Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 26
26 Þridjudagur 29. april 2003 Til viðskiptavina Lánasjóðs landbúnaðarins Lánasjóður landbúnaðarins hefur tekið í notkun nýtt skuldabréfakerfi. Við yfirfærsluna úr eldra kerfinu í hið nýja, geta komið upp vandamál og eru bændur og aðrir viðskiptamenn sjóðsins beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir kunna að verða fyrir vegna þessa. Lánasjóðurinn vill vekja sérstaka athygli viðskiptavina á, að frá og með gjalddaga 15. apríl verður eindagi afborgana af lánum 30 dögum eftir gjalddaga í stað 35 daga áður. Með nýju skuldabréfakerfi vonast Lánasjóðurinn til að geta veitt viðskiptavinum sínum betri og öruggari þjónustu en áður. 0 Lánasjóður landbúnaðaríns www.landbunadur.is ... ef þú vilt fá fróðleik um landbúnað! bondi.is rala.is hvanneyri.is land.is adfangaeftirlit.is Isb.is kjotmat.is Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Kennslu - 09 rannsóknafjós ÚTBOÐ NR. 13223 Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, óskar eftir tilboðum í að byggja fjós á Hvanneyri í Borgarfirði. Fjósið verður framtíðar kennslu- og rannsóknaraðstaða í nautgriparækt við Landbúnaðar- háskólann. Stærð hússins er: grunnflötur: 1645,0 m2; rúmmál: 8424,0 m3. í öðrum enda hússins er aðstaða fyrir kennslu, skrifstofa, búningsherbergi og snyrtingar fyrir starfsfólk og nemendur, aðstaða fyrir móttöku gesta, mjólkurhús og tæknirými. Síðan tekur sjálft fjósið við með 58 legubásum fyrir mjólkurkýr, mjaltabás og uppeldisaðstöðu fyrir kálfa og geldneyti í stíum og á legubásum. í hinum enda hússins er aðstaða fyrir fóðurtiltekt. Vélfær fóðurgangur er eftir húsinu endilöngu. Þetta útboð tekur til smíði á steyptum undirstöðum, dælubrunni, flórum, gólfum og smíði og uppsetningu húss. Miðað er við að burðarvirki hússins, útveggir, allir innveggir, milligólf og loft, hurðir og gluggar verði fulifrágengið að utan og innan. Búið er að skipta um jarðveg í grunni hússins og í lóð. í því verki sem hér er boðið út þarf að grafa í fyllinguna fyrir sökkulveggjum, og flórum en fylla undir plötur. Helstu magntölur eru: Mótafletir 1200 m2 Steinsteypa 360 m3 Þakflötur 1680 m2 Veggeiningar 555 m2 Lampar 120 stk. Vettvangsskoðun verður haldin 30. apríl 2003 kl.14.00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. mars 2004. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.000,- hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 19. mai 2003 kl.11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS UH verði gerð é eðstððe ðl hestameensku i lendinu „Við viljum því að kannað verði hvernig aóstaðan er og að hún verði samræmd. Sums staðar eru til reiðhallir, annars staðar ekki, svo dæmi séu nefnd, þannig að aðstaðan er mismun- andi. í Ijósi þeirrar kynningar og sölu á íslenska hestinum sem unnið hefur verið að af myndarskap er nauðsynlegt að að- staða til hesta- mennsku verði sam- ræmd í landinu," sagði ísólfur Gylfi Pálmason. 1 greinargerð með tillögunni segir m.a: „Undanfarin ár hafa einstaklingar, félög og hið opinbera sem kunnugt er sameinast um að auka kynningu og sölu á íslenska hestinum, bæði innan lands og utan. Sam- hliða þessu viðamikla átaki hafa verið byggðar nútímalegar reiðhallir sem jafn- framt þjóna víða sem félagsmiðstöðvar hestamanna. A þetta einkum við um suðvestanvert landið og Norð- vesturland. Landbúnaðarráðuneyti og Reykjavíkurborg hafa stutt þetta málefni með myndarlegum íjárframlögum. Meðal annars hefur verið gerður samningur um miðstöð íslenska hestsins í Skaga- firði. Einnig hafa einstaklingar í greininni byggt upp slík mannvirki og hafa í sumum tilfellum notið aðstoðar fyrirtækja í ferðaþjónustu. Landsvæði sem eru fjarri höfúðborg- arsvæðinu, frá Eyja- firði norður og austur um land, allt til Hellu á Rangárvöllum, auk Vestfjarða, virðast eiga erfiðara upp- dráttar hvað sölu- og markaðsmál áhrærir og er þá ekki alltaf lélegum hrossum um að kenna, nema síður sé. Frekar má nefna fjarlægð frá aðal- komustað erlendra ferðamanna til lands- ins ásamt aðstöðu- leysi þeirra sem hlut eiga að máli. Er nú svo komið að höfuðborgarsvæðið og nærsveitir austan fjalls ásamt af- mörkuðum hluta Norðurlands hafa yfirburðastöðu vegna hagstæðrar stað- setningar og framúrskarandi möguleika til þjálfunar, sýninga og sölu á hrossum. Af byggðaástæðum er því tímabært að spyma við fótum og leita leiða til úrbóta fyrir þau landsvæði sem Qærst liggja markaðinum..." , Þau Jónas Hallgrímsson, ísólfur Gylfi Pálmason, Einar Már Siguröarson, Drífa Hjartardóttir, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir og Þuríöur Backman lögöu fyrr í vetur fram þingsályktunartillögu um úttekt á aöstööu til hestamennsku á landsbyggðinni. I ályktuninni segir: „Alþingi ályktar aö fela landbúnaöarráöherra aö skipa nefnd sem geri úttekt á aöstööu til hestamennsku á landsbyggðlnni og leggi fram tillögur um stuðning ríkissjóös viö uppbyggingu hennar. Nefndin skili áliti fyrir 1. október 2003." TIL LEIGU Landbúnaðarráðuneytið auglýsirtil leigu, frá fardögum 2003, ca. 30 ha. land úr ríkisjjörðinni Þjóðólfshaga II í Rangárþingi ytra. Landið liggurað mestu meðfram Steinslæk við landamerki að Þjóðólfshaga I, Sumarliðabæ og Fosslæk. Landið er ætlað til ferðaþjónustu en á því eru manngerðir hellar og áhugaverðar náttúruminjar. Leigutími er áætlaður 10 ár. Ekki verður heimilt að byggja á landinu fastar byggingar og öll nýting skal vera í samráði við landbúnaðarráðuneytið og Fornleifastofnun íslands. Umsóknarfrestur er til 12 05.'03. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í landbúnaðarráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, Reykjavík, sími 545 9750, einnig á heimasíðu ráðuneytisins, landbunadarraduneyti.is Ríkisjörðin Þjóðólfshagi II í Rangárþingi ytra. Landbúnaðarráðuneytið auglýsir til ábúðar, frá fardögum 2003, ríkisjörðina Þjóðólfshaga II í Rangárþingi ytra. Ájörðinni er íbúðarhús byggt 1984 en útihús eru léleg. Jörðin er leigð án greiðslumarks. Undanskilið leigu er um 30 ha. landsvæði sem liggur að mestu meðfram Steinslæk við landamerki að Þjóðólfshaga I, Sumarliðabæ og Fosslæk. Á því svæði eru manngerðir hellar og náttúruminjar en ætlunin er að leigja það land sérstaklega undir ferðaþjónustu o. fl. Umsóknarfrestur er til 12 05.'03. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í landbúnaðarráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, Reykjavík, sími 545 9750, einnig á heimasíðu ráðuneytisins, landbunadarraduneyti.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.