Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 29. apríl 2003 Bændablaðið 25 Því miður - eniin stðrf Ógleymanlegur var fögnuður forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, þegar lögð var fram skýrsla Iðn- tæknistofiiunar um möguleika á flutningi fjarvinnsluverkeíha út á land. Þetta var það sem öllu átti að bjarga í byggðamálum að mati ráð- herrans og hans helstu fýlgismanna. Á Alþingi hefur ofl verið rætt um flutning fjan'innsluverkefha og þá hafa gjaman verið rifjuð upp fleyg ummæli Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, sem jafhffamt er ráðherra byggðamála, er hún við- hafði eftir borgarafúnd á Ólafsfirði árið 2000 en þá sagði ráðherrann m.a.: "í lok þessa mánaðar eða fyrir lok þessa mánaðar þá trúi ég því að það verði eitthvað að ffétta", þ.e.a.s. af flutningi fjar\'innsluverkefna til Ólafsfjarðar. Þetta var í mars árið 2000 og í Ólafsfirði sem annars staðar er mars- mánuður liðinn og þijú ár að auki. Þegar ráðherrann var spurður hvað þessum flutningi á störfiim til Ólafsfjarðar liði var svarið þetta: "En af því að ég er spurð um það svona um það bil einu sinni á dag hvað sé að ffétta af þessu síðan í mars þá held ég að ég verði að fara að greina eitt- hvað nánar ffá því. Það sem ég var að tala um á fiindinum í Ólafsfirði var landskrá lausafjármuna, sem var verkefhi og er verkefhi sem búið er að móta og er til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu, það verður _að spyijast fyrir um það þar, en þetta er það sem ég var að tala um og ég get ekki komist hjá því að greina frá því hér." Svo mörg og skýr vom þau orð. 'Boltinn var hjá dómsmálaráðherra og þess vegna haföi ekkert gerst, að mati Valgerðar Sverrisdóttur. Því miður, sagði dómsmálaráð- herra Skömmu síðar var Sólveig Pétursdóttur dómsmáfaráðherra spurð hvað liði þeim flutningi til Ólafsfjarðar sem iðnaðarráðherra haföi mótað og sent til umsagnar í dómsmálaráðuneytið þar sem það haföi legið ansi lengi. Dóms- málaráðherra svaraði m.a. þannig: "Þetta lítur vissulega vel út þ.e. landskrá lausafjármuna og verið getur að menn telji að þama sé um stórkostlegt veikefni að ræða, en þegar þetta mál var skoðað í dóms- málaráðuneytinu, þá kom í ljós að slík skráning var í mesta lagi vinna fýrir einn mann, hálfan daginn, því miður." Ekkert varð af flutningi þessa fjarvinnsluverkefnis til Ólafsfjarðar þrátt fýrir að iðnaðarráðherra hafi af miklum stórhug mótað og sent dómsmálaráðherra til umfjöllunar. Málið féll um sjálft sig, því miður, aðeins vinna fyrir einn mann hálfan daginn. Þessi vinna "byggðamála- ráðherrans" bar engan árangur og fjutningur fjarvinnsluverkefha til Ólafsfjarðar var enginn. Ef til vill em þessi tvö orð "því miður" lýsandi dæmi fýrir byggðastefnu núverandi ríkisstjómar. ígóðum farvegi, sagói forsætisráðherra Fleiri létu fögur orð falla varð- andi flutning fjarvinnsluveikefna t.d. sjálfur forsætisráðherrann sem sagði á Alþingi í febrúar 2000: "Ég tel að þessi vinna, sem einkum hinir fjórir ráðuneytisstjórar hafa komið að, sé í góðum farvegi, þó ég vilji ekki tíma- setja á þessu augnabliki nákvæmlega hvenær starfsemin geti hafist, þá er vinnan komin vel af stað og ákvörð- un af því tagi hefhr því verið tekin." Spyijið dómsmálaráðherra, sagði iðnaðarráðherrann! Því miður, sagði dómsmálaráðherrann! I góðum farvegi, sagði forsætisráðherrann! Engin störf árid 2002 Á hveiju ári hefhr félagi minn Kristján L Möller alþingismaður spurt ráðherra ríkisstjómarinnar hversu möig störf þeir hafi flutt út á land á nýliðnu ári. Svör ráðherranna fýrir árið 2002 vom einkar athyglisverð: Forsætisráðherra: Engin störf á vegum ráðuneytisins eða undir- stofnana þess vom flutt út á land 2002. Fjarvinnslu- stöðvar voru reistar víösvegar á landinu t.d. á Raufarhöfn, Stöðvarfiröi, ísafiröi, Ólafsfirði og Hrísey. Þessar stöövar fengu engin fjarvinnsluverkefni frá ríkisvaldinu þrátt fyrir fögur fyrirheit. Viðskiptaráðherra: Engin störf á vegum ráðuneytisins eða stofhana þess vom flutt út á land árið 2002. Dómsmálaráðherra: Árið 2002 var ekki um slíkan flutning að ræða á vegum ráðuneytisins og fýrirtækja sem undir það heyra. Umhverfisráðherra: