Bændablaðið - 09.12.2003, Qupperneq 41
Þrídjudagur 9. descmher 2003
Bændoblaðið
41
Áburðarkaup eru einn af stærri kostnaðarliðum í
búrekstrinum. Samkvæmt niðurstöðum búreikninga
Hagþjónustu landbúnaðarins árið 2002 voru kaup á áburði
og sáðvörum um 27% af breytilegum kostnaði sauðfjárbúa
og 15% af breytilegum kostnaði kúabúa. Afþessu má sjá að
mjög mikilvægt er að bera rétt á svo ekki sé verið að sólunda
verðmætum með of mikilli eða ónákvæmri áburðargjöf en
einnig þarf að gæta þess að spara sér ekki til skaða með
ónógri áburðargjöf. Áburðaráætlanir eru besta tækið til að
tryggja rétta notkun áburðar. Áburðaráætlun er hægt að
vinna í höndum eða með aðstoð tölvu t.d. með Excel eða til
þess ætluðum áburðaráætlunarlíkönum (t.d. NPK eða
Brúsk). Þær upplýsingar sem þurfa að liggja iyrir þegar
hafist er handa við gerð áburðaráætlunar eru eftirfarandi
Listi yfir túnspildur, grænfóðurstykki, komakra og annað
ræktunarland
0 Nafn eöa númer
0 Stœrð í ha
0 Jarðvegsgerð - mat á frjósemi
0 Aldur rœktunar
0 Plöntutegund í rœktun
A burðarskammtar
Þegar íyrrgreindar upplýsingar Iiggja fyrir er rétt að ákvarða
hæfilegan áburðarskammt á hverja spildu. Við þá vinnu er
hægt að sfyðjast við eftirfarandi upplýsingar:
0 Ráðleggingar í uppflettiritum s.s. Handbók bænda
eða Áburðarfræði Magnúsar Óskarssonar og
Matthíasar Eggertssonar
0 Sérstakar svæðisbundnar ráðleggingar
0 Jarðvegsefnagreiningar og heysýni
0 Reynslu og tilfmningu fyrir frjósemi jarðvegarins
Mikilvægt er að samhengi sé á milli þeirra efna sem tekin
em á brott með uppskeru og þess sem borið er á tún. Engin
ástæða er til þess að bera fúllan túnskammt á tún sem skila
lítilli uppskem þannig að umframáburðarefni hlaðist upp í
jarðvegi eða skolist burt með jarðvatni. Séu skoðaðar
efnamælingar á heyi og uppskera af túni má reikna það magn
sem ljarlægt er með uppskem og hafa til hliðsjónar þegar
áburðarþörfm er metin.
Búfjáráburður
Þegar heildaráburðarþörf hefur verið ákvörðuð út ffá
þeim gögnum sem liggja fyrir er rétt að áætla/reikna það
magn búfjáráburðar sem fellur til á búinu og á hvaða spildur
skuli bera hann. Skynsamlegt er að stefna að því að uppfylla
K-þörf með búfjáráímrði og bera þá einungis tvígildan áburð
(N og P) á þær spildur sem fá búfjáráburð. Mjólkurkýr
leggur ffá sér um 20 tonn af vatnsblandaðri mykju árlega
sem í em um 2 kg N - 0.5 kg P og - 2 kg K. Til þess að
uppfylla K-þörf túns í góðri rækt þarf því um 20-30 tonn af
vatnsblandaðri mykju á hektara. 20 tonn af mykju pr. ha
gefa 40 kg N og 10 kg P. Hæfilegt væri því að bera á sem
samsvarar ríflega hálfum túnskammti af tvígildum áburði. í
tonni af sauðataði em um 4 kg N, 1,5 kg P og 5 kg K og því
þarf um 10 tonn á ha til að uppfylla K-þörfma og það magn
skilar um 30 kg N og 15 kg P.
Frágangur áburðaráœtlunar
Þegar gengið hefur verið frá spildum sem fá búfjáráburð
þarf að finna áburð sem hentar þeim spildum sem eftir eru.
Sé ekki borinn á búfjáráburður verður tilbúni áburðurinn að
uppfylla þörf fyrir öll efni og því verður að bera á þrígildan
áburð.
Þegar gengið hefur verið ffá áburðaráætlun fyrir allar
spildur búsins er magnið dregið saman og þá er bara að leita
tilboða. Ef spumingar vakna er rétt að leita til
héraðsráðunauta á svæðinu sem ættu að geta leyst úr þeim
vanda sem upp kann að koma.
