept. 1863 á Spóamýri I
Þverárhlíðarhreppi, d. 7. jan. 1944 á Dunki í
Hörðudalshreppi. Húsfr. á Hamri í Hörðudalshreppi.
Nokkrir forfeður.
Sindri er kominn í beinan karllegg frá Birni ivarssyni
f.um 1660 sem bóndi var á Syðri-Reistará í
Hvammshreppi í Eyjafirði.
Jörundur Hermann Guðbrandsson 2-4 er í beinan
karllegg frá Þorláki Guðbrandssyni Vídalín f. um 1673
sýslumanni í Súöavík. Afi hans var Arngrímur "lærði"
Jónsson sem var í beinan karllegg frá Jóni Hallvarðssyni
f. um 1500 bónda á Auðunarstöðum í Víðidal. Mikið var
af sýslumönnum I þessari ætt.
Benedikt Ingimundarson 3-4 var í beinan karllegg frá
Jóni Sigmundssyni f. um 1807 bónda á Vífilsmýrum í
Mosvallahreppi. Móöir Benedikts var Jakobína
Magnúsdóttir f. um 1864 sem komin var í beinan
karllegg frá Þórði Andréssyni f. um 1220 bónda á Völlum
í Landi. Gissur jarl lét taka hann af lífi vegna þess að
hann taldi hann hættulegasta Oddaverjann. Hann var oft
kallaður síðasti Oddaverjinn. Þórður var í beinan
karllegg frá Jóni Loftssyni f. um 1124 sem var
valdamesti höfðingi á íslandi í sinni tíð. Hann var í
beinan karllegg frá Sæmundi "fróða" Sigfússyni f. um
1056 presti í Odda sem aftur var kominn frá Úlfi
"aurgoða" Jörundssyni f. um 914 landnámsmanni á
Svertingsstöðum sem var kominn frá Hræreki
"slöngvanbaugi" Haraldssyni konungi á Sjálandi.
Kristján Einar Sveinsson 4-4 er í beinan karlegg frá
Bjarna Guðmundssyni f.um 1726 bónda í Múla í
Gufudalshreppi.
Helstu heimildir
Sömu og áður
Fjölskylda Sindra
Systkini
Jóhann Hlynur Sigurgeirsson f.10.12.1962 í Reykjavík.
Starfsmaður hjá Skörungum e.h.f. Reykjavík
Sigurður Örn Sigurgeirsson f.30.7.1966 í Reykjavík. Á
og rekur byggingafyrirtækið Skörunga e.h.f. í Reykjavík
Gauti Sigurgeirsson f.21.9.1976 í Reykjavík, búsettur I
Reykjavík. Starfsmaður hjá ískraft
Föðursystkini
Jóhann Pétur Jóhannsson f.27.11.1943 í Skagafirði.
Strætisvagnastjóri í Reykjavlk
Snorri Jóhannsson f. 17.1.1945 í Skagafirði. Starfsmaöur
íþróttamiðstöðvar, býr á Álftanesi
Ingimar Jóhannsson f.9.10.1949. Umboðsmaður Sjóvá
Almenna á Sauöárkróki
Frosti Fífill Jóhannsson f.27.4.1952 í Skagafirði.
Þjóöháttafræðingur í Reykjavík
Jökull Smári Jóhannsson f.27.4.1952 i Skagafiröi.
Trésmiöur i Svíþjóð
Hjálmar Rúnar Jóhannsson f. 19.11.1959 á Sauðárkróki.
Starfsmaður Bykó í Reykjavík
Benedikt Emil Jóhannsson f. 19.11.1959 á Sauðárkróki.
Starfsmaður hjá Fossberg
Móðursystkini
Bogi Sigurösson f.21.8.1936. Búsettur I Reykjavík
Jökull Sigurðsson f.24.10.1938. d.22.2.1994.
íþróttakennari og bóndi á Vatni í Haukadal í Dalasýslu.
SigríðurSigurðardóttirf.24.10.1938. Bankastarfsmaður í
Reykjavík
Guðrún Sigurðardóttirf.24.10.1939. Hjúkrunarforstjóri í
Neskaupstaö.
Bakkakot var hjáleiga frá
Hjarðarholti og þar bjuggu
árið 1703 Jón Björnsson f. um
1652 og Kolfinna Jónsdóttir f.
um 1643 ásamt með þremur
börnum. Framættir þeirra eru
skrásetjara ekki kunnar en
niöjar eru frá þeim taldir
a.m.k.fjögur þúsund
UmferO dráttarvéla meO tengivagna/tæki á þjúOvegum:
Samræma verfiur
reglurnar í landinu
Tvö búnaðarsambönd, Eyja-
fjarðar og Skagafjarðar, leggja
erindi fyrir Búnaðarþing þess
efnis að það beini þeirri ósk til
dómsmálaráðherra að hann
beiti sér fyrir því að bændur geti
ekið óáreittir með óskráð aftaní-
tæki dráttarvéla úti á þjóðveg-
um landsins þegar þeir eru að
sinna erindum bús við flutninga
á aðföngum og afurðum og við
fóðuröflun, enda uppfylli dráttar-
tæki og aftanítæki allar al-
mennar kröfur um öryggi, svo
sem Ijósa- og hemlabúnað.
