Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 29. apríl 2003 Bœndablaðið 23 HugmyndMin felst í því að í landi náirunn- ar sé heilsa, hreinleiki og velian í fyrirrúmi Berglind Viktorsdóttir, frá ferðamálabraut Hólaskóla, flutti erindi á ráðunautafundinum 5.- 7. febrúar sl. sem hún kallaði Landnýting og ferðaþjónusta. Hún benti m.a. á þá staðreynd að erlendum ferðamönnum sem heimsækja landið hefur fjölgað gífurlega og hafa hin allra síðustu ár verið fleiri en íbúar landsins eða yfir 300 þúsund. Samkvæmt könnun Ferðamála- ráðs sem gerð var meðal er- lendra ferðamanna frá septem- ber 2001 til ágúst 2002 var náttúra landsins nefnd í 80% tilfella sem þáttur er hafði áhrif á ákvörðun um íslandsferð. Saga og menning var nefnt í 20% tilfella. í þessari sömu könnun var Islandi lýst sem hreinni og ómengaðri náttúru og náttúru- og ævintýralandi. Ferðaþjónustan er nú orðin ein af stærstu atvinnugreinunum hér á landi, næst á eftir sjávarútvegi og stóriðju. Berglind sagði að í ferða- þjónustu væru spennandi sóknar- færi. Ekki síst til sveita þar sem hægt er að tengja sögu, menningu og náttúru við afþreyingu, fræðslu og skemmtun. -segin Berglind Viktorsdútdr, ferðamálabraut Húlaskúlar en flestir ferðamenn nefna íslenska náttúru sem upphaf þess að þeir ákváðu ferð til íslands Sjálfbœr ferðaþjónusta Hún ræddi um hugmyndafræði sjálfbærrar ferðaþjónustu sem höfð er að leiðarljósi í dag. Mikið starf er fyrir höndum hvað uppbyggingu þessarar atvinnugreinar varðar. At- vinnugreinin er ung hér á landi og hingað til hefúr verið skortur á þekkingu, ráðgjöf og fjármagni til þess að vinna að þeim málum. Meginmarkmið sjálfbærrar ferðaþjónustu er að draga úr nei- kvæðum áhrifúm en hámarka já- kvæðu áhrifin. Sjálfbær ferða- þjónusta stuðlar að vemdun náttúm og menningu og auknum markaðstækifærum til ffamtíðar. Ef náttúra og menning landsins em skoðuð út frá ferðaþjónustu er um miklar auðlindir að ræða. Þær þarf að vemda, samhliða uppbyggingu í ferðaþjónustu til dæmis með frið- lýsingum, gerð göngustíga, reið- stíga, miðlun upplýsinga, fræðslu og fleiru í þessum dúr. Ferðamál á lilorðausturlandi ráðinn í suman Skömmu fyrir þingfrestun fluttu Halldór Blöndal og fleiri þings- ályktunartillögu um úttekt á stöðu og möguleikum á upp- byggingu ferðaþjónustu á Mel- rakkasléttu. I ályktunini segir að sam- gönguráðherra verði í samvinnu við landbúnaðarráðherra og ráð- herra byggðamála falið að skipa nefnd sérfróðra manna og heima- manna sem skili áfangaskýrslu í apríl 2004. Þá verði ráðinn starfs- maður, með aðsetur nyrðra, sem vinni með nefndinni. Draup smjör af hverju strái? í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Áður var talið búsældarlegt á Melrakka- sléttu og sagt að þar þyrfti lítið fyrir lífinu að hafa. Á vorin gætu menn lagst upp í loft og æðurin yrpi ofan í þá. Þeir þyrftu ekki annað en leggjast á vatnsbakkann og þá synti silungurinn upp í þá. Og þegar vetur settist að var sóttur raftur í fjöruna og honum stungið inn um vegginn í eldstæðið og síðan ýtt inn eftir þörfúm og eftir því sem brynni... Ævintýraferðir ...Hér er sem sagt lagt til að úttekt verði gerð á Sléttunni vegna sérstöðu hennar með uppbyggingu ferðaþjónustunnar fyrir augum. Nefna má fjölda heiðarbýla til sögunnar. Skemmtilegar göngu- leiðir sem þarf að merkja. Kötlu- vatn og Rauðinúpur eru einstakir staðir með sínu Ijölskrúðuga fuglalífi. Á Hraunhafnartanga er dys