Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 4
4
Bændabladið
Þriðjudagur 25. febrúar 2003
RannsöknH
eðli og
umfangi
greinarinnar
Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra, heimsótti starfsfólk
Ferðaþjónustu bænda á
dögunum og ræddi við það um
starfscmi skrifstofunnar. Fram
kom hjá ráðherra að á sínum
tíma hefði hann staðið að skipan
nefndar sem síðar skilaði
skýrslu um framtíð ferða-
þjónustu á vegum bænda. Nú
hefur ráðherra ákveðið að láta
vinna rannsókn á eðli og
umfangi greinarinnar.
„Þessi ákvörðun ráðherra er
mjög mikilvæg fyrir okkur. Við
þurfum að safna saman helstu
upplýsingum um rekstur
greinarinnar á landsvísu. Að
sjálfsögðu liggja fyrir tölur
varðandi fjölda gistinátta sem
skrifstofan selur en við höfum
ekki tölur yfir það sem er bókað á
bæjunum. Við þurfum að vita um
fjölda ársverka, heildarfjölda
gistinátta og heildarveltu. Þá er
dýrmætt að fá upplýsingar um
dreifmgu gistinátta eftir
landshlutum og árstíðum," sagði
Sævar Skaptason, framkvæmda-
stjóri Ferðaþjónustu bænda. „Við
þurfum að geta gert okkur grein
fyrir stærð þessar búgreinar til að
auðvelda áætlanagerð, en auk þess
skiptir miklu að stjómvöld viti
hverju ferðaþjónusta á vegum
bænda skilar í þjóðarbúið."
Sifellt fleiri vilja
gerast félagar í Fb
Fram kom hjá Sævari að nýir
aðilar væru stöðugt að hafa
samband við Fb og kanna
möguleika á því að gerast félagi í
Fb. En hver er ástæðan? Sævar
sagði að þar réði einkum tvennt.
Annars vegar sú staðreynd að
þegar Fb bókar gistingu hjá
bændum væri skrifstofan ábyrg
fyrir greiðslu þó svo viðskipta-
vinurinn stæði ekki í skilum.
Gæðaeftirlit Ferðaskrifstofú
bænda og fræðsla á hennar vegum
hefði líka sitt að segja varðandi
vaxandi áhuga bænda. „Jafnframt
vilja menn að sjálfsögðu nýta sér
þau tengsl sem skrifstofan hefúr
náð við erlenda aðila," sagði
Sævar að lokum.
„Ég lít á ferðaþjónustu bænda
sem mikilvægan þátt í íslenskum
landbúnaði. Þessir bændur kynna
gestum okkar landið, menninguna
og afurðir landbúnaðarins," sagði
Guðni. „Ég hef lagt áherslu á að
landbúnaðurinn hvíli á fleiri
stoðum én hann hefur gert.
Ferðaþjónustan er nýr og
mikilvægur liður."
Fullkominn þjöfavarnarbúnaOur 01 lyrir úOhús og grúOurhús
Skynjari sem greinir
i milli menns og dýra
Fréttir af þjófnaði og skemmdum á sumarhúsum og innbrotum og
þjófnaði á lömpum úr gróðurhúsum hafa vcrið tíðar sfðustu
misserin. Menn spyrja eðlilega hvort engar varnir séu til gegn
þessum ófögnuði. Sjálfsagt verður aldrei hægt að komast endanlega
fyrir innbrot og þjófnaði en það er samt ýmislegt hægt að gera til
varnar. Þjófavarnarbúnaðurinn er sífellt að verða fullkomnari og
kostnaðurinn við fullkominn búnað liggur á bilinu 100 til 200
þúsund krónur en hægt er að fá einfaldari búnað á allt niður í 40-50
þúsund krónur.