Engin fjar- vinnsluveikefhi eða störf vom flutt út á land á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess árið 2002. Menntamálaráðherra: Engin fjarvinnsluverkefhi eða störf á_ vegum ráðuneytisins vora flutt út á land á árinu 2002. Fjármálaráðherra: Engin fjar- vinnsluverkefhi vom flutt út á land árið 2002 á vegum ráðuneytisins eða" stofnana og fyrirtækja þess. Samgönguráðherra: Ekki vom flutt fjarvinnsluverkefni á vegum ráðuneytisins eða undirstofhana þess út á land árið 2002. Utanríkisráðherra: Engin störf eða fjarvinnsluverkefhi á vegum ráðu- neytisins flutt út á land á árinu 2002. Iðnaðarráðherra (ráðherra byggðamála); Ekkert starf var flutt, samkvæmt munnlegu svari ráðherra. Sjávarútvegsráðherra: Engin störf eða verkefni ráðuneytisins vom flutt út á land á árinu 2002. Landbúnaðarráðherra: Árið 2002 vom fjarvinnsluverkefhi á veg- um landbúnaðarráðuneytis og stofh- ana þess ekki flutt út á land. Heilbrígðisráðherra: I löngu svari ráðherra um allt aðra þætti en spurt var um var ekki rætt um flutn- ing fjarvinnsluverkefha út á land - ekkert starf. Félagsmálaráðherra: Á vegum félagsmálaráðuneytisins urðu til tvö stöðugildi á landsbyggðinni árið 2002, en spumingu um fjarvinnslu- veikefni var ekki svarað og ekki vitað um nein fjarvinnslustörf sem flutt vom út á land. Vilji er allt sem þarf Margir bundu miklar vonir við þær áætlanir ríkisstjómarinnar að flytja verkefhi til fjarvinnslu út á land, en ekkert hefur gerst. Fjar- vinnslustöðvar vom reistar víðsvegar á landinu t.d. á Raufarhöfn, Stöðvar- firði, ísafirði, Ólafsfirði og Hrísey. Þessar stöðvar fengu engin fjar- vinnsluverkefhi frá ríkisvaldinu þrátt fýrir fögur fýrirheit. Einkafyrirtæki hafa hins vegar séð sér hag í því að flytja veikefhi til landsbyggðarinnar. Dæmi um vel heppnuð fjar\'innsluverkefhi er flutn- ingur nokkurra starfa frá Kaupþingi til Siglufjarðar. Þar er starfsemi sem veitir þrettán til fimmtán manns vinnu. Forystumenn Kaupþings hafa Framhald á blaðsíðu 30 Nokkrar vfirður Á tímamótum er til siðs að líta um öxl og kanna gengna slóð. Eftir tæpa fjögurra ára vem mína í landbúnaðarráðuneytinu gleður það mig að sjá þær vörður sem um ókomna tíð munu sýna þá miklu þróun sem landbúnaðurinn hefúr gengið í gegnum og þann þrótt sem lesa má úr starfi íslenskra bænda 1. Það er kraftur í kúabændum og mikil uppbygging í greininni. Samningur um ffamleiðslu mjólkur- afúrða hefúr reynst vel og nýr samningur sem unnið er að þarf að vísa veginn til enn ffekari uppbygg- ingar. 2. Sjö ára samningur við sauð- fjárbændur. Hann færir búgreininni 17 milljarða, byggir undir faglegt starf í greininni og gefur aukin tæki- færi til ffamtíðar. 3. Uppbygging hesta- mennskunnar með átaksverkefhum í samvinnu við samtök hestamanna og hrossabænda. Þessi verkefhi hafa mótað greinina til lengri tíma og fært hana fram. 4. Veruleg uppbygging í menntun og rannsóknum. Ný lög um búnaðarffæðslu frá 1999 gáfu menntastofhunum landbúnaðarins ný tækifæri sem þær nýttu sér. Al- hliða rannsóknir í greininni hafa eflst og vænleg sprotafyrirtæki eins og ORF orðið til. 5. Landgræðsluáætlun til 10 ára. Gerir starf Landgræðslunnar mark- vissara til lengri tíma og eykur vem- lega þátt bænda við ræktun og endurheimt landgæða. 6. Skógræktaráætlun til 5 ára. Treystir í sessi uppbyggingu lands- hlutabundnu skógræktarverkefn- anna. Fjármagn til greinarinnar Eftir tæpa ■HHI fjögurra ára veru mína í landbúnaðarráöu- neytinu gleður það mig aö sjá þær vöröur sem um ókomna tíö munu sýna þá miklu þróun sem landbúnaðurinn hefur gengiö í gegnum og þann þrótt sem lesa má úr starfi íslenskra bænda hækkar ár ffá ári, skógræktarbænd- um fjölgar og allt skipulag til ffam- tíðar verður auðveldara. 7. Um leið og öllum svæðum er liggja næst dýrmætum laxveiði- perlum var lokað fyrir laxeldi var heimilað að nýta lax af norskum uppruna í sjávareldi á fáum völdum stöðum við strendur landsins. Villtur lax er auðlind sem sannan- lega nýtur vafans. 8. Embætti yfirdýralæknis hefhr verið eflt, ekki síst til að að tryggja að hingað berist ekki þeir sjúkdómar sem vart hefúr verið í mörgum ná- grannalöndum okkar. 