Ingvar Björnsson Búgardi
Almennar áburðarleiðbeiningar N kg/ha Uppskera Ní uppskeru kg/ha P í uppskeru kg/ha K í uppskeru kg/ha
Tún P K Rúllur Kg Prótein i heysýnum g P í hevsýnum a Klhevsýnum a
Uppskerumikil i góöri rækt 100-140 15-30 40-60 áha 120 150 180 210 2,5 3,5 10 15 20 25
Uppskerulítil í slakri rækt 80-110 15-25 30-50 þe/ha 2 3
5 1250 24 30 36 42 3 3 4 4 13 19 25 31
Grænfóður Hafrar, bygg, rýgresi 120-150 25-35 40-60 10 2500 48 60 72 84 5 6 8 GD 9 25 38 50 Én 63
Repja, mergkál, næpur 130-160 35-50 75-95 15 3750 72 90 108 126 8 9 13 38 56 94
Korn á fyrsta ári Frjósamt -framræst mýri 20 5000 96 120 144 168 10 13 15 18 50 75 100 125
20-45 20-30 40-60 25 6250 120 150 180 210 13 16 19 22 63 94 125 156
Meöalfrjósamt-mói 50-80 20-30 40-60 30 7500 144 180 216 252 15 19 23 26 75 113 150 188
Rýrt -sandur/melur Korn á ööru ári eða síðar 90-120 +30 20-30 40-60
Dæmi: uppskera er 15 rúllur á ha og heyefnagreiningar sýna að prótein í heysýnum er 150 g, P er 3,0 g og K er 20 g. Þetta þýðir fjarlægð eru 90 kg N, 11 kg P og 75 kg K af túninu með heyinu.
Jarfivegsefnagreiningar
og ábnrfiaráætlanir
Jarðvegsefnagreiningar gefa íil kynna næringarástand
jarðvegarins, forða helstu nœringarefna og aðstœður til vaxtar.
Nauðsynlegt er að hafa niðurstöður jarðvegssýna til hliðsjónar
við gerð áburðaráætlana. Kostnaður sem lagt er í við töku
jarðvegssýna skilar sér fljótt til baka í sparnaði í
áburðarkaupum og aukinni uppskeru vegna nákvæmari
áburðarnotkunar.
Súrt Hlutlaust Basiskt
pH 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14
^ Bygg, repja, mergkál og næpur (pH>6,0)
Vallarfoxgras (pH>5,5)
Aætlun 40-25 kg/ha 25-10 kg/ha 10-0 kg/ha
P-áburður Viðhaldsáburður +50-100% Viðhaldsáburóur Viðhaldsáburður-50-100%
P-tala Láq Meðal Há
mg/100g 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15
Aætlun 60-80 kg/ha 60 kg/ha 20-60 kg/ha
K-áburður Viðhaldsáburður+10% Viðhaldsáburður Viðhaldsáburður -30-100%
K-tala mj/100 g Lág 0 0,1 0,2 0,3 0,4 Meðal 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 Há 1 1,1 1,2 1,3 1,4
Sýnataka
Jarðvegssýnin eiga að endur-
spegla breytileikann í jarðvegs-
gerð ræktunarlandsins. Ekki er
nauðsynlegt að taka sýni af hverri
spildu heldur skyldi flokka spild-
umar eftir jarðvegsgerð, meðferð
og ástandi og taka sýni úr einni
spildu úr hverjum flokki. Þannig
getur heppilegasti fjöldi sýna
verið nokkuð breytilegur eftir
aðstæðum en í flestum tilvikum
ættu 4-6 sýni að gefa gott yfirlit.
Hvert sýni inniheldur 20-30 jarð-
vegstappa sem teknir em með
jarðvegsbor víðsvegar af spild-
unni. Gott er t.d. að ganga með
sýnaborinn hom í hom á spildunni
en þannig ætti að fást gott
þversnið af ástandi jarðvegarins.
Ekki skyldi taka sýni úr spildum
sem nýlega hafa fengið bú-
fjáráburð því það getur skekkt
niðurstöður.
Túlkun niðurstaðna
Sýrustig pH
Sýmstig er mælt á svokallaðan
pH skala sem mælir sfyrk H+jóna
í jarðveginum,. pH skalinn er frá
1 (súrt) upp í 14 (basískt) (sjá
mynd). Kjörsýmstig flestra jurta
er á bilinu 5,5-7 og á bilinu 6-7
nýtast næringarefni jarðvegarins
best. Misjafnt er þó hversu vel
plöntur þola ffávik frá
kjörsýmstigi. Kartöflur þola
súran jarðveg vel og flest grös
þola nokkuð súran jarðveg en
uppskera eykst við kölkun ef sým-
stig liggur nærri lægri mörkum.
Jurtir af krossblómaætt s.s. repja,
mergkál og næpur þola súra jörð
ffemur illa og einnig er kom mjög
viðkvæmt fyrir of lágu sýmstigi.
