Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 24
yZ4 Bændoblaðíð Þriájudagur 25.febrúar 2003 llpplýsingatækni i dreifbýli HHk á ðltam aldri ntt1 HvniðniskeH IID Bðið að gera samning um Ulraunaverkefni við Vinnumálastofnun „Verkefnið hefur farið vel af stað og mér sýnist að námskciðahald á þessu ári muni jafnvel fram úr þeim áætlunum sem að við lögðum upp með um áramótin. Yfirleitt er áhyggjuefni ef menn sjá þess merki að þeir fari fram úr kostnaðaráætlun en í þessu tilfelli er það líka ánægjulegt, þar sem að það segir okkur að við erum að fást við verkefni þar sem þörfin er vissulega fyrir hendi," segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri á Sauðárkróki og verkefnisstjóri átaksverkefnisins Upplýsingatæki I dreifbýlL Upplýsingatækni í dreifbýli (UD) hefiir nú staðið yfir í rúmt ár sem sérstakt átaksverkefiii á vegum landbúnaðarráðuneytisins sem á að auðvelda bændum að nýta sér kosti upplýsingasamfélagsins, m.a. með ’ því að kenna bændum að nota tölvur og tölvuforrit. I verkeíhisstjóminni sitja Ambjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Bjöm Garðarsson, kennslustjóri á Hvanneyri, Bjöm Sigurðsson, útibússtjóri Búnaðarbankans á Hellu, Einar Einarsson, loðdýraræktarráðunautur, sem jafhffamt er formaður, Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, Sólrún Olafsdóttir, bóndi á Klaustri og Sverrir Heiðar Júlíusson, kennari á Hvanneyri. > Verkefhið er fyrir íbúa á lögbýlum. Öðmm er heimilt að taka þátt en verða þá að greiða kostnað alfarið sjálfir. Ámi Gunnarsson er eini starfsmaður verkefnisins, enda mörkuð sú stefha að hafa yfir- byggingu UD verkefhisins í lágmarki. „Á árinu 2000 skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til að auka samkeppnishæfhi sveitanna með sérstöku átaki í tölvukennslu og tæknivæðingu," segir Ámi. „Nefndin lagði fram tilllögur um átak í tölvukennslu og tækni- væðingu sveitanna, ásamt kostnaðaráætlun. Til þess að útfæra og ffamkvæma tillögumar var síðan skipuð verkefnisstjóm til að standa fyrir átaki í tölvukennslu og tæknivæðingu sveitanna, kanna og stuðla að nýtingu upplýsinga- samfélagsins til kennsíu á sviði bókhalds, rekstrarleiðbeininga og rekstraráætlana og gangast fyrir leiðbeiningum og kennslu með það að markmiði að nýta kosti upplýsingasamfélagsins til að auka hæfhi kvenna og karla í sveitum Iandsins til atvinnuþátttöku og nýsköpunar." „Þegar spurt er um tilurð verkefhisins er því til að svara að verkefnið varð til vegna þess að menn sáu tækifæri til að ná í fjármagn utan hins hefðbundna landbúnaðarkerfis," segir Ámi. „Tvö fyrirtæki á opnum markaði, Olíufélagið hf. og Búnaðarbanki íslands hfi, ásamt ríkisfyrirtækinu RARIK og samvinnufyrirtækinu Ársliái Landssamtaka sauðfjárbænda á laugardaginn! Árshátíð LS verður haldin 1. mars nk. í Sunnusal Hótel Sögu. Gamanið hefst kl 19.00 með fordrykk sem Áburðar- verksmiðjan í Gufunesi býður upp á. Fjallalamb á Kópaskeri ^ mun bjóða upp á smá forrétt á undan forrétti! Þegar fólk hefur skolað ferðarykið úr kverkunum verður sest að borðum þar sem borinn verður ffam þrírétta hátíðarmatur sem hljóðar svo: Forréttur: Stiikksteiktur saltfiskur með humri, spergli og lakkrisgljáa. Afktlrétíur; Lambahryggsvöðvi með parísarkartöflum og villisveppasósu. Eftirréttur: Ljós og dökk súkkulaðifrauð með hindberja- og vanillusósu. Kaffi. Skemmtiatriði verða heimatilbúin og koma ffá öllum landshomum. Þar verður komið víða við og engum hlíft! Þegar borðhaldi og skemmtiatriðum lýkur mun hljómsveit taka við og spila