Fákur


Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 3

Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 3
1. AR. APRÍL 1927. 1. TBL. INN 24 apríl þ. á. eru liÖin fimm ár siðan Iíestamannafélagið Fákur hóf starfsemi síua. pessi ár hefir félagið verið málgagnslaust, að öðru leyti en því, að lialdið liefir verið úti smá hlaði. „Geisli“, einrituðu, er lesið hefir verið upp á fundum félagsins. Hefir það því að eins orðið þeim mönnum til gagns og gamans, sem h'afa verið á fundum i það og það sldftið. Við þetta vill félagið eigi lengur una, og tek- ur nú þessvegna rögg á sig með því að gefa iit blað það, sem kemur hér fyrir almennings sj ónir. I þetta sinn hefir ekki verið hjá því komist að evða allmiklu rúmi blaðsins til þess að skýra frá allri starfsemi félagsins. pað hcfir líka verið helst til hljótt um liana í blöðum landsins, því þ(’> að félagið sé ekki nema 5 ára, hefir það þó að ýmsu því starfað, sem óþarft er að halda leyndu fyrir öllum almenningi. Einkum þótti nauðsynlegt að rita sem ítarlegast um kapp- reiðar félagsins, ekki að eins þeirra manna vegna, sem nú eru uppi, heldur og engu síður hinna, er síðar koma og áhuga liafa fyrir hesta- íþróttum. En vegna starfsögu félagsins og skýrslna, hefir ýmislegt, sem telja má þó að ahnenning varði, orðið að híða að sinni. En iir þessu verður reynt að hæta eftir föngum, ef hlaði þessu verður heilsað á þann veg, að það sjái s.'r fært að halda áfram göngu sinni. Benda vil eg heiðruðum lesendum á skýrsl- una, sem sýnir hvað félagið hefir lagt af mörk- um til verðlauna á þessum finim árum. Sú skýrsla sýnir ljóslega, að það er ómaksins vert að eiga góða hesta. Ennfremur vil eg vekja eftirtekt á skýrslu þeirri, sem fjallar um hlaup- tíma nokkurra stökkhesta; hún getur orðið til liðs þeim, sem hafa í hyggju að reyna hesta a kappreiðum. Eins og drepið var á, væntir félagið þess, að ekki að eins Reykvíkingar, heldur og Iands- menn yfir höfuð, taki „Fák“ litla vel, er hann rennur nú úr ldaði, og dæmi ekki hart um fyrstu spor folans. Verði hann svo lánssamur að mæta hlýju og velvildarhug manna, er því sísf að synja, að hann eigi eftir að siiretta mynd- arlega úr spori, er stundir liða, svo alþjóð verði það hæði til gagns og gamans. Dan. Daníelsson.

x

Fákur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.