Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið Þriðjudagur 29. april 2003 í fyrsta skipO á iundi hjá Bnnaðarsamtökum Vesturlands! Jökull Gislason sem sá dagsljós i fyrsta skipti hinn 7. febrúar fór aö sjálfsögöu meö móður sinni, Ragnhildi Siguðardóttur, á aöalfund Búnaöarsamtaka Vesturlands 11. apríl. Ekki þótti vafa undirorpiö að Jökull væri manna yngstur á fundinum. Þess má geta að piitur var vatni ausinn og gefið nafn á skírdag. Jökull býr á Álftavatni i Staðarsveit og á eflaust eftir að sækja marga bændafundi á Vesturlandi. ASalfundur BV heimilar stjórn aá llylja starf- semina að Hvanneyri Á aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands sem haldinn var á Hvanneyri 11. apríl sl. var sam- þykkt tillaga frá allsherjarnefnd um að heimila stjórn BV að flytja starfsemi sína frá Borgar- nesi að Hvanneyri. Var sam- þykkt að heimila stjórninni að ganga til viðræðna við Hvannir ehf. um kaup á húsnæði á Hvanneyri á grundvelli tilboðs Hvanna frá 17. febrúar 2003. Jafnframt heimilar aðalfund- urinn að eignarhluti BV í Borg- arbraut 61 í Borgarnesi verði seldur. Heimild þessi er háð því að niðurstaðan verði ekki fjár- hagslega íþyngjandi fyrir sam- tökin. Nokkur umræða varð um kosti og galla þess að flytja skrifstofur BV, einnig að meira ætti að koma fram um kostnað við það að flytja og vera áfram í sama húsnæði. Þröstur Aðalbjamarson flutti breytingartillögu þess efnis að stjóm samtakanna verði falið að kanna til hlítar húsnæðismögu- leika íyrir skrifstofu samtakanna. Jafnframt verði gerðar ljár- hagsáætlanir fyrir hverja þá áætlun sem upp kemur. í greinargerð með tillögunni segir „að ekki hafi allir mögu- leikar verið skoðaðir til hlítar, t.d. heíur ekki verið skoðaður sá möguleiki að byggja hentugt hús- næði. Félagsmönnum hefur ekki verið kynnt til hlítar hvaða áhrif þessi flutningur muni hafa á starf- semi félagsins. Það er því þess vert að stíga aðeins af jálknum og velta hlutunum aðeins betur fyrir sér." Nokkur umræða varð um til- löguna og skiptust menn á skoðun- um. Breytingartillagan var borin upp til atkvæða og var hún felld með 19 atkvæðum gegn 10. Sjá samþykktir fundarins á www.bondi.is VÉLAVAL-Varmahlíö m Sími 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is Er lil Evrðpuverfl ó mabaM Umræða um aðild íslands að Evrópusambandinu skýtur af og til upp kollinum hér á landi, misjafri- lega fyrirferðarmikil eins og gengur. Ein af þeim röksemdum fyrir ESB aðild, sem ofl er beint að al- menningi, er sú að matvælaverð hér á landi myndi lækka umtalsvert ef af yrði. Því til stuðnings er bent á að matvælaverð hér á landi sé um- talsvert hærra en innan ESB. Á síðasta ári var á vegum miðstjómar norrænna bændasam- taka (NBC), tekin saman skýrsla um verðmyndun matvæla og saman- burður á verðlagi milli landa. Margt fróðlegt er að finna í þeirri saman- tekt sem á erindi í umræðu um mat- vælaverð hér á landi. Eftirfarandi umfjöllun byggir að vemlegu leyti á henni. Er til Evrópuverð á matvœlum ? í skýrslu NBC er að finna samanburð á verðlagi á matvörum í núverandi aðildarlöndum ESB, ís- landi, Noregi og Sviss. Þegar verð- lag með VSK er borið saman er ís- land með næsthæsta verðið, og skipar sér á bekk með Noregi og Sviss (kunnugleg mynd). Mikill breytileiki er þó milli ESB landanna. Danmörk er 29% yfir meðalverði ESB. Næst á eftir koma Finnland og Svíþjóð, 13% yfir meðaltalinu. Hins vegar er matvælaverð í Grikklandi, á Spáni og í Portúgal rösklega 80% af meðalverði ESB. Innan ESB er því mikill breytileiki sem hlýtur að skýrast af öðm en landbúnaðar- stefnunni sem er sameignleg fyrir öll löndin. Virðisaukaskattur Það fyrsta sem verður fyrir til að skýra breytileika í matvælaverði er mismunandi virðisaukaskattur á matvörur. Innan ESB er hann allt frá því að vera enginn á almennar mat- vömr, í Bretlandi og írlandi, og upp í 25% í Danmörku. Þegar tekið hefur verið tillit til þessa breytist röð ESB landanna og Irland skýst upp á toppinn með 17% hærra verð en meðaltal ESB en Suður-Evrópu- löndin em áffarn með lægsta verðið, ríflega 80% af ESB verði. Framleiðendaverð Á Norðurlöndunum hefúr verð til bænda farið lækkandi á undan- fömum árum. Danska Landbmgs- rádet, sem em samtök framleiðenda búvara og fyrirtækja í vinnslu þeirra, hefúr t.d. skoðað þessa þróun grannt þar í landi. Á tímabilinu 1984 - 2001 lækkaði vísitala afúrðaverðs til bænda um rösklega 20% en á sama tíma hækkaði verð á matvörum til neytenda um 40%. í skýrslu Sam- keppnisstofnunar frá apríl 2001 má sjá svipaða þróun hér á landi. Þar kemur t.d. fram að smásöluverð á lamba- og nautakjöti hækkaði langt umffam verðbreytingar til ffam- leiðenda á tímabilinu 1995-2000 og verð á svínakjöti til neytenda lækkaði aðeins um 5-6% þrátt fyrir 27% lækkun á verði til ffam- leiðenda. Úrvinnslustigið Kostnaður við vinnslu matvæla er mismunandi milli landa. Margir þættir valda því: •Fyrst má nefna þætti sem lúta að hagkvæmni í rekstri, s.s. tækni- stig, virk samkeppni o.fl., sem til lengri tíma lækka ffamleiðslu- kostnað á einingu. •Mismunandi vinnslustig, um- búðir, geymsluþol o.