Fákur


Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 14

Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 14
12 F Á K U R inn, sem I. kappreiðar hvers árs skyldu liáðar á. Var þá annar í hvítasunnu valinn, og þar með ákveðið, að þann dag skyldi á ári hverju efna til kappreiða á skeiðvellinum við Elliðaár, en þó að eins að veður eða aðrar óviðráðanlegar hindranir hömluðu ekki. Að vísu þótti ýmsum kappreiðarnar hefjast full snemma á vori, þeirra manna vegna, er þangað vildu sækja utan úr sveitum. En til þess að hæta úr því, var jafnhliða ákveðið að II. kappreiðar hvers sumars skyldu háðar milli voranna og sláttar, eða sem næst mánaðamót- um júní og júlí, og III. og síðustu kappreiðarnar, ef af þeim yrði, skyldu háðar á þeim tíma, er ætla mætti að túnaslætti væri lokið. I. kappreiðar sumarið 1923. Veður var hið besta annan dag hvitasunnu, enda sótti fjöldi manna inn að ám sér til hressingar og gleðiauka. Völlurinn var að allra dómi óvenjulega góður, enda haí'ði ekki verið í neinn kostnað séð um að endurbæta hann sem föng voru til. pátttaka var með mesta móti: 12 vekringar og 20 stökkhestar. Elestir voru þeir iir Reykja^ vík og nágrenni hennar. pó voru 2 austan yfir fjall og 3 ofan úr Borgarfirði, er sami maður átti, porsteinn Fjeldsted í Hvítárósi. En því er þessa getið sérstaklega, að enginn utanhæjar- maður hefir, enn sem komið er, sýnt jafnmik- inn álmga fyrir kappreiðum félagsins eins og porsteinn Fjeldsted. Kappreiðarnar hófust með því að vekringarn- ir voru reyndir fyrst. Iveptu þeir í 4 flokkum eða þrir hestar í hverjum flokki. J^ótti skeiðið takast skár eu áður, þó að margir yrðu fyrir vonhrigðum, einkum er bestu hestarnir (Faxi, Stígandi og Heimir Ingvars Sigurðssonar) hrukku upp. Að eins 5 hestanna tókst að skeiða sprettfærið, og náði bestum skeiðtíma Sleipnir ÓI. Guðnas., 26,2 sek., Fluga 26,8, Fjósi Theó- dórs bakara 27, Hriki úr Kollafirði 27,8 og Jarpur Einars Erl. 31,5. Sleipni og Flugu voru dæmd II. og III. verðlaun (150 og 75 kr.). ]?á voru stökkhestarnir reyndir í 5 flokkum og þóttu þeir jafnbetri en sumarið áður. Valt flokkshlauptími þeirra frá 23,8 upp i 27,4 sek. (Glæsir Vigfúsar kennara á Hólum). Munaði þó rúmri sek. á lakasta hlauptíma og þeim næsta. Bestum flokkshlauptíma náði Inga- Skjóni og fór þannig fram úr meti (24 sek.), er hann setti sumarið áður. Aftur á móti hafði Brúnn p. Fjeld- steds hrakað mjög, var hann 26 sek. Einn hest- ur (Dreki Daní- els Fjeldsteds) var dæmdur úr leik vegna illrar reiðmenskuknap- ans, Jóns B. Guð- mundssonar úr Borgarfirði. Til úrshtahlaups voru valdir 10 fljótustu hestarnir og þeim raðað í 2 fl. samkv. hlaupatíma þeirra. I fyrra fl. varð fyrstur Hrafn Jóns Hanssonar, 24 sek., Flekkur Tómasar Pet- ersen 24,3, Sindri Sig. Bjarnasonar 24,9, Bráinn Jóns Guðmundssonar 25 og síðastur Hrappur, 5 v. foli, eig. Árni Sigurbjörnsson, 25,2 sek. í síðari fl. varð Sörli ÓI. M. fyrstur á 22,8 sek., og setti þar með nýtt met. Næstur varð Inga- Skjóni 23,2, Tvistur Jóns Lár. 23,2, Léttir St. Gunnlaugssonar 23,6 og Auðsholts-Stjarni 24 sek. Verðlaunin, 300, 150 og 75 kr., voru dæmd þeim: Sörla, Skjóna og Tvist. — pótti þetta glæsileg útkoma hjá stökkhestunum, að 4 skyldu fara fram úr gamla metinu og 2 ná því. En þess iná hka geta, að sérstakar ástæður lágu lil þessa. í fjæsta lagið höfðu allir þessir hest- ar verið æfðir um lengri tíma, en þó réði ef- laust miklu að völlurinn var óvenjulega góður og að hestarnir hlupu undan vindi. Veðmál. Sú nýbreytni var upp tekin að þessu sinni Stígandi, Faxi og Heimir á skeiðvellinum. Talið írá hægri.

x

Fákur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.