undir dansi fram á nótt. Verði er stillt í hóf eða aðeins kr. 4.600-. Allir sauðfjárbændur er hvattir til að mæta, enn em nokkur sæti laus þrátt fyrir mjög góða þátttöku. Til að tryggja sér miða er fólki bent á að hringja í síma 563-0300 sem fyrst og skrá sig. Kaupfélagi Skagfirðinga settu í upphafi fjármuni í þetta átaks- verkefni sem gerðu okkur kleift að hleypa því af stokkunum. Með fulltingi þessara aðila og Framleiðnisjóðs var síðan gmndvöllur til þess að sækja fjármagn í Upplýsingasamfélagið, sem er fjárlagaliður á vegum forsætis- og fjármálaráðuneytis. Á síðari stigum kom síðan Vinnumála- stofhun inn í dæmið, en þáttur hennar afmarkast við ákveðið samstarfsverkefhi um miðlun starfa í fjarvinnslu. Við vonumst reyndar til þess að ná fleiri sfyrktaraðilum inn í verkefnið en það er of snemmt að segja meira til um þá hluti." Þó svo að mikil undirbúnings- vinna hafi farið ffam á árinu 2001 hófst átaksverkefhið Upplýsinga- tækni í dreifbýli ekki með formlegum hætti fyrr en í ársbyrjun 2002.1 skipunarbréfi verkefiiis- stjómar er ekki nákvæm útlistun á ffiamkvæmdinni heldur var verkefhisstjóm falið að móta ffiamkvæmd þess. Niðurstaðan varð að byggja á fjórum meginþáttum, sem skiptast í Námskeiðahald, gagnaflutninga, nýtingu upplýsingasamfélagsins til nýsköpunar og þáttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. „Á fyrsta starfsárinu fór mestur tími í undirbúning, skipulagningu og ffiamkvæmd námskeiðahaldsins," segir Ámi Gunnarsson. „Þegar upp er staðið sóttu rúmlega 400 bændur námskeið sem styrkt vom af UD á síðasta ári og við gerum ráð fyrir að 600 manns sæki námskeiðin á þessu ári. UD verkefhið var kynnt á ráðunautafundi í febrúar 2002. Þá var leitað til forsvarsmanna búnaðarsambanda um allt land og komið til þeirra auglýsingu um námskeið á vegum verkefnisins. Fyrsta námskeiðið á vegum UD var gmnnnámskeið í almennri tölvunotkun en það fór ffiam í. apríl á Selfossi. Þátttakendur vom 16 og sá elsti af þeim 80 ára gamall. Það hefúr komið okkur nokkuð á óvart hversu breiður aldurshópur sækir námskelðin. Til dæmis er töluvert um að eldri bændur sæki tölvunámskeiðin og sumir þeirra taka allt upp í 60 kennslustunda námskeið." Námskeiðin em haldin í samvinnu við Bændasamtökin annars vegar og hins vegar símenntunarmiðstöðvar um allt land. UD samdi við Fræðslunet Austurlands fyrir hönd símenntunar- miðstöðva um að halda utan um þann þátt sem að símenntunar- miðstöðvunum snýr. Símenntunar- miðstöðvamar sjá um gmnn- námskeið í hagnýtri tölvunotkun og notkun hefðbundinna skrifstofh- forrita, en búnaðarsambönd og leiðbeiningamiðstöðvar geta einnig haldið slík námskeið í eigin nafni ef þau vilja. Námskeið í notkun fagforrita Bændasamtaka íslands hafa hins vegar alfarið verið á hendi BÍ í samvinnu við búnaðar- Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir janúar 2003 Framleiðsla jan.03 nóv.02 feb.02 Breyting frá fynra tímabili, % Hlutdeild % 2003 jan.03 jan.03 janúar '02 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 604.700 1.594.899 4.920.007 87,7 83,1 28,5 20,0% Hrossakjöt 144.359 349.067 1.042.719 19,5 -19,9 -0,8 4,2% Kindakjöt* 1.756 537.528 8.672.366 -68,8 -4,2 0,6 35,3% Nautgripakjöt 322.124 840.454 3.616.695 -6,5 -3,4 -2,6 14,7% Svínakjöt 465.941 1.636.205 6.344.531 17,4 18,7 18,8 25,8% Samtals kjöt 1.538.880 4.958.153 24.596.318 29,3 20,5 9,1 Innvegin mjólk 10.026.588 28.084.992 110.911.083 1,5 2,6 4,4 Sala innanlands Alifuglakjöt 508.964 1.238.801 4.523.603 69,1 46,5 22,0 21,3% Hrossakjöt 57.265 