Bændablaðið - 09.12.2003, Síða 10
10
fÉgt
meMunarM
i saufifó i
Noregi
Norðmenn hafa um áratuga
skeið verið með öflugt ræktun-
arstarf í sauðfjárrækt sem um
sumt er líkt starfinu hér á landi
en í öðrum atriðum talsvert frá-
brugðið. Ræktunarmarkmið og
áherslur hafa til dæmis verið
talsvert aðrar en hér á landi.
Áhersla á kjötgæði hefur lengi
verið niiklu meiri hér á landi en
þar. Á síðustu árum má greina
talsverðar breytingar hjá
Norðmönnum í þessum efnum.
Þær hafa m.a birst okkur í því
að þeir hafa verið að sækja ís-
lenskt fé til kynbóta á spælsau,
sem er það fjárkyn þeirra sem
er af sama stofni og íslenskt fé.
Þetta kyn telur um fimmtung
fjár þar í landi.
Kjötgœði í blendingsrœkt
Hinum fjárkynjunum hafa þeir
að meginhluta steypt saman í eitt
kyn, sem þeir kalla norskt hvítt fé
(norsk hvit sau). I sambandi við
aukna áherslu á kjötgæði hafa þeir
farið þá leið að ná ffam kjöt-
gæðum með blendingsrækt. Þeir
hafa sótt kjötgæði í Texel fé, bæði
frá Danmörku og Nýja-Sjálandi
með innflutningi á fósturvísum úr
úrvalsfé í þessum löndum. Gallinn
á Texel fénu er hins vegar að
æmar em ffemur ófrjósamar og
þykja ekki miklar mæður. Þess
vegna velja þeir að að nota aðeins
hrúta af hinni nýju kjötlínu til
framleiðslu sláturlamba en alls
ekki að að ala ær af þessu
blendingsfé.
Ræktun þessarar úrvalslínu fer
fram við landbúnaðarháskólann á
Ási þar sem er um 120 kinda
hjörð af þessu fé. Þama var í
byrjun safnað úrvalsgripum með
tilliti til kjötgæða vítt um landið
af norsks hvíta fénu og Texel fénu
sem fékkst við innflutninginn
blandað við það. Þessi ræktunar-
lína þeirra er kölluð Nor-X.
Nokkrir bændur eru einnig
komnir með litlar hjarðir af þessu
fé. Ræktunarlínan er í eigu
samtaka norsku samvinnuslátur-
húsanna (Norsk kjöttsamvirke).
Nokkur hópur úrvalshrúta er á
sæðingastövunum af þessari
ræktunarlínu. Sæðingar með sæði
úr þeim hrútum eru aðeins
framkvæmdar á búum þeirra
bænda sem eru félagsmenn
samvinnusláturhúsanna. Með
sæðingunum stefna þessir bændur
að því að koma sér upp
blendingshrútum til siáturlamba-
framleiðslu. I grein um þetta í
blaðinu Bondevennen eru myndir
af úrvalslömbum af þessari línu
sem eiga að fara í afkvæma-
rannsóknir með notkun sæðinga í
vetur. Ekki er samt gert ráð fyrir
nema um 70-80 afkvæmum undan
hverjum hrút þrátt fyrir slíka
notkun. Þetta eru sjáanlega feiki-
lega þroskamikil og væn lömb og
sögð hafa um 40 mm bakvöðva.
Fram kemur að í Rogalandi, sem
er eitt helsta sauðfjárræktar-
héraðið í Noregi, sé reiknað með
að um 30% sláturlambanna núna
séu með einhverja blóðblöndun
ffá Nor-X hrútum.
Við úrval í ræktunarkjaman-
um er beitt þeirri helstu ræktunar-
tækni sem nú er þekkt öflugust og
árangurríkust, þ.e. ómsjármæling-
um, en einnig sneiðmynda-
mælingum sem gera mögulegar
enn nákvæmari mælingar á
vefjasamsetningu lifandi gripa en
ómsjármælingamar. /JVJ/
(Byggt á grein í Bondevennen
frá 31. október 2003)
Bændabloðið
Þriðjudagur 9. desember 2003
Heysýnatakan í suman
Úvenju hröð spretta
haffii mikil áhrií á gæOin
Þeir Runólfur Sigursveinsson
hjá Búnaðarsambandi Suður-
lands og Guðmundur Steindórs-
son hjá Búgarði á Akureyri eru
sammála um að þrátt fyrir
eindæma gott sumar hafí hey oft
verið betri hjá bændum. Um það
bil 700 heysýni af Suðurlandi
hafa verið efnagreind og um 550
af Norð-Austurlandi. Gras
spratt svo hratt fyrir norðan í
sumar að gæðamunur var á því
á einni viku.
