Bændablaðið - 25.02.2003, Síða 18

Bændablaðið - 25.02.2003, Síða 18
18 Bændoblaðið Þridjudagur 25. febrúar 2003 Landstilutum mismunaO varðandi styrki fli menningarmála Á vefsíðu Skessuhoms segir: I'orsvarsmenn menningar- stofnana á Vesturlandi, svo og sveitarstjómarmenn, em ekki alltof kátir með úthlutun styrkja til menningarmála á Vesturlandi samkvæmt ljárlögum. Samkvæmt samantekt sem unnin var af markaðsskrifstofu Akranesbæjar úr fjárlögum fyrir árið 2003 em styrkir til safna á Vesturlandi 10,2 milljónirá árinu. Ef borið er saman við aðra landshluta er Vesturland langlægst. Næst kemur Austurland með 30 milljónir og Vestfirðir með 44,2 milljónir. Styrkir til safna á Norðurlandi eru 54,2 milljónir og söfn á Suðurlandi fá 63,5 milljónir. Af landshlutum utan höfuðborgar- svæðisins eru söfn á Reykjanesi í toppsætinu en þau fá sfyrki sem nema 73,9 milljónum króna. Söfn í Reykjavík fá síðan langstærsta styrkinn eða samtals 301,3 milljónir. Framleiða mjólkursíur ag júgurþvotteklúta Á myndinni hér aö ofan má sjá Kristinu Björnsdóttur starfsmann Plastiöjunnar Bjargs-lðjulundar á Akureyri að sauma mjólkursiur sem bændur þekkja af langri reynslu. Og þaö er Nanna Haraldsdóttir (t.h.) sem er að raöa siunum í kassa. Þrátt fyrir allt hefur PBI haldið stööu sinni í sölu á mjólkursíum og sifellt meira selt af löngum síum. PBI framleiðir einnig júgurþvotta- klúta. Fjósaskoðun dýralækna Á fundi LK á Akureyri nú í haust komu fram verulegar athuga- semdir við vinnubrögð við fjósa- skoðun hér á þínu svæði. Þar sem samkvæmt lögum um þau mál er ábyrgðin héraðsdýralæknis vil ég biðja þig að svara nokkrum athugasemdum sem við teljum að ekki hafi komið viðunandi svör við. Á þessum fundi kvörtuðu bændur yfir óvönduðum vinnu- brögðum við framkvæmd ijósa- skoðunar. Það versta í þessari um- ræðu var það að allir sem tóku til máls höfðu sömu sögu að segja. Lítil sem engin skoðun fór ffam. Því langar mig að spyrja hvemig þú getur gefíð út mjólkursöluleyfi byggt á jafn hæpnum upplýsing- um. Afraksturinn af þessum heim- sóknum er ekki annar en sá að bændur borga um 14 þús. krónur fyrir marklausan pappír sem ekkert segir um stöðu mála, að minnsta kosti ekki hér hjá okkur og ég geri ekki ráð fyrir að bændum sé mis- munað við þetta eftirlit. Eins og framkvæmdin er hér er enginn hagnýtur ávinningur af skoðuninni fyrir bændur. Ef þessi skoðun á að veita öryggi er gildið ekkert! Hún segir ekkert um ástand mála, en eins og yfirdýralæknir segir þá á hún að "vitna um ástand á hverjum bæ á þeim tíma sem skoðun fer fram". Hvers virði er "skoðun" þar sem form er fvllt út í m jólkiirln'isi án allrar skoðunar að sumri til op nánast engir gripir í fjósinu? Dæmi um óvönduð vinnubrögð eru að gefið er gott fyrir ástand klaufhirðu, steyptan flór og rimlaflór, einnig húsaskjól fyrir sjúka útigangsgripi sem við þó eigum enga, hvað þá heldur skjól fyrir þá. Með lind og yfirborðsvatn í lagi, en tökum vatn úr borholu. Þá langar mig til að vita hvaða tækni er notuð til að mæla "Hvorl varhugaverðar loft- tegundir séu í fjósinu, (4. gr.") þegar það er nánast tómt? í síðasta fféttabréfi ffá Ráð- gjafarþjónustu í landbúnaði hér á Akureyri er ffétt ffá Búgreinaráði BSE í nautgriparækt. í þeirri ffétt eru nokkur atriði sem þarfnast frekari útskýringa. Halldór yfir- dýralæknir segir í samtali sem ég Opið bréf frá Guðmundi J. Guðmundssyni til Olafs Valssonar héraðsdýralæknis vegna fjósa- skoðunar 2002 átti við hann að gjaldskráin hafi verið sett í febrúar árið 2000 og eins og aðrar opinberar giald- skrár