Bændablaðið - 09.12.2003, Qupperneq 18
18
Bændablaðið
Þriðjudagur 9. desembcr 2003
Vestuiiands-
StaJJólb Vétc
avers
ói
l?ar vjlíiptauinum
ámum
fiskun um hrygg
Alls hefur verið gróðursett til ijölnytjaskóga á 67 jörðum frá því
stofnað var til Vesturlandsskóga en gerðir 75 samningar um slíka
skógrækt á jafnmörgum jörðum. Vesturlandsskógar hafa starfað frá
apríllokum árið 2000 á grundvelli laga nr. 56 frá árinu 1999.
Starfssvæðið nær yfir hið gamla Vesturlandsskjördæmi auk
Kjósarsýslu. Vesturlandsskógar heyra undir landbúnaðarráðu-
neytið.
fylekleqra jóla oq
pariœldar a Lomancli
i ari
VEIAVERf
Árið 2000 voru gróðursettar
130.000 plöntur, árið 2001
280.000, en 500.000 plöntur árið
2002. Bráðabirgðatölur benda til,
að svipaður fjöldi plantna, þ.e.
500.000, hafi verið gróðursettur á
þessu ári. Gerðir hafa verið 100
samningar um skjólbeltarækt á
jafnmörgum jörðum. Á 70 jörðum
hefur þegar verið plantað til
skjólbelta, alls um 110 km miðað
við einfalda röð, þ.a. 50 km á
yfirstandandi ári. Þetta kemur
fram í svari Sigvalda Ásgeirs-
sonar, framkvæmdastjóra Vestur-
landsskóga, við fyrirspurn Bænda-
blaðsins.
Sigvaldi segir að nú bíði 52
aðilar þess að geta hafið skógrækt
á jörðum sínum. Stefnt er að því,
að allt að 20 geti bæst við á hverju
ári, þannig að biðin er í mesta lagi
til liðlega tveggja ára, ef
fjárveitingar til verkefhisins verða
auknar í samræmi við þings-
ályktunartillögu frá síðasta al-
þingi. Fjárveiting vegna ársins
2003 var kr. 53 milljónir.
Fastir starfsmenn Vesturlands-
MinkaveiOimaOur helur smíflaO minka-
gildrur sem skila nlrúlegum árungri
Reynir Bergsveinsson,
minkaveiðimaður í
Reykhólahreppi, hefur
fundið upp minkagildru
til veiða í ám og lækjum,
sem hann kallar
„minkasíu" og hefur
reynst ótrúlega vel.
Minkurinn syndir inn í
gildruna en kemst ekki
út úr henni aftur. Reynir
hefur verið með tilraun í
gangi síðan í júlí 2002 og
hann segir að allt hafí
gengið eins og vonir
stóðu til. Ekki þarf að
vitja um gildrurnar
nema þrisvar á ári, í
maí, ágúst og nóvember.
Hann segir að það virðist
ekki skipta máli þótt
dragúldinn minkursé
fyrir í gildrunni - aðrir
minkar sæki samt í hana.
Það virðist vera
árátta hjá minknum,
einkum hálfstálpuðum
hvolpum, að troða sér í
gegnum rör og göt en
fullorðin dýr eru var-
kárari og þá einkum læð-
urnar. Reynir segist hafa
séð læður á einum 11
stöðum þar sem
minkasíur voru en þær
gengu ekki í gildruna. í
eitt skipti kom hann að
minkasíu þar sem læða
hafði farið inn - áttað sig
og reynt að komast út cn
drukknað í þeirri
tilraun. Hann telur að
það hafi komið nokkrum
sinnum fyrir að læður
hafi sloppið út og því
þurfiað þrengja síuna
aðeins sem hann segir
vera lítið mál.
Smíði minkasíunnar
og tilraunirnar með hana
eru styrktar af
Framleiðnisjóði,
Vegagerðinni og
nokkrum öðrum aðilum.
Þegar Reynir var búinn
að setja niður 48
minkasíur fékk hann
bréf frá umhverfis-
ráðuneytinu um að hann
mætti ekki setja fleiri
síur niður og taka yrði
þær upp í maílok. Menn
héldu að fiskar og fuglar
færu í síurnar. Það hefur
hins vegar komið í Ijós að
silungar fara inn og út úr
síunum og ekkert annað
en minkar hafa veiðst í
þær.
„Þetta leiddi til þess
að síðastliðið sumar gafst
mér aldrei tækifæri til að
' ‘ ' % '•« i -—i :
Reynir sýnir afiann.
sjá hvernig síurnar
virkuðu gagnvart
hvolpum og smáminkum
sem eru að byrja að fara
úr greninu. Eg get ekki
séð það fyrr en næsta
sumar hvernig síurnar
koma út gagnvart
smæstu minkunum. Eg á
svo sem eftir að gera
ýmsar tilraunir enn,"
sagði Reynir.
