Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 10
10
Btendablaðið
Þridjudagur 25. fehrúar 2003
Myndin var tekin á bændafundi, sem Bændasamtökin efndu til í Miðfirði. Þarna er hún Heiðrún Brynja
Guömundssdóttir, Neðri Torfustöðum, að prjóna fallega flík, og hlusta á ræðumenn. Viö hlið hennar situr
bóndi hennar Benedikt Björnsson en Ijær er Niels ívarsson, bóndi á Fremri Fitjum.
Landgræðsla ríkisins auglýsir til
umsóknar styrki úr Landbótasjóði
Landeigendur, félög, félagasamtök og aðrir
umráðahafar lands geta sótt um styrk úr
Landbótasjóði. Þau verkefni sem hæf eru til að hljóta
styrk úr sjóðnum þurfa að falla að markmiðum og
áherslum landgræðsluáætlunar 2003 - 2014.
Áhersla verður lögð á að styrkja m.a.:
Landbætur sem viðurkenndar eru af Landgræðslu
ríkisins, þ.m.t. stöðvun hraðfara jarðvegsrofs,
uppgræðsla og skipulag landnýtingar.
Bætta beitarstjórnun á afréttum og öðrum
sameiginlegum beitarsvæðum þ.m.t. friðun við-
kvæmra svæða og rofsvæða svo og afmörkun á
beitarhæfum svæðum.
Heildarframlag í Landbóta á árinu 2003 er 5
milljónir kr. Hámarksfjárhæð styrks getur numið allt
að 2/3 kostnaðar vegna vinnu, tækja og hráefnis.
Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur fýrir
Landbótasjóð eru á heimasíðu Landgræðslu
ríkisins (http://www.land.is). Nánari upplýsingar eru
veittar í Gunnarsholti og á héraðssetrum
Landgræðslunnar.
Skila skal umsóknum til Landgræðslu ríkisins í
síðasta lagi 24. mars 2003.
Umctgrað*l« rlktun*
Landgræðsla ríkisins
Gunnarsholti, 851 Hella
Sími 488-3000
Netfang: land@land.is
Aipasamningar
Nú stcndur yfir ný lota í
viðræðum á vegum WTO. Að
þcssu sinni er m.a. fjallað um
takmarkanir á leyfilegum
aðgerðum stjórnvalda í hverju
aðildarlandi samningsins til að
styðja sinn landbúnað, og
frjálsara flæði búvara milli
landa. Niðurstaða liggur ekki
fyrir og ljóst er að verulegur
ágreiningur er á milli þeirra
ríkja sem mcstu munu ráða um
niðurstöðuna. (Minnir að ýmsu
leyti á GATT-lotuna fyrir
áratug eða svo). Eftirfarandi
punktar lýsa í stuttu máli því
sem mér finnst mestu skipta í
stöðunni eins og hún er nú:
•Aðild íslands að
samningnum og
afleiðingar/áhrif hans á íslandi
eru á ábyrgð íslenskra
stjórnvalda.
•Við væntum þess að
stjórnvöld vinni að því að nýr
WTO-samningur yerði þannig
að landbúnaður á íslandi geti
þrifist, þrátt fyrir samninginn.
•Það er mjög nauðsynlcgt
að íslensk stjórnvöld annars
vcgar og hagsmunasamtök í
landbúnaði hins vcgar skiptist
á skoðunum og upplýsingum
um málið.
•Áætlað er að þessari lotu
samninganna Ijúki árið 2005,
en óvíst er hvort það næst. Þá
hefst væntanlega aðlögunarferli
sem aðildarlönd samningsins
þurfa að hlýta.
•Eitt það erfiðasta næstu
mánuði og misseri er að túlka
það sem fram kemur í
umræddumWTO-viðræðum.
Hvort, hvenær og hvernig á að
bregðast við? Að mínu mati er
þetta stærsta spurningin sem
við stöndum frammi fyrir
núna.
•Við cigum að segja frá og
túlka það sem rætt er, en við
eigum ekki að liefja aðlögun að
einhverju sem við höldum að
verði.
•Aðlögun er þá fyrst
tímabær þcgar skrifað hefur
verið undir endanlegan
samning. Bara atriði eins og
hugsanleg undanþága fyrir
einangruð smáríki til að styðja
framleiðslu fyrir heimamarkað
gæti gerbreytt forsendum
okkar, t.d. varðandi
nautgriparæktina. Slík
undanþága er mögulcg alveg
fram til loka viðræðnanna.
Munum eftir „íslcnska
ákvæðinu" og Kýótó-
samkomulaginu.
•Við eigum ekki að gera
lítið úr því að niðurstaðan í
WTO-viðræðunum geti knúið á
um breytingar, raunar mjög
miklar breytingar. Við megum
hins vegar ekki draga kjarkinn
úr bændum og öðrum sem
málinu tcngjast, það drepur
landbúnaðinn innan frá.
•íslensk stjórnvöld og
hagsmunasamtök í landbúnaði
eiga að halda ró sinni þar til
endanlcg niðurstaða liggur
fyrir í viðræðunum. Þegar
niðurstaða er fengin, verði
brugðist við með það að
markmiði að hér geti áfram
þrifist lífvænlegur
landbúnaður.
Þórólfur Sveinsson
StuQningup
FramleiOnisjQQs við
nýsköpnn í landbúnaði
Bjarni Guðmundsson, prófessor
við Landbúnaðarháskólann á
Hvanneyri, flutti erindi á ráðu-
nautafundinum sem hann og Jón
G. Guðbjörnsson sömdu og
nefna „Stuðningur Framleiðni-
sjóðs við nýsköpun í land-
búnaði."
