Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 32
tfír W Iblöndunarefni í hey og korn * » # Iblöndunarefni í nýslegiö hey: Gera má ráð fyrir að nýslegiö hey innihaldi um 17-23% þurrefni. í blautu rýgresi getur þurrefnið farið niður undir 10% en þegar þurrt hefur verið í veðri getur þurrefnisinnihald grasa nálgast 30%. GrasAAT® Lacto er notaö í nýslegið hey í stæöum (turnum/gryfjum) GrasMT® Lacto inniheldur mjólkursykur (laktósa) sem örvar starfsemi mjólkursýrubaktería og hindrar þar með fjölgun smjörsýrubaktería. GrasMT® Lacto inniheldur u.þ.b. 78% maurasýru og 2% mjólkursykur. Til þess að draga úr áhrifum efnisins á húð er hluti maurasýrunnar bundinn sem „formiatsalt" með hjálp ammoníums og kalíums. Auk þess er glýseróli blandaö í til þess að vernda húðina enn frekar. GrasMT® Lacto er flokkað sem „húðertandi” efni. Fóðurrannsóknir haustið 2002 sýndu aukið fóðrunargildi með GrasMT® Lacto; daglegur vöxtur uxa jókst um 157 g þegar þetta íblöndunarefni hafði verið notað við fóðurverkunina. Skammtur: 3-5 litrar/tonn. W Iblöndunarefni í forþurrkaö hey: Við litla forþurrkun er íblöndunarefni mikilvægt til þess að hindra smjörsýrugerjun og í þurrara heyi einnig til þess að hindra fjölgun ger- og myglusveppa svo og hitamyndun í heyinu. GrasAAT® Plus er notaö í forþurrkaö hey í stæöum og rúlluböggum upp að u.þ.b. 45°/o þurrefni GrasMT® Plus er einnig hentugt sem yfirborðslag á stæður til þess að minnka hættu á myglu. Það inniheldur u.þ.b. 9% própíonsýru og u.þ.b. 2% bensosýru, auk u.þ.b. 64% maurasýru og maurasýrusalta með ammoníum og kalíum. Efnið má ekki þynna með vatni því þá getur bensosýran myndað kristalla sem ekki dreifast nógu vel um heyið. GrasMT® Plus erflokkað sem “ertandi" efni. GrasMT® Plus verkar gegn ger- og myglusveppum og dregur úr hitamyndun. Skammtur: 3-5 lítrar/tonn. Kofasil® Ultra er notað í rúllubagga allt upp aö 70% þurrefni Kofasil® Ultra verkar gegn myglu og gerjun í mikið forþurrkuðu heyi. Þetta er ekki sýruefni en inniheldur verndandi efni bæði gegn óæskilegum bakteríum s.s. smjörsýru- og votheysveikibakteríum (listeria) og myglu- og gersveppum. Við notkun Kofasil® Ultra minnka líkur á myglu og fóðrið þolir að liggja lengur eftir að plastið á böggunum hefur verið opnað. Kofasil® Ultra er hvorki tærandi né ætandi. Skammtur: 3-5 lítrar/tonn. # Iblöndunarefni í korn: ADDKORN-pH 5 ADDKORN-pH 5 er blanda af natríumbensónati og própíonsýru sem notuð er til þess að verja súrkorn gegn gerjun, myglu og eiturmyndun. ADDKORN-pH 5 er hvorki ætandi né ertandi. íblöndunarefnin eru fáanleg í þrenns konar umbúðum, 25 lítra brúsum, 200 lítra tunnum og 1000 lítra gámum. Neðangreint verð gildir á öllum afhendingarstöðum Hydro-áburðar*. Verð án virðisaukaskatts, kr. Efni Þurrefni Notkunar 25 lítra 200 lítra 1000 lítra hráefnis svið brúsi tunna gámur GrasMT® Lacto 15-30% Nýslegið hey 3.793 28.618 139.961 GrasMT® Plus 25-45% Forþ. hey 4.114 31.191 152.828 Kofasil® Ultra 25-70% Mikið forþ. hey 4.643 35.418 173.960 ADDKORN-pH5 Súrkorn 4.765 36.399 178.864 Munið! 10% kynningarafsláttur frá ofangreindu verði ef pantað er fyrir 10. maí. *Afhendingarstaöir eru: Þorlákshöfn, Grundartangi, Stykkishólmur, Patreksfjöröur, Þingeyri, ísafjöröur, Hvammstangi, Varmahlíö, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Vopnafjöröur, Reyöarfjöröur og Höfn. Sláturíélag Suðurlands svf. Fosshálsi 1 - 110 Reykjavík Sími 575 6000 Fax 575 6090 Netfang: aburdur@ss.is www.ss.is og www.hydroagri.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.