Bændablaðið - 09.12.2003, Side 2

Bændablaðið - 09.12.2003, Side 2
2 Bændablaðið Þriðjudagur 9. desember 2003 ðhpeytt vgpO úl neytenda Verðlagsnefnd búvara hefur samþykkt að framreikna verðlagsgrundvöll fyrir kúabú, með vísitölu neysluverðs miðað við 1. október s.l. en verðlags- grundvöllurinn byggir á verð- lagsgrundvelli frá 1. nóvember 2002. Þá hefur nefndin enn- fremur orðið sammála um að ekki komi til verðbreytingar á heildsöluverði mjólkur og mjólkurafurða frá og með 1. janúar 2004. Samkvæmt þeim framreikn- ingi sem nefndin hefur samþykkt hækkar verð á mjólk til bænda frá 1. janúar 2004 um 2,4% eða um kr. 1,89 kr. á lítra mjólkur frá því verði sem tók gildi 1. nóvember 2002. Við athugun á vinnslu- og dreifmgarkostnaði mjólkur og mjólkurafúrða kom í ljós að sá kostnaður hafði hækkað um 2,27% milli ára. Samkomulag varð hins vegar um að mjólkuriðn- aðurinn taki á sig 2,4% hækkun á verði til bænda þann 1. janúar 2004, ásamt franangreindri hækkun vinnslu- og dreifmgar- kostnaðar. Þá lýstu fulltrúar iðn- aðarins yfir því að ekki komi held- ur til hækkunar á sérvörum þeirra að svo komnu máli. í ljósi þessa helst heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum óbreytt. Aðumefndar niðurstöður vom samþykktar af öllum nefndar- mönnum. Bændabloðið Næsta Bændablað kemur út 13. janúar Dagur landbúnaðarins Búnaðarþing 2003 samþykkti að koma á degi landbúnaðarins og miða að því að hann verði árlegur viðburður. Stjórn Bændasamtakanna var falið að skipa undirbúningsnefnd til að vinna að málinu og stefna að því að „Dagur landbúnaðarins" verði haldinn ekki síðar en 2004. Stjóm BÍ hefur nú skipað nefndina og er undirbúningur að hefjast. I nefndinni eiga sæti Gunnar Sæmundsson, varafor- maður BI, Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, og Snorri Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda. Þórður H. Hilmarsson hjá Feyingu Vonumst Ul aO framleiQslan hefjist að fullu næsta vur Fyrirtækið Feying ehf. sem er með aðsetur í Þorlákshöfn hefur á undanförnum misserum unnið að undir- búningi á trefjavinnslu úr hör sem bændur á nokkrum stöð- um á landinu hafa ræktað með góðum árangri. Ýmislegt hefur þó orðið til þess að seinka framleiðslunni í Þorlákshöfh og að vinna úr því hráefni sem ræktað hefur verið. Þórður H. Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Feyingar, segir að meðal annars hafi dregist að leggja hitaveitu að húsnæði fyrirtækisins. Sömuleiðis hafi dregist að koma rafmagni í húsið vegna þess að gert var ráð fyrir að hægt væri að nota nærliggjandi spennustöð. Þegar á reyndi dugði hún ekki til. Þórður segir að þessi seinkun hafi þó ekki komið að sök þar sem ekki þurfti að framleiða eins mikið af sýnishomum og gert var ráð fyrir í upphaflegum áætlunum. „Það næsta er að byggja afkastagetuna upp í um 3 þúsund tonn á ári. Hafist verður handa eftir áramótin við að byggja yfir stóra og mikla vélasamstæðu sem notuð er til þess að hreinsa stöngulhýðið utan af trefjunum eftir að búið er að feygja. Útboð á byggingunni hefur farið fram og var skilafrestur til 4. desember sl. Vélasamstæðan er komin til landsins og það er okkar stærsta fjárfesting í ár að kaupa vélina og byggja yfir hana. Samhliða þessu byggjum við upp afkastagetuna í sjálfri feygingunni. Við steíhum á að hefja fúlla framleiðslu á vor- mánuðum," sagði Þórður. Hann segir að sá hör sem ræktaður var sumarið 2002 geymist sæmilega og að megnið af því hráefni sé enn fullgilt. Bændum hefur að fullu verið greitt fyrir uppskeru ársins 2002. Fepöaþjönusta stærsti vinnu- veitandinn innnn fárna ára Markaðsskrifstofa ferða- mála á Norðurlandi er að taka til starfa á Akureyri og er um að ræða heildarsamstarf aðila í ferðamálum frá Hrútafirði í vestri að Þórshöfn í austri en þessi tvö jaðarsvæði hafa þó ekki enn gengið endanlega frá sínum málum. Kjartan Lárusson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, mun veita markaðs- skrifstofunni forstöðu. Hann segir að öll stærstu sveitarfélögin á Norðurlandi, með um 85% íbúa svæðisins innan sinna vébanda, hafi til- kynnt sig í þetta samstarf. Til þessa hefur markaðsvinna í ferðamálum verið unnin á yfir 10 stöðum á Norðurlandi en verður i framtíðinni unnin af markaðsskrifstofunni. Þar með verður landsfjórðungurinn seld- ur sem ein heild í ferðamálunum en ekki sem margar ciningar eins og verið hefur. Kjartan segir að á liðnum undirbúningsmánuðum hafi verið tekið upp formlegt sam- starf við upplýsingaskrifstofur ferðamála bæði í Evrópu