121.995 490.972 47,0 -15,9 -0,2 2,3% Kindakjöt 454.897 1.444.955 6.482.473 13,8 13,8 -3,3 30,5% Nautgripakjöt 315.611 835.814 3.681.361 -1,9 -0,8 -0,2 17,3% Svínakjöt** 438.916 1.584.402 6.080.707 9,7 13,9 13,8 28,6% Samtals kjöt 1.775.653 5.225.967 21.259.116 21,5 16,3 6,6 Umreiknuö mjólk Umr. m.v. fitu 7.637.139 25.337.278 96.975.492 3,0 0,1 -0,7 Umr. m.v. prótein 9.244.895 26.471.139 106.340.116 1,4 -0,7 -0,5 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaöi er meðtaliö í framangreindri framleiöslu. V samböndin, en algengast er að einn leiðbeinandi komi ffiá hvorum fyrir sig. Boðið er upp á veglegan stuðning við bændur sem taka þátt í þessum námskeiðum en almenna reglan er sú að UD greiðir 80% af kostnaði við námskeið en þátttakandi 20%. „Hvað önnur verkefhi varðar höfum við nú eftir áramótin undirritað samstarfssamning við Vinnumálastofhun um tilrauna- verkefhi sem gengur út á að nýta vinnumiðlanir um landið til þess að miðla störfúm í fjarvinnslu í dreifbýli," segir Ámi. „Þetta verkefni verður kynnt betur á næstunni. Hver árangurinn verður leiðir tíminn í ljós en hitt er ljóst í mínum huga að rétti samstarfs- aðilinn í þessum efhum er Vinnumálastofhun. Annað brýnt hagsmunamál þessu tengt eru gagnaflutningamir. Bændum er nauðsynlegt að geta notað netið. Þeir þurfa að hafa möguleika á að senda gögn og taka á móti þeim, vinna í miðlægum grunnum og haft tölvupósts- samskipti til daglegra þarfa. Tæknin verður síðan að vera á því verði að menn ráði við að nýta sér hana. Þessar vikumar erum við að vinna að umsókn í samevrópskt verkefhi sem erskipulagt og stýrt ffiá Skotlandi, en auk okkar em meðumsækjendur ffiá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Þetta er mjög spennandi verkefhi og við vonumst til þess að það hljóti styrk. Þangað til verðum við að bíða og sjá," segir Ámi að lokum. www.bondi.is Ráflstefna á Kirkjubæjarklaustri 8.- 8. mars um landkusfl Skaltárhrepps Kirkjubæjarstofa í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands, Náttúrufræðistofnun íslands, Landsvirkjun og Rarik stendur fyrir ráðstefnu um rannsóknir á náttúru og auðlindum í Skaftár- hreppi. Þar verður sérstaklega fjallað um rannsóknir síðustu ára og hvernig hægt er að vinna að því að þær verði atvinnu og mannlífi í héraðinu til styrktar. Markmið ráðstefnunnar er að kynna hið fjölbreytta og sér- stæða náttúrufar héraðsins og renna með þeim hætti stoðum undir þróunarverkefni um frekari nýtingu þessara nátttúrugæða. Ráðstefnan hefst um hádegi á laugardag og verður þá fjallað um rannsóknir á gmnnvatni og vatnajarðfræði Skaftársvæðisins og einnig um vistgerðir á vatnasviði Skaftár og Hólmsár. Fjallað verður um fúglalíf f Skaft- árhreppi, vemdun jarðminja og kynntar tillögur um náttúm- vemdarsvæði í Skaftárhreppi. Að lokum verður skýrt ffiá rann- sóknum á laxfiskum og botn- dýrafánu á vatnasvæði Skaftár og Kúðafljóts ásamt árangri af bleikjueldi í lindarvatni. Á eftir verður farin vettvangsferð að bleikjueldistöðinni á Teygingalæk. Dagskrá sunnudagsins hefst með ffiásögn af jarðffiæði Skaf- tártungu- og Álftaversaffiéttar og könnun á tuga km. löngum hellum í Skaffiáreldahrauni. Þá verður fjallað um ferðaþjónustu í náttúm Skaffiárhrepps og vannýtta mögu- leika. Að lokum verður kynnt Norðurslóðaáætlun Evrópusam- bandsins til eflingu byggðar, sem Byggðastofnun er í sambandi við. Dagskránni lýkur fyrir hádegi með samantekt á niðurstöðum erinda og fyrirspuma á ráðstefiiunni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.