Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 20
20 Þriðjudagur 29. april 2003 Opið 008 ii VoOmúlastfiOum Fimmtudaginn 27. mars sl. buðu Hlynur Snær Theodórsson og Guðlaug Björk Guðlaugs- dóttir bændum úr nágrenninu til veislu i tiiefni þess að ár var liðið frá fyrstu skóflustungu á nýju ijósi sem byggt er að hluta til á því gamla. Þau hjón hófu búskap í byrjun árs 1997 og hafa síðan þá ávallt leitað leiða til hagræðingar í rekstri og var nýtt fjós þeim ofarlega í huga. Tveimur mánuðum eftir fyrstu skóflustungu tóku þau í notkun nýja mjaltabásinn ffá SAC sem að Remfló hf. flytur inn. Hann er fullkomlega tölvustýrður með tólf mjaltatækjum og sjálfVirkum af- takara. Gólfið í gryfjunni er hækkanlegt, fjarstýrð opnun á hliðum og allt þetta léttir gífurlega alla vinnu við mjaltir og hefur stytt vinnutímann verulega. Þetta er lausagöngufjós með 45 básum og fóðurgang sem gefið er á með Bobcat með affúllara. Hlynur segir heilsufar kúnna mjög gott eftir breytingamar og er áberandi hversu rólegar þær eru. Um 80 manns heimsóttu Voð- múlastaði þennan dag og þáðu veitingar og skoðuðu þessar ffá- bæm aðstæður sem þau hjón hafa komið sér upp í fjósinu. Novadan ehf. var með kynningu á VIP hreinsiefnunum fyrir mjaltakerfi og efnið Nova- clean til hreingeminga á mjaltabásum og mjólkurhúsum. Remfló hf. var með kynningu á SAC mjaltakerfúm en um 60 svipuð hafa verið sett upp á landinu öllu. Kjamfóðurbásar em frá Remfló hf. /Myndir og texti: Óskar S. Harðarson Skúgur eOa ekki skógui* Að undanfomu hafa farið ffam umræður og orðaskipti um skóg- rækt og landnýtingu. Það er vel, því í upphafi skyldi endinn skoða, sem em orð að sönnu. En eins og oft vill verða horfir hver af sínum hól og samræming sjónarmiða virðist ætla að leita í svipað far eins og hjá kerlingunum sem körpuðu um hvort klippt væri eða skorið, það sem þær deildu um. Þar liggur hættan falin,- Ekki í því að plantað verði of mörgum trjám í náinni ffamtíð, heldur hvar og hvemig verður að því staðið. Tilveran er margslungin og líf- keðjan samofin í litfagurt munstur á þessu áklæði, sem kallast gras- rót. En hvað sem hver segir þá er það maðurinn sem hefúr tekið sér það bessaleyfi að nota og misnota ýmsar aðferðir til að venda og skekkja uppistöður og ívaf í list- sköpun og áferð þessa vefs. Svo þegar við reynum að gera okkur í hugarlund hvemig þetta land, sem við búum á, hefúr litið út við landnám, þá verður að styðjast við sögur og sagnffæði fomleifa- ffæðinnar. Mannvistarleifar ffá liðnum öldum segja einnig sögur ffá Hfsbaráttu kynslóðanna við misjöfh kjör og mislynda veðráttu. A tímum harðinda og hallæris rifú menn hrís til eldiviðar og brenndu skógviði til að halda lífi. Þá leiddi hvað af öðm að fén- aður féll úr hor og harðrétti svo ekki varð til tað til eldsneytis eða næg ull til fatagerðar og lélegt hús- næði veitti takmarkaða hlýju. Þetta, ásamt kolagerð til smíða o.fl, .eyddi mest hinu upprunalega skógarkjarri sem hér hefúr verið við landnám. Svo kom vatnið og vindurinn, skolaði og feykti burt jarðveginum,sem búið var að losa um svo eftir varð auðnin ein. - Þessu vilja hatursmenn sauðkind- arinnar helst líta ffam hjá til þess að geta fundið sökudólg til að Fyrir skömmu var efnt til "opins fjárhúss" á tilraunastöðinni á Hesti. Emma Ey- þórsdóttir, sem stýrir faglegu samstarfi RALA og Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri í sauðfjárrækt, sagði að fólk hefði sýnt þessari nýbreytni mikinn áhuga en nær 100 gestir komu í heimsókn. "Við vildum efna til þessa opna dags þegar reynsla væri komin á samrekstur RALA og Landbúnað- arháskólans um starfsemina á tilrauna- stöðinni á Hesti og nýtingu aðstöðu til kennslu og rannsókna. Við höfum verið að vinna að mörgum verkefnum sem okkur fannst ástæða til að koma á framfæri," sagði Emma. Verkefnin eru af ýmsum toga. Nefna má lengingu sláturtíma og aðferðir til að ffam- leiða sláturlömb seint eða snemma. "Annars vegar er verkefni sem tekur á fóðrun lamba ffameffir vetri og hins vegar verkefni sem fjallar um sauðfjárbúskap á láglendi og notkun ræktaðs lands. Þá er ótalið að nú er verið að rannsaka gólfgerðir í fjárhúsum. Gestir gátu virt fyrir sér margar tegundir af gólfúm en verið er að prófa endingu þeirra. Klaufaslit er sérstaklega kannað og hvort það sé mikil fyrir- höfn að halda gólfúnum hreinum. Líðan