Framleiðnisjóður hefur starfað
síðan árið 1966 og er hlutverk hans
að veita styrki og lán til fram-
leiðniaukningar og hagræðingar í
landbúnaði og atvinnurekstrar á bú-
jörðum. Fjármagn til sjóðsins er
starfsfé sem ríkissjóður veitir, en
tekjur koma einnig af kjam-
fóðurtollum og loks hefúr sjóðurinn
nokkrar vaxtatekjur. Fjármagn
sjóðsins í ár eru rúmlega 220
milljónir króna.
Bjami sagði varðandi starfs-
hætti sjóðsins að þar sé um að ræða
samstarfsvettvang bænda og ríkis-
valdsins hvað snertir umbætur og
nýsköpun í landbúnaði. Hann sagði
þetta skýrast bæði af tilurð fjár-
magnsins sem og starfsháttum við
skipan stjómar, en sjóðsstjómin er
skipuð tveimur fúlltrúum sem
Bændasamtökin tilnefna, tveimur
fúlltrúum sem landbúnaðarráðherra
tilnefnir og einum fúlltrúa sem
ráðherra byggðamála skipar.
Framleiðnisjóður fer einnig með
málefni Garðávaxtasjóðs sam-
kvæmt sérstakri reglugerð er um
hann gilda.
Bjami sagði að skipta mætti
starfssögu Framleiðnisjóðs niður í
þrjá kaffa. Fyrsti kaflinn fólst fyrst
og ffemst í stuðningi við afúrða-
stöðvar, ekki síst við byggingu
sláturhúsa og nokkm fé var varið til
rannsókna í landbúnaði. Á ámnum
1980 til 1992 var fé varið til bú-
háttabreytinga en síðan 1992 má
segja að Framleiðnisjóður sé
alhliða þróunarsjóður fyrir land-
búnaðinn með áherslu á ffam-
leiðniaukningu og nýsköpun at-
vinnu til sveita. Hann sagði að
sjóðurinn legði áherslu á að
fjármagn ffá honum væri til
viðbótar ffamlögum ábyrgðaraðila
verkefhanna.
I upphafi hvers árs setur stjóm
Framleiðnisjóðs sér starfsstefhu.
Fyrir árið 2002 er hún þessi:
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
styður með sfyrkjum og lánum
verkefhi til nýsköpunar og ffam-
leiðniaukningar í landbúnaði og við
aðra eflingu atvinnu í dreifbýli.
Framleiðnisjóður leggur áherslu á
að fjármagn sjóðsins verði til
viðbótar ffamlögum ffá ábyrgð-
araðilum verkefnanna, bæði eigin
f]ár og því sem þeir kunna að afla
frá öðrum.
Framleiðnisjóður leggur á árinu
2002 áherslu á viðfangsefni sem
hafi þessi markmið: Að auka ffam-
leiðni búgreina með rannsókna- og
þróunarverkefnum, að styrkja
tekjumöguleika á einstökum búum
með nýsköpun í búrekstri, að efla
kunnáttu og fæmi í búrekstri, að
efla og styrkja markaði fyrir
búvömr og þjónustu búanna, að
sfyðja hagræðingu í úrvinnslu
búsafúrða og efla atvinnufyrirtæki í
dreifbýli.
Þegar um er að ræða verkefhi á
einstökum bújörðum og lögbýlum
tekur sjóðurinn þátt í allt að 30%
kostnaðar, en þó ekki hærri upphæð
en 1.750 þúsund krónur á verkefhi.
Undantekningar em þó gerðar ef
um er að ræða verkefiii sem skapar
fleiri ársverk en eitt, þá getur
upphæðin orðið hærri. Lán sem
sjóðurinn veitir em skammtímalán.
Það fjármagn sem til bænda
hefúr mnnið til nýsköpunar á bú-
jörðum eða ýmis verkefhi á vegum
bænda og samtaka þeirra auk fyrir-
tækja í dreifbýli á ámnum 1999 til
2001 var tæpur helmingur af
fjármunum sjóðsins þessi ár. Um
það bil þriðjungur fjármuna sjóðs-
ins hefúr mnnið til þróunarverkefha
af ýmsu tagi.
Framleiðnisjóður hefúr haft
samvinnu við RANNÍS um tíu ára
skeið um ýmis rannsóknaverkefni á
sviði landbúnaðar. Um það bil 9%
af fjármunum sjóðsins síðustu þrjú
árin hafa farið til endurmenntunar
og 10% í markaðsöflun.
Samkvæmt könnun sem sjóðs-
stjómin lét gera um hvemig þeim
verkefnum á bújörðum sem sjóð-
urinn sfyrkti á ámnum 1989 til
1999 vegnaði kom í ljós að 80%
þeirra náðu fram að ganga og
sköpuðu 1,75 ársverk að meðaltali
en 20% dagaði uppi af ýmsum
ástæðum. Könnun var gerð í Borg-
arfjarðarsýslu, S-Þingeyjarsýslu og
V-Skaftafellssýslu.
I lokin nefndi Bjami verkefhi
sem Framleiðnisjóður hefúr sfyrkt
og komið á nýsköpun. Hann nefhdi
afkvæmarannsóknir á sauðfé,
bleikjueldi á Hólum, kynbætur ali-
fúgla, loðdýraræktin og fóður-
eftirlitið á Hvanneyri, fóðurrann-
sóknir á Rala, kynbætur, ræktun og
nýting koms líka á Rala, tölvu-
væðing búnaðarsambandanna og
endurmenntunarþátturinn.
Ljósabretti á
kerrur og vagna
L: 123 cm. B: 14 cm.
Rafmagnssnúra 6 m.
Stök Ijós • 4 í einu
Bremsu-, stefnu-,
stöðu- og númeraljós
Urval
Skeifunni 2-108 Reykjavik
Sími 530 5900 • poulsen@poulsen.is
www.poulsen.is