Bændablaðið - 09.12.2003, Page 1

Bændablaðið - 09.12.2003, Page 1
21. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 9. desember 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 10.500 eintök Tæknifélag mjólkuriðnaðarins stóð fyrir ráðstefnu á Akureyri um síðustu helgi undir yfirskriftinni "Mjólkuriðnaður á tímamótum". A ráðstefnunni var fjallaö um framtíð mjólkurframleiðslu og mjólkurvinnslu og leitað svara við því hvort skynsamlegt væri fyrir mjólkuriðnaðinn í landinu að sameinast í eitt fyrirtæki eða hvort farsælla væri að hér yrðu áfram rekin tvö eða fleiri sjálfstæð fyrirtæki. Opinber verólagning líkiega afnumin uin mitt næsta ár "Astæða þess að við boðum til fundar- ins nú er margþætt," segir Hólmgeir Karls- son, formaður félagsins. "Mjólkuriðnaður- inn hefúr sjaldan eða aldrei búið við jafn mikla óvissu í rekstrarumhverfi sínu gagnvart framtíðinni og nú. Fyrst ber að nefna að opinber verðlagning á heild- sölustigi verður að öllu óbreyttu afnumin um mitt næsta ár. Það eitt og sér er kannski ekki stóra ógnin eða óvissan heldur hitt að frá þeim sama degi muni mjólkuriðnaðurinn falla undir sam- keppnislög samkvæmt túlkun Samkeppnis- stofnunar. Samkeppnisstofnun telur jafnffamt að þá verði verðtilfærsla mjólkuriðnaðarins óheimil svo og margt af mikilvægu samstarfi mjólkurfyrirtækjanna eins og sameiginleg dreifmg, sölu- og markaðsstarf og þar með talinn rekstur Osta- og smjörsölunnar í núverandi mynd." Verkaskipting milli fyrirtœkjanna gœti komist í ákveðið uppnám Hólmgeir sagði að félli verðtilfærslan á brott við núverandi aðstæður kæmist verkaskipting milli fyrirtækjanna í ákveðið uppnám og því hætta á að sú mikla hagræðing sem náðst hefúr með náinni samvinnu mjólkurfyrirtækjanna á síðustu árum geti tapast. "Sama gildir einnig um sameiginlega ffamleiðslu og birgðastýringu mjólkuriðnaðarins sem miðar að því að nýta sem best markaðinn fyrir mjólkur- vörur. Þá má nefna að ákveðin óvissa ríkir um stuðning ríkisins við mjólkurbændur og þá ekki síst á hvaða formi stuðningurinn verður. Undirbúningur að gerð nýs búvörusamnings er nýlega hafinn og töluverð óvissa er tengd alþjóðasamningum með landbúnaðarvörur sem fátt geta þýtt annað en vaxandi ógn af innflutningi." Fjölmargir úr röðum bænda og ffá mjólkuriðnaðinum fluttu framsöguerindi á fúndinum en dagskrá fúndarins var byggð upp með það að markmiði að draga ffam flest þau mál sem hyggja þarf að við ákvörðun þess hvort mjólkuiðnaðurinn eigi að sameinast í eitt fyrirtæki eða ekki. í setningarræðu formannsins kom einnig ffam að tími til aðgerða væri naumur ef mjólkuriðnaðurinn og bændur ætluðu að ráða ferðinni. Mikilvægt væri því að mjólkuriðnaðurinn og mjólkurbændur færu nú vel yfír stöðu mála og gerðu sér sem fyrst grein fyrir að hverju skyldi stefnt. Eigi mjólkuriðnaðurinn að sameinast í eitt fyrirtæki má benda á að eina örugga leiðin væri að gera það áður en verðlagning á heildsölustigi verður afnumin næsta sumar þvf fram að þeim tíma er fullkomlega öruggt að iðnaðurinn heyrir undir búvörulög en ekki samkeppnislög. Mikilvægt er þó að fara gaumgæfilega yfir öll atriði málsins áður en slík ákvörðun er tekin. Formaðurinn hvatti mjög eindregið til samstöðu bænda um land allt og mjólkuriðnaðarins við að leiða þetta mikilvæga mál til lykta. I umræðunni um samruna mjólkurfyrirtækja eins og t.d. MBF og MS hefur komið upp að bændur telja eign sína mismikla sem vafalaust er rétt. Jafnframt eru norðlenskir bændur í þeirri stöðu að teljast eiga minna í sínum mjólkurrekstri. Þetta eru samt bara smámunir og skammtímahagsmunir sem bændur verða að ná að leysa fljótt eða leggja til hliðar því hagur bændanna felst í því að reka hér arðbæra mjólkurvinnslu í framtíðinni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.