Öryggismyndavél
tengd vió sjónvarp
Magnús Sigurjónsson, hjá
öryggisgæslufyrirtækinu Securitas
ehf, var spurður um öryggiskerfi
fyrir sveitabýli. Hann sagði að
bændur væru í auknum mæli að
koma sér upp öiyggiskerfúm.
Nefndi hann sem dæmi mynda-
vélakerfi sem sett eru upp í fjósum
og tengd við magnara inn í stofu
og þaðan í heimilissjónvarpið. Þar
með getur fólk fylgst með öllu sem
er að gerast í fjósinu eða því
útihúsi sem skynjarinn er settur
upp í. Svona kerfi hefur verið sett
upp á sveitabýlum.
Á nokkrum stórum búum
hefúr Securitas ehf. sett upp bruna-
skynjara og brunávamarkerfi í
allar byggingar. Slík kerfi gera
viðvart í heimasíma, GSM síma, í
stjómstöð Securitas eða eitthvað
annað eftir því sem það er tengt.
Þjófar hafa verið iönir við að stela
lömpum úrgróðurhúsum.
Greinir mun
á mönnum og dýrum
Magnús segist ekki vita til
þess að Securitas ehf. hafi sett
upp innbrotakerfi á sveitabýli, en
þau em til. Hann segir að meira
að segja sé til það sem hann
kallaði dýraskynjara. Hann virkar
þannig að ef húsdýrin fara um
gerist ekkert en urn leið og maður
gengur inn fyrir fer kerfið í gang.
Fullkomin þjófavamarkerfi er
gott að hafa á sveitabýlum ef
heimilisfólkið þarf að bregða sér
af bæ.
Mikið hefúr verið um innbrot
í gróðurhús síðustu mánuðina og
úr þeim stolið lömpum. Magnús
var spurður hvaða þjófavamar-
kerfi væm til að setja upp í gróð-
urhúsin.
„Gróðurhúsaeigendur ættu að
fá sér innbrotavarnarkerfi. Þar er
um að ræða freyðinema, rúðu-
brotshlustara eða hurðasegul.
Þetta er tengt stjómstöð, hvort
heldur er hjá okkur eða annars
staðar. Kerfmu fylgir stöð og
lyklaborð og hægt er að forrita
hringjara þannig að hann hringi í
ákveðin símanúmer. Ef ekki
svarar í fyrsta númeri þá hringir
hann í næsta númer og þannig
koll af kolli þar til svarar í ein-
hverju þeírra númera sem sett
hafa verið í minni hans. Sömu-
leiðis er hægt að láta bjöllu
hringja um leið og síminn hringir
og líka bjöllu sem komið er upp
utan við húsið sem verið er að
brjótast inn í," sagði Magnús.
Það er því ýmislegt sem
stendur fólki til boða í þessum
efnum og fúll ástæða fyrir bændur
að kynna sér þessi mál vel.
Umræða um rjúpu, friðun
hennar eða veiðar, var allmikil á
liðnu hausti. Samkvæmt rann-
sóknum Ólafs K. Nielsen, fugla-
fræðings, kemur fram að
rjúpnastofninn er í sögulcgu
lágmarki og telur hann að
rjúpan ætti að vera á válista um
tegund í yfirvofandi hættu. Um-
ræða um ástand rjúpnastofnsin
hefur farið fram á Alþingi og
lagði umhverfisráðherra m.a.
fram frumvarp um málefni
rjúpunnar sem er enn í með-
forum þingsins. Skoðanir virðast
skiptar á því hvað sé til ráða.
Bændablaðið leitaði til Árna
Snæbjörnssonar, hlunninda-
ráðunautar og spurði hann um
viðhorf bænda.