9. Með samningi við garðyrkju- bændur var starfsskilyrðum garð- yrkjunnar breytt í meginatriðum. I stað tollvemdar keppir íslensk ffam- leiðsla á opnum tollalausum markaði en fær í staðinn bein- greiðslur úr ríkissjóði. Reynslan er góð, ekki síst vegna breytts viðhorfs neytenda. 10. Landbúnaðarráðuneytið hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegum samningum er snerta landbúnað og átt þar gott samstarf við utanríkis- ráðuneytið. Litið er á þátttöku í þessum samningum sem eitt af for- gangsmálum ráðuneytisins enda nauðsynlegt að fylgja fast eftir sér- stöðu Islands í viðkvæmum samn- ingum innan WTO. 11. Umboðsmaður íslenska hestsins. Samstarfsverkefni ráðu- neyta, fyrirtækja, samtaka og ein- staklinga um að efla markaðs- setningu á íslenska hestinum, hesta- tengdri ferðaþjónustu og íslandi almennt. Hér em taldar nokkrar vörður er marka þá leið sem íslenskur land- búnaður hefur farið á síðustu ámm. Enn er þó ótalin sú sem mér finnst vænst um en það er sú við- horfsbreyting sem orðið hefúr hjá al- menningi. Landbúnaðurinn hefúr endurheimt þá stöðu í hjörtum ís- lendinga að vera nauðsynlegur þátt- ur í atvinnulífi þjóðarinnar ekki síð- ur en í ásýnd landsins þegar keyrt er um sveitimar og tryggir með því byggð á sem flestum stöðum. Að eiga þátt í þessari viðhorfsbreytingu hefúr gefið starfi mínu aukið gildi. Guóni Ágústsson, landbúnaóarráóherra. Kosningar 10. maí Kosningar 10. maí Kosningar 10. mai Kosningar 10. maí fslenskur landbúnaOur og verkaik við matvæla framleiOslu eiga samleiO Fyrir stuttu var haldinn fundur fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingis í vor. Tilgangur fundarins var að kanna hug stjórnmálaflokkanna til aðildar að Evrópusamband- inu og hugsanlegar afleiðingar fyrir það verkafólk sem vinnur við matvælaframleiðslu. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið afar skýr í sinni afstöðu og hafn- ar aðild að Evrópusambandinu. Ekki síst vegna íslenskra hags- muna í sjávarútvegi og land- búnaði. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum EES samninginn standa fyrir sínu og teljum hann hafa dugað okkur vel hingað til og í raun er ekkert sem bendir til annars en að svo verði áffarn. Mikilvægt er aö hafa í huga aö land- búnaður, þjónusta viö landbúnað og úrvinnsla landbúnaö- arafuröa hafa veriö mikilvægir þættir í atvinnu landsmanna. Flestir þétt- býliskjarnar á landinu byggja á þjónustu viö landbúnað og mat- vælaiönaö á einn eöa annan hátt. 1 Hvað þýðir aðild að ESB fyrir íslenskan landbúnað? Við Islendingar yrðum að laga kerfi okkar að ESB reglunum, bæði að fjárhagslegum stuðningi og reglum um innflutning á land- búnaðarvörum. Áhrifin yrðu mismunandi eftir einstökum greinum land- búnaðarins. Sauðfjárræktin myndi koma best út varðandi breytingar á styrkjareglum en allar greinamar myndu lenda í harðri samkeppni við innfluttar vörar. Þar nefni ég helst svína- og kjúklingarækt og unnar mjólkurvörar. Islenskar vinnslustöðvar myndu í fram- haldinu lenda í veralegum erfið- leikum enda era þær litlar í samanburði við erlendar stöðvar. Þegar grannurinn fyrir úr- vinnslunni er ekki fyrir hendi þá leggst ffamleiðslan niður. Mikilvægt er að hafa í huga að landbúnaður, þjónusta við Iand- búnað og úrvinnsla landbúnaðar- afurða hafa verið mikilvægir þættir í atvinnu landsmanna. Flestir þétt- býliskjamar á landinu byggja á þjónustu við landbúnað og mat- vælaiðnað á einn eða annan hátt. Við eigum að nýta til fúlls þá möguleika sem felast í íslenskum landbúnaði til bættra lífskjara fyrir það fólk sem við greinina starfar, bæði þá sem framleiða vörana og þá sem era í matvælafFam- leiðslunni, hagsmunir beggja fara svo sannarlega saman. Sjálfsagt er að hvetja fram- leiðendur til að nýta öll þau tæki- færi sem gefast til útflutnings á grandvelli gæða íslenskrar búvöra, hreinleika hennar og lítillar lyfja- notkunar. Það gleymist oft að það er sjálfsagt að gera sömu kröfúr til innflutnings um hollustu og hrein- leika og gerðar era til íslensku vörannar. Með bestu óskum um gleðilegt og gjöfult sumar. Drífa Hjartardóttir, alþingismaður og bónd'u

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.