Bændablaðið - 09.12.2003, Side 38

Bændablaðið - 09.12.2003, Side 38
38 Bændabloðið eítir að aukast Radisson SAS Hótel Saga er þriðja stærsta hótel landsins og er í eigu Bændasamtakanna sem og Hótel Island við Armúla. Þetta munu vera einu hótelin í heiminum sem eru í eigu bændasamtaka. Það gefur augaleið að það hlýtur að vera afskaplega yfirgripsmikið og vandasamt starf að stýra þessu fyrirtœki. Hins vegar má segja að það sé í takt við tíðarandann að hótelstjórinn er ung kona. Hún heitir Hrönn Greipsdóttir og hefur stýrt fyrirtækinu með glœsibrag undanfarin 5 ár. Hún er fœdd og uppalin að Geysi í Haukadal, þar sem alltaf hefur verið mikill ferðamannastraumur og rík hefð fyrir þjónusta við ferðamenn. „Það er rétt að ég er komin af miklu hótelfólki. Eg bjó í nábýli við afa minn og ömmu, Sigurð Greipsson og Sigrúnu Bjamadóttur, en þau ráku sumarhótel á Geysi og raunar ráku þau líka hótel með íþróttaskólanum en hann var starfandi fram til ársins 1973. Síðar var farið að reka hótel allan ársins hring á Geysi. Eg kom því mjög ung að hótelstörfum og kynntist þeim rekstri vel án þess að það væri markmið mitt að leggja hótelstörf fyrir mig. Eiríkur Bjamason, ömmubróðir minn, bjó í Hveragerði og starffækti Hótel Hveragerði um langt árabil. Þau vom bara tvö systkinin og störfuðu bæði í hótelrekstri sem hefur án vafa verið sérstakt á þeim tíma því þau vom bændafólk en lenda bæði í þessari starfsgrein. Foreldrar mínir störfuðu hins vegar fyrir Landgræðsluna og Skógræktina og komu ekki að hótelrekstri. Föðurbróðir minn tók við hótelinu og rekur það núna og ég vann alla mína skólatíð hjá honum við ferðaþjónustu yfir sumartímann," segir Hrönn þegar hún var spurð hvemig það hefði komið til að hún valdi sér þetta lífsstarf. -Lœrðir þú eitthvað sérstaklega til hótelstjórnar? „Nei, ég gerði það ekki. Ég fór í menntaskóla í Reykjavík og að loknu stúdentsprófi fór ég viðskiptaffæði í Háskóla Islands. Að stúdentsprófi loknu var það fyrir tilviljun að ég hóf störf hjá Ferðaskrifstofunni Utsýn; sem síðar varð Úrval-Útsýn. Ég var sett yfir innanlandsdeildina hjá Útsýn og starfaði þar um tíma. Síðar flutti ég til London með eiginmanni mínum sem tók við starfi svæðisstjóra Flugleiða þar í borg. Ég notaði aftur á móti tækifærið til að mennta mig ffekar og var þá með hugann við að koma mér út úr ferðaþjónustunni. Þetta var á þeim tíma sem hlutabréfamarkaðurinn var að verða til hér á landi og mig langaði til að starfa í fjármálaumhverfinu. Þess vegna tók ég mastersgráðu í fjármálum. En svo gerðist það að ég sá hótelstjórastarfið á Hótel Sögu auglýst, stóðst ekki freistinguna og sótti um það og fékk starfið." Miklar breytingar -Efvió snúum okkur að deginum í dag, hvernig gengur hótelrekstur í Reykjavík um þessar mundir? „Segja má að hann gangi bærilega. Við hér á Radisson SAS Hótel Sögu höfúm staðið í miklum hagræðingaraðgerðum sl. 5 ár. Það má eiginlega segja að hér hafi öllu verið snúið við í rekstrinum á þessum tíma. Með því er ég síður en svo að kasta rýrð á forvera mína héma, öðru nær. Það var bara komið að þeim tímapunkti að það þurfti að taka hér til og breyta. Við tókum upp ýmsar nýjar starfsaðferðir og nýtt fólk kom til starfa. Það var meðal annars vegna þessara aðgerða að við fórum í samstarf við Radisson SAS keðjuna. Við sáum fyrir að samkeppnin myndi aukast á komandi árum og það gæfí okkur forskot í samkeppninni að vera hluti af einhverju alþjóðlegu vörumerki. Það sem við höfúm upp úr þessu samstarfi er að fá aðgang að sölu- og markaðsefni þeirrasem og söluneti. Auk þess fáum við ákveðna ráðgjöf í rekstrinum og stranga yfirstjóm um hvemig reksturinn eigi að vera. Ég hygg að breytingamar hjá okkur hafí gengið hraðar fyrir sig vegna þessa samstarfs og þeirrar pressu sem er á okkur vegna þess. Varðandi hótelrekstur almennt Þriðjudagur 9. desember 2003 á íslandi þá þarf enn að glíma við þessa miklu árstíðasveiflu sem gerir