Brögð hafa verið að því að
bændur hafi fengið á sig kærur
vegna aksturs með óskráða aftaní-
vagna á vegum úti, til að mynda
við flutning á heyrúllum af túnum
eða milli bæja þar sem aka þarf um
þjóðveg.
Mismunandi reglur
í dag eru mismunandi reglur
eftir sýslumannsumdæmum varð-
andi rétt bænda til að vera með
óskráð aftanítæki úti á þjóðvegum
landsins sem bændur telja með
öllu óþolandi.
Svana Halldórsdóttir, formað-
ur Búnaðarsambands Eyjafjarðar,
sagði í samtali við tíðindamann
Bændablaðsins að þetta mál hefði
komið upp í umræðunni hvað eftir
annað að undanfömu. Hún segir
að nauðsynlegt sé að samræma
túlkun á umferðarlögunum í
Iandinu varðandi akstur dráttarvéla
með aftanítæki á þjóðvegum, en
hún hefúr verið mismunandi milli
sýslumannsumdæma.
„Bændur verða að vita ná-
kvæmlega hvar þeir standa í þess-
um efnum en svo er ekki nú. Þess
vegna er nauðsynlegt að Búnaðar-
þing fjalli um málið og það fáist á
hreint hvaða rétt bændur eiga.
Sömuleiðis hversu langt þeir mega
ganga því einhverjar umkvartanir
hafa komið ffá vörubiffeiða-
stjómm sem hefúr þótt bændur
vera að fara inn á sitt verksvið í
flutningúm. En hvemig sem á
málið er litið er nauðsynlegt að
samræma reglumar og koma mál-
inu á hreint," sagði Svana Hall-
dórsdóttir.
Bændablaðið í Staðarskála
Mæðgurnar Bára Guðmundsdóttir og Vilborg Magnúsdóttir í Staðarskála
eru vegfarendum I Hrútafirði aö góðu kunnar. Þær eru meðal fjölmargra
dreifingaraðila Bændablaðsins sem sjá um að koma því til lesenda.
Bændablaðinu er dreift i tæplega 8.000 eintökum víðs vegar um landið og
fer það m.a. inn á hvert einasta lögbýli. Góö dreifing er ein af undirstöðum
útgáfunnar og vill Bændablaðið þakka þeim fjölmörgu sem leggja þar
hönd á plóginn.
Ferðaþjónustubændur vilja selja eigin
framleiðslu á ferðapjónustubýlunum
Félag ferðaþjónustubænda vill
að komandi Búnaðarþing álykti
um nauðsyn þess að ferða-
þjónustubændur geti selt afurðir
búa sinna til gesta sinna.
Marteinn Njálsson, formaður
Félag ferðaþjónustubænda, segir
að nú sé verið að afla gagna um
hvemig þessu er háttað í nágranna-
löndunum.
„Við hjá Félagi ferðaþjónustu-
bænda emm að kanna ýtarlega
möguleika á að selja heimaunnar
landbúnaðarafúrðir hjá ferða-
þjónustubændum. Fljótt á litið
virðast reglugerðir hér á landi ekki
gefa mikið svigrúm til þessa og
þegar skoðaðar em reglugerðir í
nágrannalöndum okkar kemur í
ljós að þar em reglur mun rýmri.
Víða í Evrópu er sala á ýmsum af-
urðum hluti af ferðaþjónustu og
má þá nefna vömr sem tengjast
menningu og matarhefö einstakra
landa og héraða, svo sem ostar,
jógúrt, kjötvömr, vín og fleira."
Marteinn segir að þeir sem
hafi ferðast um landbúnaðarhéruð
Evrópu hafi tekið eftir þessu. Úti-
lokað sé að markaðssetja slíkt hér
á landi vegna strangra reglugerða.
„Margir ferðaþjónustubændur
hafa komið sér upp fúllkominni
aðstöðu til að matreiða og selja
mat til ferðamanna en er ekki
treyst til að meðhöndla til að
mynda egg, grænmeti, vatnafisk,
mjólkurvömr og kjötvömr þannig
að það ógni ekki heilbrigði
gestanna sem heföu áhuga á að
kaupa vömna beint af bóndanum,"
sagði Marteinn Njálsson.