Runólfúr segir útkomuna
breytilega og mun breytilegri en í
fyrra. Hann segir allmikið af
góðum niðurstöðum en líka
töluvert af mjög slöku heyi.
Sprettutíð var með allra besta
móti í sumar en nokkuð erfitt var
að eiga við hey austan til á
Suðurlandi vegna rigninga. Eins
telur Runólfúr að bændur hafí ekki
byrjað nógu snemma að slá enda
þótt þeir hafi byrjað óvenju
snemma í sumar. Þroski grasa var
orðinn meiri en menn héldu. Fjöldi
heysýna á Suðurlandi hefúr að
sögn Runólfs verið svipaður sl. 4
til 5 ár eða um og yfir 700.
Niðurstöður heysýna koma bænd-
um að gagni bæði við fóðrun í
vetur og eins þegar þeir fara að
velta vöngum yfir áburðargjöf
næsta vor.
Runólfur var spurður hvort
munur hefði verið á heysýnum
túna sem annars vegar voru beitt
og hins vegar friðuð? Hann segir
að sá munur sé ekki umtalsverður
en fóðurgildi heyja af gömlum
túnum hafi verið með lakara
fóðurgildi.
Guðmundur Steindórsson, hjá
Búgarði á Akureyri, segir að
meirihluti heysýna af Norð-
Austurlandi sé kominn til þeirra
eða um 550. Eftir er að fá sýni að
mestu frá bændum í Norður-Þing-
eyjarsýslu. Þeir eru eingöngu
sauðfjárbændur og liggur ekki eins
á niðurstöðum og kúabændum.
Guðmundur segir að útkoman
sé heldur lakari en í fyrra hvað
varðar fóðurgildi. Próteinið er lítið
eitt lægra en öll steinefiiin hærri.
Það sem slegið var fyrst sé ágætis
hey en vegna hins góða tíðarfars
hafi sprettan verið ótrúlega snögg
og svo kom vætutíð í lok júní.
Háin er yfirleitt mun lakari að
gæðum en fyrri sláttur sem stafar
af of seinum slætti hennar. Mönn-
um þótti of snemmt að slá annan
slátt um miðjan júlí og þar með að
þurfa að slá í þriðja sinn. En samt
sem áður var töluvert um að slegið
væri þrisvar, því spretta hélst fram
i september.
Guðmundur segir að síðustu
tvö ár hafi Qöldi heysýna af Norð-
Austurlandi verið um 650.
Mikilvægt vegna
skattsins
A6 undanförnu hefur aö frumkvæöi
Jafnréttisnefndar BÍ veriö fariö yfir
þær reglur sem gílda um skráningu
hjóna/samskattaös sambúöarfólks
fyrir rekstri og samspil viö eyöublöö
ríkisskattstjóra vegna greiddra launa
þ.m.t. reiknaös endurgjalds og vegna
viröisaukaskatts. Leitaö hefur veriö til
Ríksskattstjóra um aöstoö viö þessa
yfirferð svo aö koma megi til bænda
leiöbeiningum um þetta efni áöur en
skila þarf upplýsingum til
viðkomandi skattstjóra fyrir áriö
2004. Þetta varðar fyrst og fremst
eyöublöö 5.02 (tilkynning til
launagreiöendaskrár staögreiöslu)
og 5.11 (greinargerö um reiknaö
endurgjald). Þessar upplýsingar veröa
birtar á vef BÍ og i Bændablaðinu 13.
janúar nk„ sem er fyrsta blað eftir jól.
Sértæk aðgerð
fynip sauð-
fjáppæktina
Lánasjóður landbúnaöarins hefur
ákveöiö aö veröa viö tilmælum
ríkisstjórnarinnar aö fresta
afborgunum lána í allt aö þrjú ár.
