Bændablaðið - 09.12.2003, Qupperneq 4
4
BændAlaðið
Þriðjudagur 9. desember 2003
Um 30% munurá raforkuverði
á Blönduósi og í Reykjavík
Kristján Möller pingmaOur fuílyrðir að mörg
fyrirtæki hætti við að flytja starfsemi sina út á
land vegna hás rafurku- ng flutningskostnaðar
„í kjördæmavikunni í lok október fór ég
um mitt kjördæmi alveg frá Siglufirði að
Egilsstöðum og kom við á öllum stöðum
þar í milli. Hvarvetna komu menn að máli
við mig og nefndu ótrúleg dæmi um háan
ílutnings- og orkukostnað. Menn tala um
þessi atriði sem mestu ógnina við atvinnu-
lífið á landsbyggðinni eins og mál eru nú.
Þeir segja að þessi atriði komi alltaf upp á
borðið þegar verið sé að tala um stofnun
nýrra fyrirtækja. Menn gera núorðið
betri áætlanir en áður fyrr þegar til
stendur að stofna fyrirtæki og þá standa
þessi dæmi alltaf upp úr og menn hætta
við allt saman af þeim sökum," sagði
Kristján Möller alþingismaður í samtali
við Bændablaðið.
Kristján Möller sagði að hann vissi mörg
dæmi þess að fyrirtæki hefðu hætt við að
flytja starfsemi sína út á landi bæði vegna
raforkukostnaðar og ekki síður vegna hins
háa flutningskostnaðar.
Af þessum sökum lögðu þeir Kristján
Möller og Sigurjón Þórðarson ffam þings-
ályktunartillögu á Alþingi um raforku-
kostnað fyrirtækja.
Þingsályktunartillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að
skipa þriggja manna nefnd sem fái það
verkefni að fara yfir mismunandi gjaldskrár
orkuveitna og kanna hvort raforkukostnaður
fyrirtækja sé mismikill eftir því hvaða
orkuveita þjónar þeim. Komist nefndin að
því að orkuverð fyrirtækja sé mishátt eftir
orkuveitum er henni falið að meta hvort mis-
munun lýrirtækja eftir því hvar þau eru á
landinu skekki samkeppnisstöðu þeirra."
I greinargerð með tillögunni segir að
Samtök raforku-, hita- og vatnsveitna, Sam-
orka, hafa gert samanburð á afltöxtum allra
rafveitna í landinu og hefúr þar komið fram
að mikill munur er á raforkuverði til
fyrirtækja eftir því hvar þau eru á landinu.
Samorka setur upp dæmi sem sýna berlega
að ótrúlega mikill munur er á því verði sem
fyrirtæki greiða, t.d. annars vegar á
Snæfellsnesi sem RARIK þjónar og hins
vegar í Reykjavík sem OR þjónar. Dæmi er
tekið af fyrirtæki sem þarf að greiða
1.632.790 kr. á ári fyrir rafmagn á starfs-
svæði RARIK, t.d. á Blönduósi, en ef sama
fyrirtæki væri í Reykjavík greiddi það
einungis 1.252.648 kr. Munurinn er um
30%.
Nefndinni ber að fara ítarlega yfir gjald-
skrár og útreikninga og í framhaldinu að
kanna hvort mishátt gjald á raforku skekki
samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu.
Rít frá námsstefnu
um sauöfjár- og
geiUjárrækt á íslandi
sumarifi 2002
Norræna búfræðifélagið, NJF,
og samtök um sauðtjár- og geit-
íjárrækt á Norðurlöndum, Inter-
Norden, efndu til námsstefnu í
Reykholti í Borgarfirði dagana
27.- 30. júní 2002. Þátttakendur
voru 64, flestir frá Norður-
löndunum.
Ut er komið rit með erindum
eða útdráttum úr erindum frá
námsstefnunni, en ritstjóri þess
var dr. Ólafur R. Dýrmundsson,
ráðunautur hjá BÍ, sem bar hitann
og þungann af framkvæmd náms-
stefnunnar. Flest erindin eru á
ensku en nokkur á norrænum mál-
um. Erindunum er skipt í nokkra
flokka. Þar má nefna: Fjár- og
geitfjárhús og fyrirkomulag í
þeim. Sauðfé og geitur á taði og
undirburður undir þau. Girðingar;
rafgirðingar og hefðbundnar girð-
ingar. Sauðfjárrækt og geitfjárrækt
á Norðurlöndum. Kynbótastarf-
semi í sauðfjárrækt á Norður-
löndum. Beit og vanhöld lamba á
úthagabeit og Bragð- og gæða-
rannsóknir á dilkakjöti.
Þeir sem áhuga hafa á að
eignast ritið snúi sér til Ólafs R.
Dýrmundssonar, sími 563 0317,
netfang ord@bondi.is.