og Ameríku, stöðvar Flugleiða erlendis, stöðvar annarra flug- félaga sem hafa verið með flug- ferðir til Islands sem og stærstu ferðasöluaðilanna sem selja ferðir til Islands. Gefin hefur verið út 24ra síðna bæklingur um Norðurland og ferða- þjónustu á svæðinu. Kjartan segist hafa kynnt starfsemina fyrir Ferðþjónustu bænda og enda þótt ekki hafi enn verið gengið frá formlegu samstarfi segist hann fastlega gera ráð fyrir því að samstarf við FB verði tekið upp. Reiknað er með að markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi verði komin á fullt skrið á fyrri hluta næsta árs. Kjartan segir að ferðaþjónusta sé hraðvaxandi atvinnugrein og megi búast við að innan 10 til 15 ára verði hún orðin stærsti atvinnuveitandinn á Norður- landi. Fyrir bændur í ferða- þjónustu sé því hér um afar mikilvægt mál að ræða. Guðmundur Hallgrímsson, ráðs- og rúningsmaður á Hvanneyri bauð i haust ásmat Ullarselsfólki grunnskólum á Vesturlandi upp á sýnikennslu í rúningi og því hvernig ull verður a bandi. Þetta hefur undið upp á sig og fór hópurinn lika í Húnavatnssýslu og hitti nemendur i Húnavallaskóla í fjárhúshlöðunni á Akri. Guðmundur tók ofan af kind og spjallaði við krakkana og sýndi þeim muninn á togi og þeli svo var kemt, spunnið og tvinnað. Krakkarnir fengu síðan að taka lagð og kemba hann og ullarseljurnar spunnu þráð sem krakkarnir fengu að eiga. Þess má geta að Guömundur og Ullarseljurnar gáfu út baekling sem þau afhenda skólabörnum sem koma til þeirra. Á meðfylgjandi mynd má sjá krakkana sem komu í fjárhúshlöðuna á Akri. Rannsóknir ó sumar- exemi ganga vel Rannsóknir sem miða að því að þróa bóluefni gegn sumarexemi í hrossum hafa nú staðið í 3 ár. Rannsóknirnar eru sam- starfsverkefni Tilraunastöðvar Háskóla íslands að Keldum og Háskólans í Bern í Sviss. Þær eru styrktar að stórum hluta af Framleiðnisjóði landbúnaðarins en einnig af Rannís og svissneska vísindasjóðnum. Sumarexem er ofnæmi gegn prótínum sem berast í hross við bit mýflugna af ættkvíslinni Culicoides , en tegundin lifir ekki hér á landi. Öll hrossakyn geta fengið ofnæmið og er það afar algengt í íslenskum hestum sem fluttir eru úr landi. Um helmingur þeirra fær sumarexem þegar þeir hafa verið 2 ár eða lengur á flugusvæðum og ekkert hefúr verið gert til að verjast flugnabiti. Ætlunin er að einangra, framleiða og skilgreina of- næmisprótínin úr Culicoides mý- flugunni svo hægt verði að nota þau í bóluefni. Einnig er ætlunin að koma upp prófum til mælinga á ónæmissvörun í hestum og skilgreina betur eðli þeirra ónæmiviðbragða sem leiða til sumarexems. Rannsóknimar ganga nú mjög vel. Tekist hefur að einangra tvö gen úr flugunni sem trú- legt er að geymi upplýsingar um gerð oíúæmisprótína. Verið er að tjá genin yfir í prótín í skordýrafrumum. Vonir standa til að á næsta ári muni ganga hraðar að einangra fleiri gen þar sem nú hefúr tekist að ffamleiða eitt aðal prófefnið sem nauðsynlegt er fyrir þennan mikilvæga þátt rannsóknarinnar. Ofnæmis- virkni prótínanna verður svo prófúð með sér- stöku ofnæmisprófi sem hópurinn hefúr þróað. Öll helstu próf til að mæla ónæmissvörun í hestum hafa verið sett upp og meinvefja- greining á sumarexemsútbrotum er komin vel á veg. Einnig hafa verið þróaðar aðferðir til að bera saman og prófa mismunandi bóluefhi og ónæmisglæða s.s. DNA bóluefhi, prótín- bóluefni og mismunandi blöndur af hvoru tveggja. Undanfarið hafa orðið stórstígar ffamfarir í gerð bóluefna gegn ofhæmi í mönnum og talið að þau geti orðið raunhæfúr kostur innan 5 ára. Það gefúr góð fyrirheit um að svo geti einnig orðið í baráttunni við ofnæmissjúkdóma í hrossum. LandbótaáæDun fyrin Biskupstungnaafrétt Landgræðslufélagi Biskups- tungna hefur verið falið að sjá um gerð landbótaáætlunar fyrir Biskupstungnaafrétt í tengslum við gæðastýringu í sauðfjárrækt. Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur lagt til að Landgræðslu- félagi Biskupstungna verði falið verkefnið þar sem áætlunin mun m.a. byggja á því starfi sem unnið hefur verið á afréttinum undanfarin ár. Sveinn A. Sæland, oddviti Bláskógabyggðar, segir að með því að fela Landgræðslufélagi Biskupstungna verkefnið séu menn að nýta sér þá miklu þekk- ingu sem félagar í því hafa á upp- græðslu. Félagið hefúr verið afar öflugt á undanfömum árum og gjaman nefht þegar talað er um öflug landgræðslufélög á lands- vísu. Landgræðslufélag Biskups- tungna fékk landgræðsluverðlaun- in í fyrra.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.