Bændablaðið - 09.12.2003, Qupperneq 34
34
Bændablaðið
Þriðjudagur 9. desember 2003
Litaðu Stufl
V/ltu lita?
Mjólkursamsaian og Bændablaðið efna til litasamkeppni
meðal lesenda Bændablaðsins af yngri kynslóðinni.
Þrenn vegleg verðlaun verða veitt. Listamennirnir geta
gert hvort heldur sem er - að kippt myndina út úr
blaðinu og sent til Mjólkursamsölunnar eða Ijósritað
myndina af Stúfi.
Myndirnar þurfa að berast til Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík fyrir 22. desember. Verðlaunamyndin verður
birt í Bændablaðinu. Með myndinni verður að fylgja
miði með nafni, kenntiölu, síma og heimilisfangi
listamannsins. Einnig er gott að fá netfang.
Heimilisfangið er:
Mjólkursamsalan Reykjavík
Bt. Stúfs
Bitruhálsi 1 -110 Reykjavík
Mundu eftir að skrifa nafn,
kenntitölu, heimili, síma á
blað og láttu það fylgja
myndinni. Ef þú ert með
netfang skaltu líka skrifa það
á miðann.
Kveðja,
Stúfur.
í stuttu máli!
Lögfræðingar og verkfræðingar
Þrír lögfræðingar og þrír verkfræð-
ingar ætluðu meö lest á ráðstefnu.
Á brautarstöðinni keyptu
lögfræðingarnir þrír hver sinn miöa,
en verkfræðingarnir þrír bara einn.
"Hvernig ætlið þið þrír að
ferðast á einum miða?" spyr einn
lögfræðinganna. "Við skulum bíða og
sjá til," svarar einn verk-
fræðinganna. Þeirfara inn í lestina
og lögfræðingarnir setjast hver i sitt
sæti en allir verkfræðingarnir troða
sér inn á salernið og læsa aö sér.
Skömmu eftir að lestin leggur af stað
gengur lestarstjórinn um og safnar
saman farmiðum. Hann bankar á
dyrnar á salerninu og segir:
„Miðann, takk." Örlítil rifa opnast og
handleggur réttir miðann út um
rifuna. Lestarstjórinn tekur miðann
og heldur áfram. Lögfræöingarnir sjá
þetta og fannst þeim þetta aö sönnu
snjöll hugmynd. Að ráðstefnu lokinni
hugðust þeir feta I fótspor
verkfræðinganna, kaupa bara einn
miða og spara peninga. Þegar þeir
koma á brautarstöðina kaupa þeir
einn miða en sjá sér til mikillar furðu
aö verkfræðingarnir kaupa alls
engan miða. "Hvernig ætlið þið eigin-
lega að ferðast miðalausir?" spyr
einn lögfræðinganna. „Við skulum
sjá til," svarar einn verkfræðinganna.
Þegar þeir koma um borð troðast
lögfræðingarnir inn á salerni og
verkfræðingarnir þrír inn á annað við
hliðina. Skömmu siðar
laumast einn verkfræöingurinn út af
salerninu, bankar hjá
lögfræðingunum og segir: „Miöann
takk!"
Hinir koma síðar
Þórarinn Eldjárn er einn af
Leirverjum og þegar hann fékk
fálkaorðuna fyrr á þessu ári glöddust
menn á Leir og Hjálmar
Freysteinsson orti.
Þórarinn er einn af oss,
oft hann stöku smíðar.
Á hann var núna hengdur kross,
hinir koma síðar.
Bjarnargreiöi
Orðatiltækið að gera einhverjum
bjarnargreiöa, gera eitthvað í
greiðaskyni við einhvern en það
verður honum til skaða, er erlent að
uppruna. Það hefur líklegast borist í
íslensku úr dönsku, gore nogen en
bjornetjeneste, en þar er það þekkt
frá miðri 19.öld. Orðatiltækið er
einnig til í þýsku, jemand einen
Báhrendienst enweisen.
Að baki liggur saga eftir franska
rithöfundinn La Fontaine (1621-
1695) um einsetumann sem átti
taminn björn. Björninn mat húsbónda
sinn mikils og vildi allt fyrir hann
gera. Dag einn, þegar
einsetumaðurinn hafði lagt sig, sóttu
að honum flugur sem ónáðuðu hann
í svefni. Björninn veitti þessu athygli
og vildi bægja flugunum frá höfði
húsbónda sins. Hann lamdi þvi á
flugurnar með hrammi sínum en ekki
fór betur en svo að hann malaði
hauskúpuna.
Versta vísan
Haraldur Blöndal kvartaði yfir þvi á
leirnum að þar birtust bara lélegar
vísur núorðið. Hjálmar Freysteinsson
sem gjarnan yrkir á leirnum lét
lögmanninn ekkert eiga inni hjá sér
og svaraði:
Allra versta vísan mín
verið getur
betri en sú besta þin
Blöndalstetur.
Steingrímur J. um sjálfan sig
Ég er að norðan, vitur, vænn
vandaðar kveð ég rimur.
Ég er rauður, ég er grænn,
Ég er Skallagrímur.
I ættbókum ýmsir fund'ann,
arfinn; þó væri það puð.
Það eru allir undan,
einhverjum nema guð.
Á ætt minni veit ég allgóð skil
og óþarft það að kanna,
hana rek ég hreykinn til
Hávarösstaðamanna.