Númndiog lyrrmnúi aðstoðomnn ráðhnrrn
Hér má sjá fyrrverandi og núverandi aðstoðarmenn ráðherra. Frá vinstri Borgþór Ólafsson, aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra,
Sveinbjörn Eyjólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Jón
Helgasonar iandbúnaðarráðherra, Hákon Sigurgrímsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar landbúnaðarráðherra og Eysteinn
Jónsson, núverandi aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra.
FræOaþing landbúnaOarins
Fræðaþing landbúnað-
arins 2004 verður
haldið fyrstu daga
febrúarmánaðar og
stendur í tvo daga.
Markmið fundarins er
að miðla niðurstöðum
úr rannsóknar- og
þróunarvcrkefnum á
sviði landbúnaðar og
efna til faglegrar
umræðu um ákveðin
málefni. Að þessu sinni
verður sjónum cinkum
beint að ræktun
landsins í víðasta
skilningi og landbótum í
úthaga ásamt hag-
kvæmri nýtingu upp-
skerunnar. Annars
vegar verður fjallað um
málið úr frá líffræðilegum for-
sendum og hins vegar verður lögð
áhersla á að skoða hinn tæknilega
og hagræna þátt Fyrri daginn
verður sameiginleg dagskrá en
síðari daginn verður boðið upp á
tvær samsíða fagdagskrár.
Fræðaþingið er affakstur
endurskoðunar á fyrirkomulagi og
faglegum áherslum hins árlega
"ráðunautafúndar" sem unnið hefhr
verið að á vegum stofhananna er að
þeim fúndi hafa staðið. Það starf
leiddi til þess að markhópur fúndar-
ins var breikkaður, aukin áhersla
verður lögð á miðlun niðurstaðna
rannsókna og þróunarstarfs svo og á
faglega efnisumfjöllun. Þá verður
fúndurinn styttur í tvo daga og
nafninu breytt í Fræðaþing land-
búnaðarins. Fulltrúum landgræðslu
og skógræktar hefúr verið veitt
formleg aðild að
undirbúningi og
framkvæmd fúndarins.
Skipuð hefúr verið
undirbúningsnefhd
væntanlegs fundar 2004
og eru hún eftirfarandi:
Fra Bændasamtök-
um íslands: Gunnar
Guðmundsson.
Frá Rannsókna-
stofhun landbúnaðarins:
Áslaug Helgadóttir
Frá Landgræðslu
ríkisins: Andrés Arn-
alds.
Og varaíúlltrúar með
fúllri aðild að faglegri
stefhumörkun dagskrár.
Frá Hagsmunafélagi
héraðsráðunauta: Run-
ólfur Sigursveinsson.
Frá Landbúnaðarháskólanum á
Hvanneyri: Torfi Jóhannesson
Frá Skógrækt ríkisins: Guð-
mundur Halldórsson.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
Torfa Halldórsson ræða við Jens
Norup, gestafyrirlesara frá Dan-
mörku, á síðasta ráðunauta-
fundi. Á milli þeirra er Gunnar
Guðmundsson.
Ný sumarbústaða-
byggfi í Rangárþingi
Á fundi hreppsráðs Rangár-
þings ytra í síðasta mánuði var
lögð fram ósk um heimild til að
auglýsa tillögu að deiliskipulagi
frístundabyggðar í landi
Svínhaga sem liggur að Ytri
Rangá að austanverðu. Var
samþykkt samhljóða að heimila
auglýsinguna.
Guðmundur Ingi Gunnlaugs-
son, sveitarstjóri Rangárþings ytra,
segir að um sé að ræða 106 lóðir í
þessari tillögu og að meðaltali séu
tveir byggingareitir á hverri lóð. Á
svæðinu fúllbyggðu verða því á
þriðja hundrað sumarhús.
Mörg sumarhús eru í Rang-
árþingi ytra. Guðmundur sagðist
ekki hafa nákvæma tölu á tak-
teinum en sagði að það væru
sennilega á milli þrjú- og ijögur
hundruð bústaðir á svæðinu.
Gosbrunnur i Rangá
Nokkrir hreppsnefndarfulltrúar
hafa lagt fram tillögu um að komið
verði upp gosbrunni í Rangá og að
brúin yfir ána við Hellu verði lýst
upp. Óskuðu þeir eftir umsögn
umhverfisnefndar og atvinnu- og
ferðamálanefndar um málið. Þær
umsagnir hafa verið mjög jákvæð-
ar. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
sveitarstjóri sagði að mönnum
litist vel á hugmyndina og nú væri
bara að sjá til hvemig endanleg
tillaga verður.
Mæfiraslyrksnefnd
fær slýrk frá
Bændasamtfikunum
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri, Bændasamtaka
íslands, sagði í samtali við
Bændablaðið að BÍ sendu ekki
út nein jólakort í ár. "Við
ákváðum að að láta Mæðra-
styrksnefnd fá til ráðstöfunar
það fé annars hefði farið í kaup
á jólakortum og útsendingu á
þeim."