Hann segist telja að
með þessum minkasíum
og öðrum veiðum megi
útrýma mink á vissum
svæðum en þar sem
minkur getur falið sig í
mikilli urð er hann
óvinnandi. Reynir bendir
á að tímakaup minka-
veiðimanna sé svo lágt að
það fæli frá. Ekki eru
greiddar nema 600
krónur á tímann í
útseldri tímavinnu og
voru launin lækkuð um
30 krónur ekki alls fyrir
löngu. Þetta segir hann
að sé gert í skjóli þess að
verðlaunin séu svo há en
þau eru 2.200 krónur
fyrir dýr. Á Snæfellsnesi
er verið að gildruveiða
mink til rannsókna og
þar eru greiddar 1400
krónur á tímann.
„1 þessum veiðitil-
raunum mínum hef ég
veitt 70 minka og ég
afþakkaði verðlaunin
vegna þess að með þeim
er ekki hægt að vinna að
útrýmingu minks á
Islandi því þá væru
menn að útrýma tekjum
sínum. Það þarf að
breyta launakerfi
veiðimanna þannig að
launin verði viðunandi.
Þá fyrst fást menn til að
sinna veiðunum af
alvöru," sagði Reynir.
skóga eru þrír en einn til viðbótar
starfaði við verkefnið á nýliðnu
sumri. Er vonast til að hægt verði
að bæta við hálfu stöðugild á
næsta ári og að þau verið fjögur frá
og með árinu 2005. Verkefni
starfsmann felast í miðlun ríkis-
stuðnings til bænda í formi fjár-
magns, plantna og þekkingar. Lið-
ur í þekkingarmiðluninni er gerð
ræktunaráætlana og öflugt nám-
skeiðshald í samvinnu við Land-
búnaðarháskólann á Hvanneyri.
Einnig er það hlutverk starfs-
manna að hafa eftirlit með því að
skógræktin sé unnin á sem bestan
hátt. Allar framkvæmdir eru
skráðar kyrfilega. Þarf fram-
kvæmdabókhaldið að vera með
þeim hætti að skógræktin verði af
alþjóðasamfélaginu talin gjald-
geng sem kolefnisbinding í fram-
tíðinni. Vesturlandsskógar halda
úti fféttabréfi í samstarfi við Fé-
laga skógarbænda á Vesturlandi.
Bækistöð Vesturlandsskóga er á
Hvanneyri. Búa allir starfsmenn
þeirra í Borgarfjarðarsveit.
I upphafi starfseminnar var
lögð nokkur áhersla á að kynna
verkefnið. Höfðu t.d. verið haldnir
nokkrir opnir fúndir vítt og breytt
um umdæmið í aðdraganda
stofhunar þess. Síðan hefur
kynningarstarfsemin verið í lág-
marki, að undanteknu sérstöku
átaki til kynningar í Dalabyggð í
lok ársins 2000. Ástæða þess, segir
Sigvaldi, að Dalabyggð fékk
sérstaka áherslu er sú að þar er
byggð talin standa hvað höllustum
fæti í landshlutanum. Vesturlands-
skógar eru nefnilega ekki aðeins
skógræktarverkefni heldur einnig
og ekki síður byggðaverkefhi sem
stuðlar að því, að bændur og
búandlið geti áfram setið jarðir
sínar þótt samdráttur verði í
hefðbundnum búgreinum. Jafn-
framt hefúr tilkoma Vesturlands-
skóga stuðlað að því að á jörðum,
sem horfið hafa úr hefðbundnum
búskap, hafa nýir eigendur getað
sest að. Því er ljóst, að verkefnið
hefúr stuðlað að viðhaldi búsetu í
hinum dreifðu byggðum.
Þetta gerist þrátt fyrir það að
enginn geti lifað einvörðungu af
skógræktinni. Hún getur í besta
falli verið hlutastarf og árstíða-
bundið sem slíkt. Hins vegar má
leiða líkur að því, að skógræktin
bindi menn tilfinningaböndum við
svæðið, ekki ósvipað því sem
hefðbundinn búskapur er talinn
gera. Þetta hefur stundum verið
kallað vistfesti. Menn leggja sig
fram við að fmna aðra tekju-
möguleika en skógræktina á jörð-
inni eða utan hennar en þeim er
jafnframt ofarlega í huga, að geta
búið á jörðinni, segir Sigvaldi.