dýranna á mismunandi tegundum gólfa er líka skoðuð." Samhliða nýjum viðfangsefnum er haldið áffam ræktunarstarfinu sem á sér langa sögu á Hesti og miðar að bættum gæðum dilkakjöts. Gestimir fóru um fjárhúsin á Hesti en þeir gátu líka farið á fræðslufyrirlestra um þau verkefni sem Emma nefndi hér að framan. "Við renndum alveg blint í sjóinn hvað varðar aðsókn en erum afar lukkuleg, því hingað hafa komið tugir gesta," sagði Emma og lagði áherslu á að á Hesti væri unnið fyrir bændur. "Hestur er tilraunabú fyrir íslenska bændur. Nú er tilraunastarfið styrkt af Framkvæmda- nefnd búvörusamninga og þess vegna getum við unnið að fleiri verkefnum en off áður.. Þó ekki væri nema af þeirri ástæðu er tilefúi til að bjóða bændum að Hesti svo þeir fái að kynnast af eigin raun því starfi sem hér er unnið." Auk Emmu er Eyjólfúr K. Ömólfsson starfsmaður RALA og LBH. Eyjólfúr sér um daglegan rekstur verkefúa og skýrsluhald til- raunabúsins á Hesti. Emma og Eyjólfur hafa bæði starfsaðstöðu á Hvanneyri og kenna bæði við háskólann. Aðrir sérfræðingar á RALA og LBH koma síðan að einstökum verkefnum og allmargir nemendur við háskólann vinna að námsverkefnum sínum á Hesti. skeyta skapi sínu á, en þegar allt kemur til alls þá er það alltaf mað- urinn sjálfúr sem athafúamestur er við að breyta landinu. Sauðkindin tafði að vísu fyrir eða kom jafúvel í veg fyrir að upp greri nýr skógur á vissum svæðum, af því að maðurinn lét hana sjálfráða við að bíta nýgræðinginn, svo hann náði ekki að vaxa til að bera ffæ. En hún skilur eftir sig áburð við bælið sitt svo þar spretta upp nýir gras- og víðitoppar sem sums staðar ná að breiða úr sér. Við nútíma- aðstæður er í lófa lagið að stjóma beit. Allt þetta til samans ætti að auðvelda nútímamanninum að lesa í landið og skipuleggja nýtingu þess, án þess að þar komi til hags- munaárekstra milli búgreina, sem eiga jafúan rétt -og skyldur- til að lifa í sátt við umhverfi sitt. En til þess að svo megi verða þarf fyrirhyggju og ffamtíðarsýn. Þó hinar hefðbundnu búgrein- ar, með kvikfénað í högum vítt og breitt um landið, eigi undir högg að sækja um þessar mundir þá verðum við samt að vona að þjóð- in beri gæfú til að reka hér áffam matvælaffamleiðslu með gras- bítum í afgirtum högum og vist- vænu umhverfi. Þeim möguleikum verður að ætla tilveru við hæfi. Þegar á allt er litið áttu bændur á seinni helmingi síðustu aldar og ffam á þennan dag diýgstan þátt í að rækta og græða upp landið og gefa því ásýnd vel uppbyggðra sveita. Svo nú þegar þeir fá það tækifæri sem landshlutabundnu skógræktarfélögin skapa þá eru þeir tilbúnir að taka við því verk- efni. En eins og við aðra nýræktun er ráðgjöf og ráðunautaþjónusta við skipulag og samráð, grund- vallaratriði svo að vel sé vandað til. Þar kemur allt þetta faglærða fólk inn í myndina með sín hollráð í bland við reynslu bóndans. Mestum áhyggjum getur valdið að búseta í sveitunum grisjist svo að félagsleg þjónusta og mannlíf bíði hnekki. Þá er hætt við að tengslin og samkenndin rofúi við landið og þessa sígildu, samfelldu lífkeðju sem maðurinn er bara einn hlekkurinn í, þótt hann geri sig breiðan á köflum. En í skógrækt sem öðru grein- um ber að sýna landinu og sögunni fúlla virðingu og tillitssemi. "Gakktu hljótt um garða hjá /gömlum tóttarbrotum" sagði hún Olína Jónasdóttir. Ýmsar mann- vistarleifar og sérkenni náttúrunn- ar geta sómt sér vel í fallegu skógarrjóðri og margtroðnu fjár- götumar orðið nytsamlegri sem skógarstígar heldur en að pota ofan í þær trjám sem hylja þá gleymsku. Eins ætti að geta verið langt í land að skógur þurfi að byrgja sýn til þeirra átta og ömefúa sem við viljum geta horff til í allri sinni dýrð. Svo mikið landrými er enn ónumið af gróðri að óþarfi er að planta í áður ræktað nytjaland eða þrengja svo að húsum að ekki sjái út úr augum. Þess vegna er óhætt að taka undir með þeim sem ekki hafa áhyggjur af of mikilli skógrækt fyrst um sinn, ef vamaðarorð hinna em líka höfð að leiðarljósi, sem vilja fara að öllu með gát og hugsa áður en framkvæmt er. Skipulag og fyrirhyggja þarf ekki að þýða ofstjóm og ráðríki, ef rétt er á haldið, en áætlanagerð skýrir margt í ffamkvæmd og auðveldar úrvinnslu. Guðriður B. Helgadóttir, Austurhlíð 2, A.-Hún. Kálfafötur VÉLAVAL-Varmahlíd hf Sími 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.