Bændablaðið - 09.12.2003, Síða 21

Bændablaðið - 09.12.2003, Síða 21
Þridjudagur 9. desember 2003 Bændablaðið 21 Eldsneyti og þungaskattur hækka FlutningskostnaOur hjá SAH luekkar um eina milljón króna! Alþingi samþykkti nýverið hækkun á þungaskatti og bif- reiðaeldsneyti og samkvæmt út- reikningum Landvara, félags íslenskra vöruflytjenda, valda þessar hækkanir 5% hækkun á gjaldskrám í vöruflutningum. Þessi hækkun kemur sér því illa fyrir almenning og mörg fyrir- tæki út á landsbyggðinni. „Ef flutningskostnaðurinn hjá okkur hækkar um 4 til 5% sem ég tel ekki óvarlegt að ætla miðað við þær upplýsingar sem ég hef ffá mínum þjónustuaðila í flutningum þá þýðir sú hækkun fyrir fyrirtækið um eina milljón króna á ári. Við sjáum um flutning sláturfjár til okkar og síðan flutning á kjötinu frá okkur. Kjötmarkaðurinn er mjög erfiður eins og allir vita og þetta auðveldar ekki reksturinn," sagði Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri Sölufélags A-Húnvetning, sem rekur sláturhúsið á Blönduósi. Bæjarstjóm Blönduóssbæjar mótmælti þessari hækkun kröft- uglega þegar frumvörpin komu fram. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir að þungaskatturinn hafi hækkað bæði 1998 og 2001 og að sjálfsögðu komi þetta niður á vöruverði og rekstri fyrirtækja á landsbyggðinni. Það hafi því verið mjög eðlilegt að bæjarstjómin mótmælti jafn kröftuglega og hún gerði. Þingmenn landsbyggðarkjör- dæmanna hafa orðið varir við and- stöðu bæði almennings og fyrir- tækja með þessar hækkanir. Kristinn H. Gunnarsson er þing- maður Norðvesturkjördæmis. Hann sagði að vissulega þyrftu þingmenn stundum að gera fleira en gott þykir og tekjuöflun fyrir ríkissjóð er alltaf nauðsynleg. „Hér er fyrst og fremst um að ræða tekjuöflun fyrir ríkissjóð og ekki auðvelt að ná þessum peningum inn annars staðar. Síðan má benda á að þessi gjöld hafa verið óbreytt í nokkur ár og því má segja að fólk hafi notið þess að gjöldin voru ekki hækkuð. Svo má benda á að fyrirtæki eins og Bónus eru með flutningskostnaðar- jöfnun," sagði Kristinn. Hann sagðist ekki hafa orðið mikið var við óánægju með þessa hækkun. Hins vegar yrði hann var við meiri andstöðu við þá hugmynd að leggja niður þungaskattinn og taka upp olíugjald en rætt hefúr verið um að sú kerfisbreyting væri á næsta leiti. Nú er síðasta taekifaeri að eignast balepack á afmaelistilboðsverði BALEPACK MP-135: Alsjálfvirk vél Breið sópvinda, 2,10 m. 19 kefli með sjálfsmurðum legum. Söxunarbúnaður og mötunarvals. Tveir pökkunararmar. Tandem öxlar og flothjólbarðar. Netbindibúnaður. Frábær reynsla hérlendis. íslensk leiðbeiningabók. Rétt verð er kr. 4.100.000. Afmælistilboðsverð gildir aðeins til 31.12.2003. Takmarkað magn véla. Allt verð er tilgreint án virðisaukaskatts. ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI REYKJAVIk: Armúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 461-1070 73.505- me& vsk) Útbúnaður: - vendigír - 12+12 gírskipfing - 40 km gírkassi - 540/750 sn./aflúrtak - lyffukrókur - 4 vökvaúrtök - frambretti - dekk framan 380/70R24 - dekk affan 480/70R34 Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • www.velaver.is VÉLAVERf It NewHollan l\EWHOLLAI\D Me& nýrri línu af dráttarvélum frá bjóáu búnabi

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.