Þorgeirs Hávarssonar. Góð veiði er í ám og vötnum. Þverhnípt björg og selalátur undir Snartar- staðanúpi. Æðarfúgl og vörp við strendur. Lífríki votlendis og vatna er mjög fjölbreytt, en rjúpur og fálki inn til heiðarinnar. Og á fjörukömbum eru rekaviðarstaflar, en gamlir gufúkatlar úr skips- flökum í fjöruborði. Þar er gnótt af berjum og fjallagrösum, en tófú- greni í seilingarfjarlægð. Þar er skemmtilegt að fara á sjóstöng og auðvelt að efna til ævintýraferða, hvort sem er á sumri eða vetri. Óvíða er miðnætursólin jafnfalleg og á Sléttu.“ Ferðamálafulltrúi í sumar Þessi tillaga var ekki afgreidd á þinginu en vísað til samgöngu- neftidar og heimamanna til um- sagnar. Elvar Ámi Lund, sveitar- stjóri Öxarfjarðarhrepps, sagði að heimamenn væru enn ekki búnir að fá tillöguna í hendur en hún væri væntanleg. Hann sagði að ákveðið hafi verið að ráða sér- stakan ferðamálafúlltrúa í sumar og mun hann fara í stefnumótun- arvinnu fyrir ffamtíð ferða- þjónustu á svæðinu. Sömuleiðis mun hann gera úttekt á stöðu ferðamála í þeim þremur hreppum sem að þessu standa, Öxarfjarðar- hreppi, Raufarhafnarhreppi og Kelduneshreppi. Ahrif breyd'nga í vefla- samsetningu é fram- leiðslugetu hjá sauðfé Réttar upplýsingar mikilvægar „Sjálfbær ferðaþjónusta mætir væntingum ferðamanna og íbúa. Gott aðgengi að ferðamannasvæð- um og greiðar samgöngur em mikilvægar, bæði fyrir heimamenn og gesti. Huga þarf vel að stað- setningu mannvirkja og hönnun þeirra. Hafa þarf í huga ýmsar aðrar þarfir ferðamanna og má þar sérstaklega nefna þjónustu eins og verslanir, snyrtingar, gistiaðstöðu, bensínstöðvar og afþreyingu. Væntingar ferðamanna geta verið mismunandi en mikilvægt er að í kynningar- og markaðsefni séu gefnar réttar upplýsingar um svæðið þannig að ferðamenn geri sér raunhæfar væntingar. Best er þó að geta komið ferðamönnum þægilega á óvart," sagði Berglind. Hvað íbúana varðar er mikilvægt að það skapist sátt um ferða- þjónustu í byggðarlaginu. Mikil- vægt sé að heimamenn geri sér grein fyrir hvaða hag svæðið hefúr af ferðamennsku til dæmis í formi aukinnar atvinnu, meiri þjónustu, fjölbreytni í afþreyingu og meiri metnaði íbúa við að halda um- hverfinu hreinu og snyrtilegu. Skýr stefna nauðsynleg „Það er nauðsynlegt að marka skýra stefnu innan greinarinnar með áherslu á samþættingu og samvinnu allra hagsmunaaðila og því fyrr sem samráð á sér stað á ferlinu, þeim mun betra," sagði Berglind. Hún skipti ferðaþjónustunni upp eftir ólíkum áherslum í uppbyggingu innan greinarinnar og nefndi náttúrutengda, íþrótta- tengda, landbúnaðartengda, menningartengda og heilsutengda ferðaþjónustu. Ymsir möguleikar leynast í þessu því um allt land væri hægt að stunda heilsurækt í náttúrulegu umhverfi. Jarðhita má nýta betur í ferðaþjónustu eins og gert hefur verið í Bláa lóninu. Varðandi landbúnaðartengda ferðaþjónustu sagði Berglind að höfúðáherslan hefði verið lögð á gistinguna en miklir möguleikar lægju í afþreyingarþættinum. Hægt er að skipuleggja ferðir þar sem tengd eru saman af- þreying, matur og gisting. Þema- ferðir þar sem boðið væri upp á smölun og réttir að hausti og síðan að bjóða upp á ólíka matreiðslu á lambakjöti. Annað dæmi væri ferð þar sem flakkað væri á milli bænda í ólíkum störfúm svo sem grænmetisbænda, hrossabænda, kúabænda og fiskeldisbænda. „Hugmyndafræðin fellst í því að í landi náttúrunnar er heilsa, hreinleiki og vellíðan í fyrirrúmi," sagði