Guömundur Stefánsson,
framkvæmdastjóri sjóösins, sagöi í
samtali viö Bændablaðið aö þetta ætti
einungis viö um þá sem heföu
sauöfjárrækt a ö aöalatvinnu eöa
a.m.k. aö stórum hluta. Til aö koma
til greina í þessu sambandi þyrftu
umsækjendur því aö hafa minnst 200
vetrarfóðraðar kindur og a.m.k. 50%
búrekstrartekna af sauöfjárrækt. AD
uppfylltum þessum skilyrðum gætu
þeir sem þau uppfylla sótt um aö
afborganir og veröbætur á höfuöstól
yröu fluttar aftur fyrir umsaminn
lánstíma en vexti og annan kostnaö
yröi áfram aö greiöa á gjalddögum.
Aöspuröur sagöist Guömundur ekki
gera ráö fyrir aö þessar ráöstafanir
tækju til annarra en sauðfjárbænda
enda um sértæka aögerö fyrir þá aö
ræöa aö ósk ríkisstjórnarinnar.
Vapðveita þapf hellana í Rangápþingunt
Eyjólfur Guðmundsson er mikill áhugamaður um hella, bæði
manngerða og náttúrulega í Rangárþingi ytra og eystra. Hann hefur
ritað sveitarstjórnum þessara sveitarfélaga bréf þar sem hann
hvetur þau til að vinna að varðveislu hellanna og lagfæringum á
þeim sem fallið hafa saman að einhverju eða öllu leyti. Hann segist
hafa verið að hamra á þessu síðastliðin tíu ár eða svo og að við-
brögðin séu nokkuð góð hin síðari ár og áhugi manna farinn að vaxa.
„Ég veit ekki almennilega hvemig áhugi minn fyrir þessum hellum
vaknaði en þetta hefur verið að þróast svona smátt og smátt. Ég er
fæddur austur í Holtum á bæ sem heitir Litla -Tunga og síðar átti ég
heima á Heiðarbrún. Á þessu móbergssvæði í gömlu Rangárvallasýslu er
mikið af manngerðum hellum og reyndar eru þeir líka í V-Skafta-
fellssýslu. Þessir hellar em misgamlir. Hinir yngstu em höggnir út í
kringum 1920 en þeir elstu eru síðan fyrir landnám norrænna manna,
gerðir af írskum munkum að talið er. Hellamir vom notaðir sem fjárhús
og heygeymslur. Eftir að búskaparhættir breyttust hættu menn að nota þá
og hellamir em í mikilli niðumíðslu," segir Éyjólfur.
Hann segir að þessir hellar hafi aldrei verið rannsakaðir fullkomlega
af fomleifafræðingum og hafa heldur ekki verið aldursgreindir. Á seinni
ámm telur Eyjólfúr að flestir hellanna hafi verið skráðir. Hann bendir í
því sambandi á bók sem gefrn var út fyrir nokkmm ámm og heitir
Mannagerðir hellar á íslandi. í henni em hellar í Rangárvallasýslu taldir
upp.
Ekki er nákvæmlega vitað hve margir þessir hellar em í
Rangárvallasýslu vegna þess að sumir em fallnir, sumir lokaðir og aðrir
týndir. í jarðskjálftum hafa margir hellar lokast og á seinni ámm hefur
þeim lítið verið sinnt. í Rangárþingi ytra er til hellir á svo til hverjum bæ
á vissu svæði. Ægissíðu-hellamir em mjög margir, vom 13 þegar mest
var en einhverjum hefúr verið lokað. Til em náttúmgerðir hellar í
Rangárvallasýslu eins og við bæinn Núp í Fljótshlíð sem mun vera
sjávarhellir en sjávarströndin hefúr einhvem tímann legið þama upp að.
„Ég hef lagt til að menn gerðu veglegan helli nærri Hvolsvelli til að
sýna ferðamönnum og segja þar sögu manngerðu hellanna. Bergið þama
er ekki hart þannig að ágætt væri að vinna það og því hægt að búa þama
til mikla sali. Stærsti manngerði hellirinn í Skarðsfjalli er á bænum
Hellnum. Til hans fékkst fjárveiting upp á 3-4 milljónir króna og hann
var lagaður og er nú vel sýningarhæfúr fyrir ferðamenn. Einn hellir á
Ægissíðu hefur verið lagfærður og er sýningarhæfúr þannig að þetta er
allt að þróast í rétta átt. En það sem þarf að gera er að veita fjármagni á
hverju ári til hellanna og taka þá einn af öðmm og lagfæra. Hellar eru
sérstaða Rangárþinga og þeir laða að ferðamenn," segir Eyjólfur
Guðmundsson.