Fákur


Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 19

Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 19
F Á K U R 17 og Blesa var sá lakasti, seni skráður var í í'lokks- hlaupinu, enda skorti þá eina af öllum hestun- um hraða til þess að keppa i úrslitahlaupi. Ekki spáðu menn vel fyrir vekringunum, fremur en stundum áður. Að vísu var þar kom- inn skeiðgammur austan úr Flóa: Gráni Sveins í Halakoti, sem talsvert orð hafði farið af. Hin- ir voru allir úr borginni, að undanteknum Efsta- bæjar-Vindi. 1 fyrri flokk skeiðuðu marka i milli: Hörð- ur á 26 sek., Baldur Einars E. Kvarans á 26,4 og Efstabæjar-Vindur á 27 sek. En Gráni Sveins hélst ekki á kostunum og marg-hröklc upp. — I síðara fl. lá Miðdals-Sprettur einn og hélt sín- um gamla hraða, 30 sek. Sleipnir og Gráni St. porl. liruldvu báðir upp. -—- II. og' III. verðlaun hlutu Hörður og Baldur. pá var komið að úrslitahlaupi stökkhesta og lifnaði þá heldur jdir áhorfendum. Var hest- unum raðað í tvo flokka samkvæmt hlauptíma og voru 7 liestar i hvorum flokki. I fyrra flokki keptu saman allir fljótustu hestarnir. Varð Inga-Skjóni að eins fyrstur að marki, þá Skuggi og Sörli, en svo Iítill var skjótleiksmunur þeirra, að klukkur náðu hon- um ekki. Voru þeir því allir skráðir með sama hlauptíma, 24,4 sek. priðji í röðinni var Mósi 24,5 þá Hrollur 24,8, Borgfirðingur 24,9 og Kolskcggur 25 sek. í síðara flokki var Hrafn að eins fyrstur, hálfum haus framar en Örn; hlauptími beggja 24,8; næstur var Baldur Kr. Guðmundssonar 24,9, Dreki Dan. Fjeldsteds 25, Hafnarfjarðar- Sörli 25,1, Nasi 25,2 og Hrappur 25,4 sek. Af úrslitahlaupshestunum valdi svo dóm- nefnd 6, er þreyta áttu um verðlaunin: 4 fljót- ustu hestana úr fyrra fl. og 2 úr þeim siðari. Að vísu hafði Hrollur sama tíma og Hrafn og Örn, en þar sem hann varð 5. í röðinni í sín- um fl., þótti sýnt, að hann mundi varla bæta það við sig, að hann sigraði hina sömu hesta þótt aftur væri reynt. Hinsvegar höfðu þeir Hrafn og Örn verið fyrstir og jafnfljótir í sin- um flokki, en ekki kept við fljótustu hestana að þvi sinni. Auðséð var að áhorfendur fylgdu með sterkri athygli héstunum, er þeim var riðið norður völl- inn og var ös mikil við bankann, enda talsvert fjör í veðmálunum. Allir voru á einu máli um það, að úrslitaglíman mundi standa milli þeirra fjögurra: Mósa, Skugga, Skjóna og Sörla. Margir treystu Sörla gamla; hann hafði áður sýnt, að þar var ekki við lambið að leika, er keppa átti til þrautar. En hinir voru ekki allfá- ir, sem settu vonir sínar á Skugga og Mósa. A hlauplínu voru hestarnir mjög a?stir og tryltir, utan Sörli; hann beið rólega eftir merk- inu, eins og hann var vanur. Hann var vestast- ur á vellinum, þá Skjóni, Mósi, Hrafn og Örn austastur. — Loksins reið skotið af. Hröklt þá Skuggi við og skelti sér á hliðina á Mósa, er hrakti Skjóna þétt að Sörla. Voru þessir fjórir hestar svo að segja í þvögu er þeir náðu fram- takinu. En það skifti engum togum þar til að; Skuggi skaust fram úr hópnum og hélt vellinum eftir það og Mósi honum næstur. Lauk sprett- inum með fullkomnum sigri Skugga, 23,5 sek., Mósi 23,8, Sörli 24, Skjóni 24,2, Hrafn 24,5 og Örn 24,8 sek. Miklar æsingar og enn meiri flokkadrættir urðu manna i milli út af spretti þessum. Eink- um þóttu þeir hávaðasamir, sem ætlað höfðu Sörla að vinna. Heimtuðu þeir að spretturinn yrði dæmdur ógildur og hestarnir látnir þreyta aftur og færðu fyrir því þá ástæðu, að knapinn á Skugga (Arthur Guðmundss.) hefði riðið í veg fyrir hestana, sem vestan við hann voru á vellinum og með því tafið fyrir þeim. En mönn- um þeim, sem hæst létu, var bent á það, að því að eins mundi slikt geta ált sér stað, að riðið væri fyrir hest eða hesta á harða spretti, að knapinn sem það gerði væri þá á skjótasta hest- inum. Og við það var látið sitja. Dómnefnd úr- skurðaði sprettinn gildan og dæmdi hestunum verðlaun eftir þeirri röð, sem þeir komu að marki. III. kappreiðar sumarið 1924. pær voru hóðar sunnudaginn 17. ágúst og var þátttaka með lakasta móti. I flokkaskrá voru skráðir 12 stökkhestar, all- ir úr Reykjavík. Af nafnkunnum hestum voru þar eingöngu Sörli og Ilrafn, en Hrafn kom ekki á vettvang. Aftur á móti komu þar 8 vekringar og meiri hluti þeirra utanbæjar hestar, og sumir þeirra

x

Fákur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.