ákvörðuð samkvæmt kostnaði. Eftir þér er haft í áðumefndu fféttabréfi að vinnuþátturinn sé ekki allur sýnilegur fyrir fram- leiðandann. Því fer ég fram á að þú útskýrir fyrir mér og öðrum hvemig 10 mínútna skoðun, sem að mestu fór fram í mjólkurhúsinu, geti kallað á 2.8 tíma vinnu. Við skulum gefa okkur 20 mín í milli- ferðir þannig að eftir standa þá 2 tímar og 15 mínútur. Ég var 4 mínútur að fylla út listann eins og gert var hjá okkur með því að krossa á sama stað í alla reiti hans hvort sem viðkomandi atriði var til staðar eða ekki, í lagi eða ekki. Ekki er eðlilegt að allir eigi að greiða sama gjald hvort sem allt er í lagi eða ekki. Því eins og áður segir er þetta opinber gjaldskrá ákvörðuð samkvæmt kostnaði. Því hlýtur gjaldið að verða annað hjá þeim sem þarf að heimsækja oftar. Ég get ekki séð í 13. gr. reglu- gerðar nr. 438/2002 sem fjallar um skoðunina að gert sé ráð fyrir öðm en að héraðsdýralæknir sjái um það ef þarf að beita þvingunar- ákvæðum. Þar er hvergi stafur um að þeir sem allt er í lagi hjá greiði niður kostnað fyrir hina. í fréttabréfmu segir: Að úr- bótum sé raðað í mismunandi for- gangsröð eftir framleiðendum. Hvemig í ósköpunum er hægt að hafa mismunandi forgangsröð hjá ffamleiðendum og gera ráð fyrir því að útkoman verði trúverðug, að ég segi ekki marktæk. Hvemig getur þú t.d. fært sannfærandi rök fyrir því að Jón Jósson þurfi sal- emi í fjósið en séra Jón Jónsson ekki? Sérstaklega með tilliti til þess að í reglugerðinni segir: "Héraðsdýralœknar skulu, hver í sínu umdœmi, hafa eflirlit með því að ákvœðum reglugeróar þessarar sé framfylgt. Héraðsdýralæknar skulu reglulega sœkja sérstakt námskeiö á vegum yfirdýralœknis og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, til samrœmingar á eftirliti samkvœmt reglugerð þessari." Ætlar héraðsdýralæknir að taka á sig ábyrgð á ástandi mála eftir svona kák. Það er eina orðið yfir svona vinnubrögð og munu fleiri bændur tilbúnir að vitna um svip- uð vinnubrögð, eins og berlega kom ffam á fúndi LK. í áður nefndri reglugerð er líka gert ráð fyrir að þeir sem fara á milli Qósa gæti hreinlætis "...dvra- læknar.... oe aðrir sem koma í miólkurhús op/eða fíós skulu væta vtrasta hreinlœtis til að koma í veg fvrir að smit berist í fiósið." Því spyr ég: Hver er kostnaður em- bættisins vegna þessa við fjósa- skoðunina? Þ.e. notkun á einnota skóhlífum og yfirhöfhum, og sótt- hreinsun þegar farið er yfír sótt- vamarlínuna sem skiptir t.d. Eyja- fjarðarsveit eftir endilöngu? Var hann kannski enginn? Ekki var neitt af því tagi notað hjá okkur og er þó hvom tveggja til taks í fjósinu. Að lokum þetta: Ef þér finnst þú eða embættið verða fyrir að- kasti með þessum spumingum þá er það ekki ætlunin heldur finnst mér að embættismenn eigi að þola rökstudda gagnrýni sem snýr að störfum þeirra sem embættis- manna en ættu að geta haldið einkaskoðunum sínum þar fyrir utan. Bændur hljóta að eiga rétt á sanngjarnri umræðu, og vandaðri og markvissri skoðun sem byggir á faglegum vinnubrögðum sem þá í leiðinni geta síað þá ffá sem ekki hafa metnað til að standa vel að framleiðslu matvæla. Það þarf að vera markmið bænda að hafa hlutina í sem bestu lagi og er þetta eftirlit, ef vel er að staðið, góður vettvangur til þess að bændur og effirlitsaðilar geti farið saman yfir stöðuna og komið málum í sem best horf. Við þurfúm ekki málamynda- gjöming sem ekkert er byggjandi á. Með vinsemd og virðingu. Guðmundur Jón Guðmundsson Óðinn Örn Jóhannsson, búfræðikandídat, hefur verið ráðinn búfjáreftir- litsniaður