Berglind. Á allra síðustu árum er farið að nota sneiðmyndatæki í nokkrum mæli við margvíslegar rannsóknir hjá búfé. Á ráðstefnunni í Frakklandi var flutt stutt erindi þar sem greint var frá fyrstu niðurstöðum úr rannsóknum í Skotlandi á breytingum í vefjasamsetningu á afurðir hjá ám. Hér á eftir verður örlítið sagt frá þessu. Rannsóknin var gerð með því að skoða tvævetlur af Svarthöfðafé. I rannsókninni voru þriggja ára gögn en sneiðmyndamælingarnar voru aðeins á tæplega 200 ám. Upplýsingar um afurðir voru fyrir öllu fleiri ær. Mælingar voru gerðar á fimm tímapunktum. Skömmu áður en ánum var haldið, skömmu fyrir burð, á miðju mjólkurskeiði, þegar lömb voru tekin undan ánum og að síðustu í byrjun næstu fengitíðar. Á þeim grunni var metið magn fitu á skrokki, innanfltu og vöðvamagn í skrokki. Auk þess er þegar þessar stærðir eru fengnar auðvelt að meta breytingar á milli tímaskeiða í þessum þáttum. Auk þessa voru fyrir hendi upplýsingar um frjósemi og vænleika lamba ánna og talsverðs hóps skyldra jafngamalla áa. Þetta talnasafri var notað til að gera tilraun til að greina áhrif erfða á vefjasamsetningu og vefjabreytingar og tengsl þeirra þátta við afurðasemi ánna. Jafn takmarkaðar upplýsingar og þessar geta að vísu aðeins veitt ákveðnar vísbendingar. Áhrif erfða virtust hlutfallslega mest á innanfitu (metið sem arfgengi), heldur minni fyrir vöðvamagn, en miklu minni fyrir skrokkfitu. I vefjabreytingum kom einnig í ljós að skýrustu erfóaáhrifin voru fyrir tap á innanfitu og tap í magni vöðva, en lítil slík áhrif fyrir skrokkfitu. Tengsl fjölda fæddra lamba voru langmest við vöðvamagn en mun minni við fítu. Þeir skoða áhrifin á þunga lamba þama sem áhrif á heildarþunga lamba hjá ánni og leiðir því af sjálfu að þau tengsl verða einnig mest við vöðvamagn. Þegar skoðuð eru áhrif breytinga í vöðvasamsetningu á framleiðslu kemur í ljós að svipfarsfylgni (það sem menn mæla beint) er sáralítil. Hins vegar er metin allhá erfðafylgni, sem segir að með vali fyrir aukinni ffamleiðslu verður stofninn um leið líklegri til meiri breytinga í vefjasamsetningu á framleiðsluferlinum. Þessi fylgni er hærri við þunga lambanna á miðju mjólkurskeiði en þegar lömbin eru tekin undan ánum. Slíkt sýnist einnig ákaflega eðlilegt þar sem á fyrri hluta mjólkurskeiðsins eru lömbin miklu háðari mjólkurframleiðslu móðurinnar en á síðari hlutanum. Flöfundar benda hins vegar á að ekki sé hægt að álykta út frá þessum niðurstöðum um það hvort ær, sem hafa eiginleika til að taka af iíkamsvefjum, skili vænni lömbum eða hvort frjósamar afúrðaær séu einfaldlega í miklu meiri hættu með að tapa af skrokknum á framleiðsluskeiðinu. Þeir segja að ær sem skili miklum afurðum tvævetlur séu á þriðja vetri fituminni, en hafi ekki tapað vöðvum. Höfúndar benda að síðustu á að mjög líklegt sé að samband afurðagetu og líkamsvefja sé ekki að öllu línulegt; heldur séu ákveðin kjörmörk. Utreikningar eins og þessir byggja hins vegar á línulegu samhengi þátta. Hér er vafalítið um að ræða mjög forvitnilegar rannsóknir, sem fróðlegt verður að fylgjast nánar með á næstu árum þegar ffarn koma víðtækari niðurstöður og, eins og höfúndar benda á, niðurstöður fyrir fleiri aldurshópa áa. /JVJ 9 A. * t - FLATVAGNAR Verð kr. 66S90009- m/vsk Burðargeta 12 tonn + Stærð palls = 2,55x9,0m H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131. m

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.