(Sjá mynd nr. 1)
Kölkun jarðvegs hækkar sým-
stig hans og bætir þannig
jarðvegsskilyrði nytjaplantna og
losar jurtanærandi efni sem
bindast fast í súmm jarðvegi. Sé
sýrustig undir kjörsýrastigi má
gera ráð fyrir að kölkun auki
uppskeru. Rétt er þó að benda á
að fari sýmstig í kartöflugörðum
yfir 5,5 eykst hættan á jarðvegs-
kláða verulega. Hæfilegt er að
dreifa 3-4 tonnum af skeljasandi á
hvem hektara túns en 5-12
tonnum pr. hektara í flög. Best er
að kalka að hausti eða á milli
slátta því kalkið getur dregið úr
nýtingu köfnunarefhis úr áburði
að vori.
Fosfór(P)
Fosfórtölur úr jarðvegssýnum
segja til um magn nýtanlegs fos-
fórs í jarðvegi og þar með fos-
fóráburðarþörf. Gera má ráð fyrir
að í hverju tonni af heyi séu 3 kg P
þannig að á tún sem skilar 5
tonnum af heyi þarf að bera a.m.k.
15 kg af fosfór til að ekki gangi á
fosfórforða jarðvegarins. Séu P-
tölur jarðvegssýna miðlungsháar
(5-10) er nægjanlegt að bera á
viðhaldsáburð eða sem nemur því
sem tekið er burt með uppskem.
Séu P-tölumar lágar (0-5) þarf að
bera á viðhaldsáburð að
viðbættum 50-100% en séu þær
háar (>10) má draga úr
viðhaldsáburði sem nemur 50-
100%. (Sjá mynd nr. 2)
Dæmi: Tún skilar 5 tonnum afheyi
(þurrefni/ha) að jafnaði og því eru
fjarlægð um 15 kg af fosfór árlega.
Jarðvegsefnagreining úr túninu gefur
P-töluna 8 sem er meðalhá tala.
Samkvæmtjarðvegsefnagreiningunni
væri hæfilegur áburðarskammtur
viðhaldsáburðureöa 15-20 kg P/ha.
Kalí(K)
Kalí er mjög hreyfanlegt og
binst illa í jarðvegi. Það kalí sem
fjarlægt er með uppskem verður
því að koma úr áburði eða vegna
veðrunar jarðefna. I hverju tonni
af heyi em um 18-20 kg kalí
þannig að tún sem skilar 5 tonnum
af heyi í uppskem þarf um 100 kg
af K úr jarðvegi, þar af um 60 kg
úr áburði. Erfitt er að byggja upp
K-forða í jarðvegi þannig að
ástæðulaust er að bera á mikið
umfram viðhaldsáburð þrátt fyrir
að K-tala jarðvegssýna sé fremur
lág (0-0,3). Sé K-talan mið-
lungshá (0,4-0,8) er hæfilegt að
bera á viðhaldsáburð 60 kg/ha en
ef K-talan er há (>0,9) bendir það
til þess að mikið sé af
auðnýtanlegu kalí í jarðveginum
og ástæða er til að draga verulega
úr kalíáburðargjöf (30-100%).
(Sjá mynd nr. 4)
Dæmi: Af túni sem skilar 5 tonnum af
heyi (um 20 rúllum á ha) eru fjartægð
100 kg afkalí með uppskeru.
Jarövegsefnagreining sýnir K-tölu uppá
1,1 sem er frekar hátt. Rétt er þvi að
draga úr áburðargjöf sem nemur 30-
40% og hæfilegur K-skammtur því um
35-40 kg/ha.
Önnur steinefni
(Na -Ca-Mg-S)
Yfirleitt skortir ekki natríum
(Na) í íslenskum jarðvegi og
nægjanlegt magn berst með regni
og vindum. Kalsíumþörf (Ca)
gróðurs er um 15-30 kg/ha á ári og
sjaldgæff er að það skorti. Hæfí-
legt er að Ca-taía jarðvegssýna sé
yfir 10 í mýrlendi, yfír 7 í mólendi
og yfir 5 í sendnu landi. Lágt
magnesíum (Mg) í jarðvegi og
fóðri getur orsakað graskrampa í
gripum. Einkum er hætta á
graskgrampa ef mikið er borið á af
kalí en mikið kalí getur dregið úr
upptöku magnesíums og leitt
þannig til magnesíumskorts í
fóðri. Æskilegt er að Mg-tala
jarðvegs nái a.m.k. 2 annars þyrfti
að huga að því að bera Mg á í
áburði eða gefa magnesíum með
fóðri. Árleg þörf fyrir brennistein
(S) er 5-15 kg/ha. Brennisteinn
berst í jarðveg með regni svo ekki
hefúr þurft að huga að
brennisteinsáburðargjöf á úr-
komusamari svæðum. í þurr-
viðrasamari sveitum er hins vegar
nokkur hætta á brennisteinsskorti
og full ástæða til þess að bera á
brennistein.
Ingvar Björnsson og Elsa
Albertsdóttir Búgurði