í Rangárvalla- sýslu og hefur þcgar tekið til starfa. Óðinn Örn útskrifaðist frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri vorið 2001 og hefur síðan m.a. starfað við kennslu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi. Óðinn Örn er sunnlenskum bænd- um ekki með öllu ókunnur, en hann var sl. haust m.a. í sauðfjárdómum og úttektum jarðabóta fyrir Búnaðarsam- bandið. Nýttstarf Óðinn Öm sagði í samtali við tíðinda- mann Bændablaðsins að búQáreffirlit það sem hann er að taka að sér væri samkvæmt lögum nr. 103 frá árinu 2002 og væri því um nýtt starf og ómótað að ræða. Inn í þetta nýja starf kemur forðagæsla, sem áður var sjálfstætt starf. Auk þess ber búfjár- eftirlitsmanni að hafa eftirlit með ásigkomulagi skepnanna og öllum aðbúnaði þeirra. Síðan ber honum að gefa skýrslu vor og haust. Óðinn Öm mun vera fyrsti maðurinn sem ráðinn er til starfa samkvæmt þessum nýju lögum. „Mér telst til að það séu 468 bæir sem ég þarf að heim- sækja. Menn vita ekki enn hve langan tíma skoðunin tekur, en gert hefúr verið ráð fyrir því að tveir tímar dugi á hveijum bæ. Það verður svo bara að koma í ljós eins og margt annað varð- andi þetta ómótaða starf. Ég mun starfa í samstarfi við héraðsdýralækni á Suðurlandi og héraðsráðunautinn," sagði Óðinn Öm. Haustskoðun: Samkvæmt lögunum ber bú- fjáreftirlitsmanni að senda út haustskýrslu í síðasta lagi þann 1. nóvember og skal sú skýrsla berast aftur úttyllt af umráðamanni búfjár í siðasta lagi þann 20.nóvember. Hafi skýrsla ekki borist fyrir tilskilinn tíma skal viðkomandi heimsóttur á tímabilinu 20.nóv. til 20.des. og ber þá af því allan kostnað samkvæmt gildandi gjaldskrá. Vetrarskoðun: Búfjáreftirlitsmaður skal á hverjum vetri fyrir IS.apríl fara i eftirlitsferð til allra umráðamanna búfjár og líta eftir húsakosti, fóðrun og aðbúnað. RaforkuverO til landbúnaðar Bændur vilja lá ralorkuverð lækkaO Fyrir Búnaðarþingið, sem hefst eftir nokkra daga, vrður lagt erindi frá Búnaðarsamtökum Vesturlands þar sem því er beint til Bændasamtaka íslands að þau freisti þess að gera rammasamning við RARIK og/ eða önnur orkufyrirtæki um sérstök kjör á raforku til landbúnaðar. Bent er á að raforku- verð hafi úrslitaáhrif á arðsemi ýmissa bú- greina, eins og fram- leiðslu ýmis konar gróð- urhúsaafurða með að- stoð lýsingar og kom- rækt þar sem kom er þurrkað. Einnig er bent á að kæling mjólkur og rekstur loftræstikerfa gripahúsa sé orkuffekur og aukin tæknivæðing kalli á orku- frek tæki. Bændur benda á að víða njóti fyrirtæki hagstæðra raforku- samninga við raforkusala og verð sé þar umtalsvert lægra en al- mennir taxtar. Aukin raforkunotkun i landbúnaði Eiríkur Blöndal, framkvæmda- stjóri Búnaðarsamtaka Vestur- lands, segir að landbúnaðurinn í heild noti mikla raforku. Því telji menn sjálfsagt að ffeista þess að landbúnaðurinn fá lægra raforku- verð til sinnar ffamleiðslu. „Kom- rækt hefúr stóraukist hér á landi hin síðari ár og talsverð raforka er notuð við að þurrka komið. Hátt raforkuverð og skortur á þrífasa rafmagni má ekki hamla eðlilegri tæknivæðingu í landbúnaði. Til gamans má hér þó benda á að þó nokkur áhugi er meðal bænda á starfs- væði okkar að virkja minni vatnsöll. Samtök raforkubænda hafa hér unnið brautryðjendastarf og nú á næstunni mun Orkustofnun kanna að- stæður hjá nokkrum bændum og aðstoða menn við að meta virkjunarkosti," sagði Eiríkur. VÉLAVAL-Varmahlíö hf S: 453 8888 fax: 453 8828 vefur: www.velaval.is netpóstur: velaval@velaval.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.