Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 25. febrúar 2003 Bændðblaðíð li <& )ftft 0.0 0.16 0.32 0.46 0.7 InctwiKu in NDVI <») Avcnmo NDVI HÚSBYGGJENDUR! Við framleiðum og seljum Þakjárn, veggklæðningar og Innanhúsklæðningar úr aluzinki,galvaniseruðu og máluðu efni.Steypustyrktarnet í gólf og veggi. Seljum niöurklippt steypustyrktarstál og beygjum Lykkjur úr 6-16mm.Framleiðum einnig stoðir í Gipsveggi í réttum lengdum. Timbur og Stál ehf. Sími5545544 fax 5545607 Gróskustuðull (NDVI; normalized difference vegetation index) á norðurhveli jarðar á árabilinu 1982 til 1990. Mynd a sýnir aukningu grósku yfir vaxtartímann (maí til september) í prósentum á niu árum en b sýnir meðalgrósku á vaxartíma fyrir sama árabil. Heimild: Myneni m.fl., Nature 386: 698-702. BÆNDUR! Oþarfa áhyggjnr nl skógi Af erindum sem flutt voru á Ráðunautafiindi vöktu einkum tvö athygli fjölmiðla. í báðum komu jfam áhugaverðar upplýsingar, en jafhífamt skoðanir sem eru vægast sagt einkennilegar og byggjast á vafasömum forsendum. Greinamar sem erindin byggðust á er að finna á vefsíðunni landbunadur.is. Hér verður fjallað um annað þeirra, en hitt í næsta blaði. í erindinu "Áhrif beitar á gróður- far og landslag" fjallar Anna Guðrún Þórhallsdóttir m.a. um breytingar sem verða á gróðri þegar langvara- ndi beit er aflétt. Niðurstaða hennar, að líkleg útkoma verði víða endur- koma birkikjarrs, þarf ekki að koma á óvart. Skógræktarmenn hafa lengi haldið þessu ffam og sannfært þorra þjóðarinnar um að æskilegt væri að auka útbreiðslu birkiskóga. Nýmæl- ið er að Anna Guðrún telur þetta óheillavænlega þróun; allt að því yfirvofandi landsspjöll. Það virðist á einhvem óskiljanlegan hátt hafa farið ffamhjá henni að hún býr í nán- ast skóglausu landi og að á Islandi er það gróður- og jarðvegseyðing sem eru umhverfisvandamál en alls ekki gróska og sjálfgræðsla skóga. I þessu sambandi er vert að benda á að birki þekur um 1,2% af flatarmáli landsins og aðeins 0,2% myndi teljast "skógur" samkvæmt skógar- skilgreiningu FAO. Samkvæmt rof- flokkun Rala og Landgræðslunnar, á sér stað "nokkurt", "talsvert", "mik- ið" eða "mjög mikið" rof á samtals tveimur þriðju hlutum af flatarmáli landsins. "Geigvœnleg" framtíðarspá Anna Guðrún er afar bjartsýn, lfá sjónarmiði skógræktar, og telur að búast megi við „að sjá 2-3 m háan birkiskóg á láglendi á næstu 40 ámm, þar sem ffæregn er til staðar" og „að nokkrum áratugum liðn- um...munum við sennilega kalla eftir meiri beit til að viðhalda opnum í landi og „fjölbreyttara" gróðurfari, eins og hinar Norðurlandaþjóðimar gera nú." Vissulega er birki og víðir að breiðast út á allmörgum beitar- ffiðuðum svæðum, en það er stórt stökk að heimfæra slíkt yfir á lág- lendi Islands yfirleitt. Skoðun Önnu Guðrúnar virðist byggja á þeirri vafasömu ffamtíðar- spá að verulega eigi eftir að draga úr sauðfjárbeit í ffamhaldi af samdrætti undanfarinna ára. En sauðfjárrækt á íslandi hefur ekki dregist saman á undanförnum árum. Staðreyndin er sú að samdráttur varð fyrir um 20 árum síðan en síðastliðin 10 ár hafa litlar breytingar orðið á stærð ís- lenska sauðfjárstofnsins, sem er nú af svipaðri stærð og hann var á fyrri helmingi 20. aldar. Önnur forsenda spárinnar byggist á því að hér á landi muni hlýna á næstu áratugum og að við því verði að bregðast með aukinni beit, svo búsetulandslagið spillist ekki. En hér hefur hitinn enn ekki náð því sem var á árunum 1930-60 og sum iíkön spá kólnun hér, eða a.m.k mjög lítilli hlýnun. Hvort veðurfar á Islandi fari hlýnandi eða kólnandi í ffamtíðinni veit í raun enginn, en fátítt er að viðbrögð við ófyrirsjáanlegum loftslagsbreyt- ingum séu skipulögð með margra áratuga fyrirvara. En stenst „lirakspáin "? Svo vill til að við höfúm góða mælingu á útbreiðsluhraða birkis. Hallormsstaðaskógur var kortlagður 1906, um það leyti sem hann var ffiðaður fyrir beit, og svo aftur 90 árum seinna. Á þeim 90 árum breiddist birki yfir rúmlega 300 ha (3 ferkílómetra) lands eða um tæpa 3 ha á ári að jafhaði og flatarmál skógarins rúmlega tvöfaldaðist. Þrátt fyrir þessa