Bændablaðið - 09.12.2003, Side 14

Bændablaðið - 09.12.2003, Side 14
14 Bændoblaðíð Þridjudagur 9. desember 2003 Byigöarilö HðskigahyggOar vill fUIOIýsa Gullloss II aö lengia ferOamannaiíniabilif Gulifoss. Lýsingin á nð viðhnlda þeirri dulúð sem fnssinn býr yfir Oddur Þ. Hermannsson, landslagsarkitekt hjá Landformi ehf. á Selfossi, sá nýverið um hönnun á bílastæði, göngustígum og fleiri lagfæringum á aðstöðu ferðamanna við Gullfoss og var það gert á vegum Ferðamálaráðs íslands og Vegagerðarinnar. Hann sagði að áður en hafist var handa við þær lagfæringar hafi verið gerð greining á svæðinu um hvað ætti og þyrfti að gera á Gullfoss-svæðinu. Eitt af ljölmörgum atriðum var að koma fyrir flóðlýsingu við Gullfoss þannig að hægt væri að skoða fossinn yfir skammdegið í ljósi þess að ferðamannastraumurinn til íslands yfír veturinn færi sífellt vaxandi. Oddur segir að hugmyndin um flóðlýsingu hafí fengið misjafnar undirtektir og ekki hvað síst hjá náttúruvemdaryfirvöldum. Meðal annars þess vegna hafi ekki farið fram nein frekari skoðun á því hvemig lýsa ætti fossinn upp. Nú hafí ferðamálasamtökin í Bláskógabyggð tekið hugmyndina upp og hvetja til framkvæmda. Oddur segir að hann fagni því að umræðan skuli tekin upp að nýju. „Ég er með ákveðnar hugmyndir í sambandi við lýsinguna. Ég tel að koma yrði sjálfum ljóskösturunum þannig fyrir að þeir sæjust ekki frá aðalaðkomunni og því verður vesturbrún gjárinnar fyrir valinu. Þar undir væru þeir huldir og gestir þyrftu ekki að horfa í sterkt Ijósið né bjarma þess. Eitt af því sem ég sé fyrir mér er að flóðlýsingin hafí yfír sér ákveðinn listrænan ljóma, t.d. ljósgeislum sem beint væri í fossbrúnina á efri- og neðri flúðinni. Bjarmi geislans dæi síðan út í fossflúðimar og viðhéldi þeirri dulúð sem fossinn býr yfir. Lýsingin má hvorki vera bein né flöt, ljós sem færi jafnsterkt yfir alla náttúrusmíðina yrði einsleitt og aðal áherslumar hyrfu við Gullfoss," segir Oddur. Hann segir að lýsing á svona náttúrufyrirbærum sé umdeild um allan heim, þetta sé eins og með virkjanir, menn skiptast í flokka með og á móti. Oddur bendir á að hér á landi séu margar náttúrusmíðar sem í skammdeginu væri hægt að draga fram stórfengleikann á með því að nýta sér leik ljóss og skugga. „Þetta er umræða sem þarf að fara af stað og íslendingar þurfa að taka afstöðu til," sagði Oddur Þ. Hermannsson. Byggðarráð Bláskógabyggðar hefur samþykkt hugmynd um að flóðlýsa Gullfoss og segir Sveinn A. Sæland, oddviti Bláskógabyggðar, að hugmyndafræðin þar að baki sé að lengja ferðamannatímabilið um allt að 6 mánuði. Þetta kemur fram í nýrri stefnumótunarskýrslu sem gefin er út af sveitarféfögum í uppsveitum Arnessýslu. Það hafi margir aðilar haft orð á þessu m.a. hefur ferðamálaráð ályktað um málið. Hugmyndin er að lýsa upp sjálfan fossinn. Svcinn segir að fjárlaganefnd Alþingis hafi verið sent erindi vegna þessa máls. Þá hefur þingmönnum Suðurkjördæmis verið kynnt málið á sérstökum fundi. Kostnaðaráætlun hefur ekki verið gerð enda segir Sveinn að fyrsta skrefið sé að ýta málinu af stað en erindið til fjárlagancfndar snýst um að fá peninga til undirbúningsvinnu. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað við Gullfoss á síðustu misserum. Bílastæði hefur verið lagfært sem og göngustígar um svæðið þannig að aðgengi er orðið mjög gott. „ÖII umræðan um ferðamál á íslandi gengur út á það að lengja ferðamannatímabilið. Þeir sem fara upp að Gullfossi í skammdeginu geta ekki staldrað við nema skamman tíma birtunnar vegna. Ég held að þetta sé mikilvægt innleg í umræðuna um heilsárs ferðamannaþjónustu. Auk þess held ég að með réttri flóðlýsingu sé hægt að búa til ævintýraland við fossinn," sagði Sveinn A. Sæland. Sérsniðið að þörfum bænda • Öflugt og einfalt bókhaldsforrit sem er sérsniðið að þörfum bænda % Veitir mjög góða yfirsýn # viðurkennt af RSK % Fjárhagsbókhald, virðisauki, skuldunautar, lánardrottnar og sölureikningakerfi ásamt framtalskerfi til skila á rekstrarframtölum til RSK. # Verð á dkBúbót er frá kr. 12.450 með vsk # hafðu samband við tölvudeild BÍ í síma 563 0300 eða pantaðu beint af netinu. # Nýjum notendum býðst grunnnámskeið í notkun forritsins og því fylgir heimsókn leiðbeinanda sé þess óskað. # Búbát Bnkahlnta- félag um rekstur lerlaþjönustu i Vaglaskögi Markaðs- og atvinnumálanefnd Þingeyjarsveitar hefur lagt til að sveitarfélagið verði þátttakandi í einkahlutafélagi um rekstur ferðaþjónustu í Vaglaskógi. Þar er nú lítið hús þar sem rekin er verslun fyrir ferðamenn. Einka- aðilar sjá um reksturinn og tjaldstæðið í skóginum og nú vilja þeir færa út kvíarnar og fá annað hús. Gert er ráð fyrir að í því yrði góð hreinlætisaðstaða, baðklefar og önnur nauðsynleg aðstaða fyrir ferðamenn sem ekki er fyrir hendi í núverandi byggingu þótt góð salernis- aðstaða sé úti við tjaldstæðin. Jóhann Guðni Reynisson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, segir að uppi sé hugmynd um að stoína einkahlutafélag um ferða- mannaþjónustuna. Að því stæðu sveitarfélagið sem á húsnæðið og síðan þeir aðilar sem séð hafa um rekstur ferðaþjónustunnar til þessa. Hann segir að þegar starfsemin stækkar, eins og nú er rætt um, þá þurfí að kanna hvemig svona rekstri verði best fyrir komið. „Við erum nú að skoða leiðir til að efla ferðaþjónustuna á þessum eftirsótta stað," sagði Jóhann Guðni Reynisson. Markaðs- og atvinnumála- nefnd Þingeyjarsveitar hefúr ályktað um að tímabært sé að gefa út upplýsingabækling um sveitar- félagið þar sem fram kæmu helstu gönguleiðir og upplýsingar um markverða staði, þjónustu og helstu atþreyingu fyrir ferðafólk. Jóhann Guðni segir að nú sé verið að afla gagna til útgáfúnnar og unnið verði að henni í samráði við hagsmunaaðila í þjónustu við ferðamenn í Þingeyjarsveit. Norðursvæði Austurlands Sameinast um félags- og shólapjónifstu Sveitarfélögin á norðursvæði Austurlands, þ.e. Hérað, Borg- arfjörður og Vopnafjörður, hafa ákveðið að sameinast um félags- og skólaþjónustu á svæðinu en til þessa hefur skóla- þjónustan komið úr Fjarðar- byggð. Jens Pétur Jensen, sveit- arstjóri Fellahrepps, segir að skrifstofan muni annast kjara- samningagerð og annað sem snertir þau mál og þar mun fé- lagsmálafulltrúi einnig hafa að- setur sitt. Jens Pétur segir að Seyð- firðingar hafí ákveðið að draga sig út úr þessu og valdi það von- brigðum. Seyðfirðingar vilja að stofnuð verði ein félags- og skóla- skrifstofa fyrir allt Austurland en fólk á Héraði, Borgarfirði og Vopnafirði vilja hafa þessa þjónustu á svæðinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.