reksturinn dálítið erfiðan en samt hefur orðið mikil breyting þar á. Það eru ekki mörg ár síðan veturinn var algerlega dauður. Nú hefúr þetta teygst í báða enda - vor og haust - og í raun koma ferðamenn til Islands allan ársins hring." -Heldurðu að það sé þörf fyrir meira hótelrými í Reykjavík en nú er til staðar? „Það er erfitt að segja til um það. Það sem hefur alltaf gerst hér á landi er að þetta kemur inn í stómm stökkum. Til mynda hefúr orðið 20 til 25% aukning á hótelrými á einu ári sem er nokkuð mikið í einu. Bæði hafa ný hótel verið opnuð og á eldri hótelum hefúr verið bætt við herbergjum. Við þurfum í þessu sambandi að líta til hótela í 150 km fjarlægð ffá Reykjavík vegna þess að aukning á hótelrými hér hefúr áhrif á þeirra rekstur." Hœgt að fá fleiri ráðstefnur til landsins -Hefurðu trú á því að hægt sé að auka ferðamannastrauminn til Islands yfir vetrarmánuðina? „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er hægt. Við skulum ekki gleyma því að ekki eru mörg ár síðan mjög lítið var um erlenda ferðamenn á Islandi í september og október Nú var októbermánuður mjög góður hjá okkur. Það var mikið um ráðstefnur og fjölmargir ferðamannahópar sem komu til T.v. Meðal þeirra sem sjá má á þessari mynd, sem tekin var við vígslu Bændahallarinnar, eru Hjalti Gestsson ráðunautur, Karen Gestsdóttir, Jóhannes Eiríksson ráðunautur, Jóhann Hafstein, fyrrum forsætisráðherra, Þorvaldur Guðmundsson i Síld og fiski, Margrét Garðarsdóttir og eiginmaður hennar Halldór H. Jónsson, Guðlaugur Rósenkrans, þáverandi þjóðleikhússtjóri, Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, Einar Ólafsson frá Lækjarhvammi og Berta Sveinsdóttir frá Lækjarhvammi. T.h. Bændahöilin komin vel á veg í byggingu sem hófst árið 1956 en húsið var tekið í notkun 1962. Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu, segir að Bændasamtök íslands séu einu bændasamtökin í heiminum sem eiga hótel og ekki bara eitt heldur tvö því samtökin eiga líka Hótel ísland við Armúla í Reykjavík. Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti Islands, lagði homstein að Hótel Sögu 11. mars 1961. Þá hafði undirbúningur hótelsins staðið yfir í nokkur ár en hótelið var síðan tekið í notkun árið 1962. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands, segir svo frá aðdraganda þess að Bændahöllin og hótelið var byggt í 40 ára afmælisriti hótelsins 2001. „Á þriðja og fjórða áratugnum var farið að ræða það hjá Búnaðarfélaginu að endurnýja húsnæði félagsins. Þá kom fram sú hugmynd að byggja skrifstofuhúsnæði með gisti- og samkomuaðstöðu fyrir bændur utan af landi eða eins og segir um samþykkt búnaðarþings 1941: „að reisa bændahús í Reykjavík fyrir búnaðarsamtökin í landinu, skrifstofúr og gistiheimili." Árið 1948 fékkst lóðin við Hagatorg og framkvæmdir við Bændahöllina hófúst 1956. Þannig má segja að upphaflega hugmyndin um að reisa skrifstofúhúsnæði með gistiaðstöðu hafi þróast yfir í þessa glæsilegu hótelbyggingu með skrifstofúaðstofu." Hótel Saga hefur alla tíð verið í eigu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda sem síðar varð að Bændasamtökum Islands. Sigurgeir segir að bændur hafí skattlagt sig í 12 ár til að standa straum af kostnaði við byggingu Bændahallarinnar og vissulega hafí staðið deilur um bygginguna á sínum tíma. Hótelið var síðan stækkað um nær helming á níunda áratugnum. Bændasamtökin eru til húsa á 3. hæðinni og í suðurenda 2. hæðar. „Bændahöllin hefúr komið íslenskri bændastétt að góðum notum og hefúr bætt aðstöðu þeirra er fyrir hana vinna. Bændasamtökin hafa alla tíð átt afar farsæl samskipti við stjómendur og starfsfólk Hótel Sögu," sagði Sigurgeir Þorgeirsson. Árið 1991 keypti Hótel Saga Hótel ísland af Búnaðarbankanum og þann 1. janúar 1999 hófu hótelin samstarf við Radisson SAS, alþjóðlegu hótelkeðjuna og er sú samvinna með miklum ágætum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.