þ.h. sem hefúr áhrif á heildsöluverð. •Gæða- og heilbrigðiskröfúr sem gerðar eru til matvælaframleiðenda og kostnaður sem fellur á vörumar af þeim sökum, auk væntinga neyt- enda um gæði, útlit, bragð o.fl. •Launakostnaður er mjög breyti- legur milli landa. Þó að ísland sé ekki með í samanburði í NBC skýrslunni sést glöggt að mikill munur er milli landa. Launa- kostnaður á vinnustund í mat- vælaiðnaði er t.d. 43% hærri í Dan- mörku en í ESB að meðaltali. í Grikklandi er hann hins vegar 50% af meðaltali ESB. Þá er ffamleiðni vinnuafls eflaust einnig breytileg. ■Skattar og rekstrargjöld, t.d. vextir, eru breytilegir eftir löndum. Kröfúr um hagnað/arð af eigin fé ráðast líka af því hvað aðrir fjár- 1601 140) 12o| 100 «r 60) 40 [2Ö A Luxemburg Bandaríkin ísland Kanada Ástralía RAUNTEKJUR 20 40 60 80 100 120 140 160 180 Myndin sýnir samband verðlags og rauntekna i mörgum löndum sem við berum okkur saman viö. Myndin sýnir að glöggt samband er þarna á milli. Þættir sem ýta undir hátt verðlag eru m.a. tiltölulega lítill munur á tekjum faglærðra og ófaglærðra, smæð matvörumarkaðarins hér á landi og okkar eigin gildi s.s. kröfur til gæöa matvæla og heiibrigðis- og umhverfiskröfur, sem gera samanburð við önnur lönd erfiöan. í löndum sem skera sig úr með háar meðaltekjur en lágt verölag eins t.d. Bandarikjunum er tekjuskipting t.d. mun ójafnari en á Norður- löndunum sem búa við tiltölulega hátt verðlag. /EB Ljóst má vera að ekki er til neitt sem heitir Evrópuverð á matvælum. Matvælaverð er samspil margra þátta. Það ræðst ekki aðeins af afurðaverði til bænda heldur einnig tekjustigi, tekjuskiptingu, skattastigi, rekstarkostnaði, kröfum til gæða og hollustu matvæla o.s.frv. Rifja má einnig upp að ríflega helmingur af hitaeininganeyslu þjóðarinnar eru innflutt matvæli. Mikill hluti þeirra, s.s. korn og sykur, er flutt inn tollfrjálst. Við aðild að ESB myndi þetta breytast, í Eistlandi og á Möltu mun verð á sykri t.d. tvöfaldast við það að þessi lönd verða aðilar að ESB. Áhrif hugsanlegarar ESB aðildar íslands á sér því fleiri hliðar en hingað til hefur verið haldið á lofti og ekki allt þar sem sýnist. /EB festingarkostir gefa af sér, sem er eflaust breytilegt milli landa. Smásölustigið Margir þættir hafa áhrif á kostnað og álagningu á smásölu- stiginu. ■Ríkir virk samkeppni eða gætir fákeppni? •Flvemig er smásölumarkað- urinn samsettur? Hver er sam- setningin milli lágverðsverslana með lágt þjónustustig og verslana með hátt þjónustustig og fjölbreytt vöru- úrval þar sem meira er lagt upp úr útliti og bra?. •Reglur um opnunartíma eru misjafhar. Hér á landi eru þær mun rýmri enþekkist á evrópska efna- hagssvæðinu. •Mishá laun, skattar, vextir og kröfúr um arð hafa einnig áhrif á rekstrarkostnað og álagningu á smá- sölustiginu. Samband verðlags og rauntekna Athyglisvert er að skoða sam- band verðlags (metið miðað við kaupmáttarvirði, PPP) og rauntekna. Meðfylgjandi mynd er unnin af Landbrugsrádet í Danmörku og sýnir þetta samband í flestum lönd- um þess heimshluta sem okkur er gjamt að bera okkur saman við. Landbrugsrádet bendir á að það sé einkenni á ríkum löndum að um- talsverður hluti þjóðartekna kemur frá atvinnugreinum sem hafa mikla framleiðni eða geta selt afúrðir sínar á tiltölulega háu verði á alþjóðlegum markaði. Þess vegna geta laun og ávöxtun fjárfestinga verið hærri án þess að íþyngja samkeppnishæfhi og greiðslujöfnuðinum. I þessum lönd- um verða atvinnugreinar, sem eiga erfitt með að auka framleiðni sína mikið, sérstaklega þjónustugreinar og vinnuaflsfrekar greinar, að geta greitt starfsfólki sínu nokkuð há laun og hluthöfúm viðunandi arð, því annars dragast þessar greinar saman þar sem bæði starfsfólk og fjárfestar sækja í aðrar atvinnugreinar með hærri framleiðni. ísland á heima í þessum hópi, með tekjur um 25% yfir áætluðu meðalverði og verðlag um 20% yfir áætluðu meðaltali. A hinn bóginn er verðlag t.d. á Spáni og í Portúgal mun lægra, en þar syðra eru rauntekjur rauntekjur um- talsvert lægri en hér á landi. /EB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.