Fákur


Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 30

Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 30
28 F Á K U R Kollafjarðar- förin 5. sept- ember 1926. Upp í Mosfells- sveit. — Mynd- in er tekin á veginum rétt fyrir ofan Álafoss. Að gamni mínu ælla eg að láta hagskýrslur íslands færa mönnum heim sanninn um, að þótt lirossasalan hafi þvi miður ekki ætíð geng- ið eins vel og á hefði verið kosið, þá hel'ir hún samt sem áður flutt landi og lýð árlega allálit- lega fjárupphæð. Ár Tula útfl. liestu. Krónur 1909 3842 302.169 1910 3002 252.882 1911 2522 219.152 1912 2196 202.915 1913 3139 302.996 1915 3637 708.054 1916 2384 544.172 1921 1878 487.015 1922 1008 164.412 1923 3958 1.079.119 1924 2307 572.500 1925 1017 207.230 1926 490 73.000 Framanritaðar tölur tala sjálfar sínu máli, svo eg álíl óþarft að skýra þær hér frekara. Við lestur þeirra er sýnilegt, að hrossasalan má ekki þverra, heldur verður hún, ef auðið er, að aukast, og það vonandi tekst, ef alt er rétt í pottinn búið. Hverfi hrossasalan við útlönd, þá má óhætt segja, eins og þar stendur: „Að þá missi margur spón úr askinum sínum.“ Eins og eg tók fram hér að framan, má svo að orði kveða, að einungis úrkast af þeim liross- um, sem alin hafa verið upp liér á landi liafi verið seld til útlanda og má lcalla slemhilukku hvað lcngi sú sala hcfir fleyst. Mér vitanlega er það ekki nema alls einu sinni sem héðan hefir verið gerð tilraun til að selja reiðhesta til Danmerkur. J7að var vorið 1906, að Guðjón sál. Guðmundsson, er þá var ráðunaut- ur Búnaðarfél. Islands, brá sér lil Danmerkur með nokkra sæmilega góða reiðhesta. J?á bestu úr þeim hóp seldi hann, mátti segja, prýðilega. Mér og ýmsum öðrum er því hulin ráðgáta af hvaða ástæðum þeim sölutilraunum var slept, þótt Guðjón andaðist skömniu þar eftir, þvi að maður kom þar í manns stað. Á árunum 1909—lí)12 sendi eg nokkra reið- kesta til Danmerkur, eftir pöntun þaðan, og f kk þá sæmilega greidda, en með því að eg þá gaf mig lítið við hestasölu, ]>á varð sú sala endaslepp. Hestar þeir, er eg sendi þangað, voru prýðis góðir vekringar, og jafnhliða valdir töltarar, enda var ekkert að þeim fundið frá kaupendanna hálfu. —■ Af þessu ræð eg, að vel væri vert að gerð yrði enn á ný tilraun með að selja reiðhesta Iiéðan til Danmerkur og ef til vill víðar um lönd. Mín skoðun er sú, að ef við ætlum að gera okkur far um að selja eina eða aðra vöruteg- und, þá verði að sýna væntanlegum kaupendum hana, en ekki krefjast þess, að varan sé keypt óséð, og á það eigi síst við, þegar selja á hesta. pað er einnig alkunnugt, að í útlöndum eru oft menn, sem við kaup og sölu hesta fást, ekki

x

Fákur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.