"Allir bændur sem ég hef rætt
við, sagði Ámi, eru sammála um
það að óvenju lítið er afrjúpu. Á
sumum svæðum tala menn um al-
gjört hrun í stofriinum, aðrir telja
ástandið sé mjög slæmt, þótt ekki
sé um algjört hrun að ræða. Allir
virðast sammála um að grípa verð-
ur til róttækra aðgerða. Þar komi
einungis til greina umtalsverða
friðun ffá því sem nú er, þ.e. veru-
leg stytting veiðitímans, eða al-
gjört veiðbann í nokkur ár. Flestir
telja algjöra ffiðun í nokkur ár einu
lausnina. Á ferðum mínum að
undanfömu hef ég einungis séð
eina ijúpu, sem einhvem tíma
hefðu þótt tíðindi. Áður var
algengt að sjá þessa fúgla á flögri
við eða meðffam vegum. Þetta
segir hins vegar ekkert um ástand
stofnsins. Hitt er augljóst að allir
bændur sem spurðir era virðast
sammála um að óvenjulítið er af
rjúpu og sumir telja hana nánást
horfha af.stórum svæðum." sagði
Ámi.'
Landbúnaðarráöherra á skrifstofu Fb. Frá vinstri: Guðni Ágústsson, Sævar Skaptason, Erla Gunnarsdóttir, Nanna Bergþórsdóttir, Sigríöur Björnsdóttir,
Oddný B. Halldórsdóttir, Fanný B. Miller Jóhannsdóttir, Anna Katrín Hreinsdóttir. Við skrifborðið situr Erla Petersen.
Fólk í dreifbýlinu hefur fram til
þessa átt í hinum mestu vand-
ræðum með Intcrnettengingu hjá
sér og hafa margir aðeins aðgang
að því í gegnum símalínur með
allt of litla flutningsgetu. ISDN
stendur þeim einum til boða sem
eru í innan við 10 km fjarlægð frá
magnara og er þá miðað við fjar-
lægð eftir vegi en ekki beina loft-
línu.
Nú býðst þeim sem ekki hafa
aðgang að ASDL hágæðatenging
með móttökudiski í gegnum gervi-
hnött og fylgja með að auki 20
erlendar sjónvarpsstöðvar. Með
þessari tengingu skiptir engu máli
hvar fólk býr. Um er að ræða tvenns
konar kerfi í þessu sambandi.
Annars vegar er það diskur sem
Internetið um gervihntítt
aðeins tekur á móti tölvupósti. Sá
diskur kostar 29.900 krónur hjá
fyrirtækinu Svari og mánaðargjald
af honum er ffá 3.500 krónur og upp
í 26.000 krónur og fer eftir því hve
sterkur diskurinn er.
Hinsvegar eru það diskar sem
bæði taka á móti tölvupósti og
senda hann líka. Þeir kosta 199.900
krónur hjá Svari. Margir aðilar gætu
sameinast um slíkan disk og haft af
honum not en notendur verða að
vera í sjónlínu við diskinn. Leiti má
ekki bera í milli. Kostnaðurinn
myndi þá dreifast á marga aðila.
Bjöm Anton Einarsson í Búðar-
dal (sjá meðfylgjandi mynd) hefúr
komið sér upp diski sem tekur við
tölvupósti. Hann segir að svona
diskur, sem kostar 29.900 krónur
sem áður segir, myndi gagnast
bændum mjög vel hvað varðar að
sækja sér efni á Intemetinu og það
gangi mjög hratt. Að auki fengi fólk
mikið sjónvarpsefni. Þeir sem era
um ISDN og myndu breyta þeirri
tengingu í tvítengda ISE)N, sem
kostar 500 krónur á mánuði, gætu
þá verið með tvítengt háhraða
Intemet. Sendingamar verða alltaf
hægar en það gengur mjög hratt
fyrir sig að sækja efni.
Bjöm segir að margir aðilar í
Dölunum séu að skoða þennan
möguleika og á tveimur bæjum
hefúr þegar verið tekin ákvörðun
um að kaupa diskinn sem aðeins
tekur á móti tölvupósti. Greinilegt
er af þessu að nýir möguleikar era
að opnast fyrir fólk í dreifbýlinu
varðandi Intemettengingu.