útþenslu birkisins og nánast algjöra beitarffiðun í heila öld eru enn opin ijóður víða innan Hallormsstaðargirðingarinnar. Á Hallormsstað eru einhver bestu skógræktarskilyrði á landinu, víðast annars staðar eru þau lakari og því sjálfgræðsla skógar líkleg til að verða hægari. En gefúm okkur þó að tvöföldunartími annarra birki- lenda sé ein öld. Þá munu 1200 km2 bætast við birkilendi íslands eftir einnar aldar beitarffiðunar og skógarþekja þá orðin 2,5% af flatar- máli íslands. Anna Guðrún ber ís- land saman við Svíþjóð þar sem þekja skógar er 66% af flatarmáli landsins. Höldum hugarleikfiminni áffam. Með ofangreindum út- breiðsluhraða birkilendis (1200 km2 á öld) mun það taka 2200 ár að ná 66% skógarþekju á láglendi íslands. Með tvöfoldun á hverri öld mun það taka 400-500 ár, ekki „nokkra áratugi". En algjör beitarffiðun er ekki fyrir hendi á Islandi og verður tæpast á meðan byggð helst í landinu. Við munum ekki ná 66% skógarþekju á láglendi íslands, ekki eftir 500 ár, ekki einu sinni eftir 2200 ár. Fyrirliggjandi gögn úr fjarkönn- un (sjá mynd) benda ekki til að gróður á Islandi sé að aukast og þéttast síðustu áratugi í sama mæli og er að gerast t.d. á hinum Norð- urlöndunum. Sem sagt; að því gefhu að einhveijir líti á mikinn gróður sem vandamál, virðist vandamálið ekki vera fyrir hendi. Allra síst þegar ísland er borið saman við flest önnur lönd á norðurhveli jarðar, þar sem aukning grósku hefúr verið mikil undanfama áratugi. "Hrakspá" Önnu Guðrúnar (eða "bjartsýnisspá", eflir því ffá hvaða sjónarhomi litið er á málið) um að eftir nokkra áratugi munum við standa ffammi fyrir sama „vandamáli" og Svíar; að hér verði skógur farinn að útrýma tegundum sem háðar em beit, á hreinlega ekki við rök að styðjast. Niðurstaða okkar er sú að Hvanneyrarprófessorinn geri sig seka um "rökvillu prófessors Al- tungu" Voltaires: að hlutimir eigi ekki að vera öðmvísi en þeir em úr því þeir em ekki öðmvísi en þeir em! Úr því ísland er tötmm klætt, á það að vera tötmm klætt og stefha ber að því að það verði áffam tötmm klætt! Við höfnum þessari nauðhyggju sem hverri annarri firru. Þröstur Eysteinsson og Adalsteinn Sigurgeirsson Höfundar eru fagmálastjóri Skógræktar rikisins og forstöðumaóur Rannsóknastöðvar skógrœktar - Mógilsá Eigum kjötsagir og hakkavélar á lager. Drykkjarstútar fyrir gripi. NORDPOST PÓSTVERSLUN Árnarberg ehf OPIÐ 09:00 -17:00 sími 555 - 4631 & 568 - 1515 Dugguvogi 6-104 Reykjavík Sáðvörur Tegund Yrki Sáðmagn Veröpr.kg Pöntun kg/ha í sekkjum* Ráðgjöf byggð á reynslu S tarfsmenn MR búa að áratuga reynslu og þekkingu í innflutningi og meðferð á sáðvöram. Við val á sáðvömm geta margar spumingar vaknað því aðstæður ráða hvaða fræ hentar á hverjum stað. Mismunandi þarfir Til að bændur nái sem bestri nýtingu á sáðvömm miðlum við reynslu okkar og annarra t.d. um hver sé besti sáðtíminn, hvaða sáðmagn gefur besta uppskem og hver sé endurvöxtur mismunandi stofna. Bændur athugið * A vefsíðum okkar mrf.is em upplýsingar um grasfræ og þar er hægt að gera pantanir. Æt Grasffæblanda K 25 430,- Vallarfoxgras Vega 25 316,- Vallarfoxgras Engmo 25 296,- Vallarfoxgras Grindstad 25 375,- Vallarsveifgras Sobra 15 340,- Túnvingull Reptans 25 255,- Fjölært rýgresi Baristra 35 245,- Fjölært rýgresi Svea 35 245,- Háliðagras 25 1250,- Sumarhafrar Sanna 200 70,- Vetrarhafrar Jalna 200 68,- Sumarrýgresi Barspectra 35 185,- Sumarrýgresi Clipper 35 170,- Vetrarrýgresi EF 486 Dasas 35 170,- Vetrarrýgresi Barmultra 35 185,- Bygg 2ja raða Gunilla 200 49,50,- Bygg 2ja raða Filippa 200 49,50,- Bygg 2 ja raða Skegla 200 53,- Bygg 2ja raða Saana 200 70,- Bygg 6ja raða Arve 200 63,- Bygg 6ja raða Olsok 200 68,- Bygg 6ja raða Ven 200 66,- Sumarrepja Pluto 15 850,- Vetrarrepja Barcoli 8 168,- Vetrarrepja Emerald 8 190,- Fóðurmergkál Maris Kestrel 6 1.385,- Fóðumæpur Barkant 1,5 590,- Rauðsmári Bjursele 765,- Mjólkurfélag Reykjavíkur Áætlað verð án vsk* Korngarðar5 • 104Reykjavík Símar: 5401100 • Fax: 5401101 • www.mrf.is Réttar sáðvörur tryggja góða rœkt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.