Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið Þriðjudagur 29. april 2003 Sumarið 2001 hófst á vegum Hestamiðstöðvar Islands, Sam- taka ferðaþjónustunnar og Hólaskóla rannsóknar- og þróunarverkefnið Gæði í hesta- tengdri ferðaþjónustu. Um er að ræða þriggja ára verkefni þar sem leitast er við að rannsaka væntingar og upplifun gesta í stuttum og löngum hestaferðum á lslandi svo sem varðandi hestakost, þjónustu og aðbúnað í ferðum ásamt ástæðum þess að fólk kýs slíkar ferðir umfram aðra afþreyingu. Verkefninu lýkur vorið 2004. Annar hluti verkefnisins snýr að ferðaþjónustuaðilunum sjálfum og felst í vinnslu ffæðsluefnis fyrir rekstraraðila í hestatengdri ferða- þjónustu, m.a. í formi gæða- handbókar sem áætlað er að verði tilbúin er verkefninu lýkur vorið 2004. Einnig bjóða Hólaskóli og Hestamiðstöð Islands þátttak- endum í verkefninu, sem nú eru 31 talsins víðs vegar um landið, upp á námskeið sem tengjast rekstrinum á einn eða annan hátt. Öllum sem reka hestatengda ferðaþjónustu stendur enn til boða að taka þátt í verkefninu. Tímafrek gagnasöfnun Ingibjörg Sigurðardóttir er starfsmaður verkefnisins. Hún segir að tímaífekasti hluti verk- efnisins sé gagnasöfnun frá gestunum sem nýta þessa þjónustu þau þrjú sumur sem verkefnið stendur yfir. Leitast er við að fá sem mest af gögnum svo þau séu marktæk. Spumingalistinn, sem lagður er fyrir gesti og þeir beðnir að svara, er mjög ítarlegur og sagði Ingibjörg að vonast væri til að hægt yrði að vinna miklar og gagnlegar upplýsingar úr svörun- um. Annars vegar er um að ræða spumingar fyrir stuttar og hins vegar langar hestaferðir. „1 lokin mun ég svo skrifa gæðahandbók fyrir starfsmenn á hestaleigum og vonast ég til þess að geta lokið henni næsta vetur. Hún mun nýtast rekstraraðilanum sjálfum og starfsfólki hans. Ég vonast til að geta unnið hluta af gæðahandbókinni í sumar og af- hent hestaleigunum. Þar verður um gmnn að ræða sem leigumar geta þá bætt við því sem er sérstakt fyrir þeirra starfsemi," sagði Ingi- þjörg. Símenntun Haldið hefúr verið námskeið sem heitir Öryggis- og trygginga- mál í hestatengdri ferðaþjónustu og er liður í símenntun þeirra sem standa að hestatengdri ferða- þjónustu. I haust verður síðan haldið annað námskeið í markaðs- ffæðum þjónustugreina þar sem unnið verður með gögn úr rann- sóknum síðustu sumra. Ingibjörg var spurð að því hvort í þeim svömm gesta sem þegar hafa fengist kæmu fram ein- hverjir ágallar í þessari þjónustu- grein. Hún segir að lítið sé farið að vinna úr gögnunum sem komin em en þó sé ljóst að yfirleitt séu gestir ánægðir með þjónustuna. Aftur á móti hafa komið ffam í rekstrarkönnun, sem gerð var í upphafi hjá þeim sem reka þjónustuna, ákveðnir þættir sem eru ekki í nægilega góðu lagi. Öryggis- og tryggingamál „I þessu sambandi má nefna hluti eins og öryggis- og trygg- ingamál sem em víða þannig að menn vita ekki hvar þeir standa því erfitt er fyrir þá að fá fram skýr svör. Markaðsmálin eru alltaf nokkuð erfið. Þá er virðisauka- skatturinn snúinn hjá sumum. Það er vegna þess að menn em auk hestaleigunnar með hrossarækt, tamningar og fleira sem snertir hestamennsku og þetta blandast allt saman. Þama er nefhilega um ólík skattþrep að ræða sem greina þarf á milli og margar spumingar vakna og málið hið flóknasta. Við reynum að koma fólki til aðstoðar í þessu öllu saman með því að halda námskeið fyrir það sem hafa gengið vel. Eins ætlum við að koma leiðbeiningum inn í gæða- handbókina okkar," sagði Ingi- björg Sigurðardóttir. Á meðfylgjandi mynd er landbúnaðarráðherra að skrifa undir nýju reglugerðina. Hákon Sigurgrimsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu og Guðbjörg Runólfsdóttir, formaður skólanefndar fyigjast með. Bændablaðið/MHH Austur-Skaftafellssýsla Aukifi landbnot jðkuláa alvar- legt vandamál „Sannleikurinn er sá að land- brot er orðið stóralvarlegt mál sums staðar hér í Austur-Skafta- fellssýslu en allra verst er það við Jökuisá í Lóni. Þar eru bændur að tapa stórum lands- væðum. Það liggur Ijóst fyrir að Jökulsá fer í vestur og hefur þá útfall við Papós, ef ekkert verður að gert. Land sem eyðist við þetta er álíka stórt svæði og fer undir Hálslón við Kárahnjúka," sagði Örn Bergsson, formaður Landgræðslufélags Öræfinga. Öm segir að Landgræðslan hafi látið gera skýrslu eftir hina miklu vatnavexti þar eystra síðastliðið haust. Þar kemur fram að áætlaður kostnaður við vamar- aðgerðir, sem brýnt er að ráðast í, sé 53,9 milljónir króna við 21 vatnsfall í sýslunni. Þessari skýrslu segir Öm að hafi verið dreift til allra viðkomandi aðila í vetur en það hafi engin viðbrögð komið enn. Hann segir að væntanlegir þingmenn hins nýja kjördæmis hafi enn ekki látið sjá sig þar eystra þannig að ekki hafi verið hægt að hitta þá á fúndi til að ræða málin. Kotá og Virkisá hœttulegar „Hér í Öræfúm brennur mjög á okkur hvað Kotá og Virkisá em að brjóta mikið land. Ámar mynda aurkeilur fyrir framan brýmar og velta svo sitt hvom megin við keilumar og brjóta þar land. Síðustu árin hefúr verið gríðar- legur aurframburður í ánum vegna hlýnandi veðurfars og um leið eyðingu jökla. Margar brýr hér um slóðir em orðnar 30 til 40 ára gamlar og þær em að verða vanda- mál vegna þess hvað ámar hafa hlaðið upp miklum aurkeilum við þær," segir Öm. Aðalfundur Landgræðslufélags Öræfmga sem haldinn var að Hofgarði í Öræfúm 2. apríl sl. ályktaði um þetta mál og beindi ályktuninni til stjómvalda. Þar segir m.a.: „Hin mikla úrkoma haustið 2002 leiddi til mikilla flóða í nær öllum vatnsföllum í Austur-Skaftafellssýslu. Afleið- ingar þeirra vom m.a. umfangs- miklar skemmdir á fyrirhleðslu- görðum og mannvirkjum til vamar landbroti, ásamt gróður- skemmdum..." Verðmœt landsvœdi i hœttu "Fundurinn Ieggur áherslu á að ef ekkert verður að gert og ekki fæst aukið fjármagn ffá hinu opin- bera til vamaraðgerða munu víðáttumikil og verðmæt land- svæði verða fyrir skemmdum af völdum vatnanna. Ágangur vatna og skemmdir á nytjalöndum bænda, ræktun, girðingum og öðr- um mannvirkjum, rýra vemlega búsetuskilyrði í héraðinu..." Alyktunin var send Fjárlaga- nefnd Alþingis, þingmönnum kjördæmisins, landbúnaðarráð- herra, fjármálaráðherra, formanni landbúnaðamefúdar Alþingis, Landgræðslu ríkisins, Vegagerð- inni og bæjarstjóm Homarfjarðar. Vegleg sjjnlng II skngHu handverki Samband skagfirskra kvenna (SSK) varð sextíu ára 9. apríl sl. I tilefni af- mælisins var efnt til veglegrar sýningar á skagfirsku handverki í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Sýningin stóð yfir í eina viku og komu tæplega 600 gestir í Safna- húsið af þessu tilefni. Á sýningunni var margvíslegt úrval þess sem skagfirskar konur hafa unnið á síðustu árum og margt glæsilegra muna. Elsti gripurinn, altarisklæði frá Reykjum í Tungusveit sem talið er að hafi verið saumað á sextándu öld, var fengið að láni hjá Þjóðminjasafni íslands. Þrátt fyrir að klæðið „sé af vanefnum gert að því leyti að dúkurinn er settur saman úr bótum og munstrið gert úr pjötlum, tíningi og niðurklipptum gyllileður- bút",eins og dr. Kristján Eldjárn lýsti því á sínum tíma, vakti það mikla athygli gesta ekki síður en hinir nýrri munir sem gerðir hafa verið af meiri efnum og við aðrar aðstæður en voru þegar hin óþekkta hannyrðakona saumaði altaris- klæðið forðum. I ávarpi sem formaður SSK flutti við opnun afmælissýningarinar kom fram að nú eru 11 kvenfélög starfandi í Skagafirði og félagskonur eru 226. Einn af iostum liðum í starfi SSK er svokölluð vinnu- vaka. Þá koma félagskonur saman eina helgi og útbúa ýmsa muni og halda síðan basar og kaffisölu í lok vinnuvökunnar. Öllum ágóðanum er svo varið til líknar- eða menningarmála í héraðinu./ÖÞ Sigrún Aadnegard, formaður SSK, við opnun sýningarinnar. Til hliðar við Sigrúnu er altarisklæðið úr Reykjakirkju._______________ Bændablaðið/Örn

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.