Fákur


Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 12

Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 12
10 F Á Iv U R í Kollafirði), Jarpur Guðm. Guðnasonar skip- stjóra 27,6 og Jarpur Einars Erlendssonar 32,6 sek. — ]?egar bestu vekringarnir voru úr sög- unni, þólti sýnt, að hinir næðu aldrei þeim liraða, sem áskilinn var til I. verðlauna. pótti þvi óþarft að reyna til þrautar og skeiðinu þar með lokið að því sinni, án þess að veita nein verðlaun. Aftur á móti reyndust stökkhestarnir jafn- betri og þóttu sumir þeirra stöklcva ágætlega. Bestum hlauptima í flolcki náði Brúnn frá Hvítárósi, 25 sek., en lakastur timi reyndist 27,5. pó er aðgætandi að hlauptími síð- asta hests í liverj- um flokki náðist ekki. - Til úrslita- hlaups valdi dóm- neí'nd 7 fljótustu hestana og voru þeir reyndir allir i senn. — Varð þá fyrstur Skjónilnga halcara, 24 sek., Brúnn frá Hvítárósi 24,2 og Sörli Ólafs Magn- ússonar 24,6. Verðlaun voru 300, 150 og 75 kr., dæmd þessum hestum. Annars varð röð liinna hestanna fjögurra þessi: næstur Sörla og fast við hann var Tvistur Jóns Lárussonar, þá Skeggi, 7 v., nýkeyptur norðan úr Húnavatnss. af Seh. Thorsteinsson, lyfsala, þá Léttir Steind. Gunnlaugssonar, og munaði hálfri hestlengd að Skeggi var framar. Síðastur varð hrúnn foli, 6 v., frá Deildartungu í Borgarfirði. pegar þess er gætt, að flestir hestarnir voru sama sem óæfðir, og sumir lítt vanir vellinum, en hann nýgerður og ótroðinn, þá verður ekki annað sagt, en að hlauptími verðlaunagæðing- anna sé eftir öllum vonum. Að vísu liöfðu liest- arnir vindinn með sér, en það er nokkur léttir. Síðari kappreiðar 1922. Sunnudaginn 20. ágúst var efnt til kappreiða í annað sinn á skeiðveUinum við Elliðaár. Kappreiðareglur voru hinar sömu, nema að sprettfæri skeiðhesta var fært niður í 200 m., en lágmarkshraði til verðlauna hinn sami, 20 selc., og miðað við úrslitasprett. Verðlaun voru liin sömu, 300, 150 og 75 krónur fyrir hvorttveggja, skeið og stökk. pátttaka mátti heita góð, og nokkrir hestar þó all-langt að komnir, einkum þó úr Borgar- firði. Á vettvang komu 9 vekringar og 20 stökk- hestar. Veður var leiðinlegt. Hafði ringt allmikið undanfarið og fram á sunnudag, en skift um liá- degið og skúraskil öðru hvoru á með- an kappreiðar stóðu. Var völlur- inn þvi hlautur og þungfær með köfl- um. Skeiðhestarnir voru reyndir í 3 ílokkum og runnu að eins þrír þeirra sprettfærið án þess að hrökkva upp: Faxi, Arna Gunn- laugss., 24,4 sek., Sleipnir, Ólafs Guðnas., 23, og' Mósi, porsteins Fjeldsteds, 24 sek. pessir vekr- ingar sem upphaflega voru hver í sínum flokki, voru revndir aftur, og þá allir saman. Fataðist þeim þá báðum skeiðið, Faxa og Mósa, og hrukku upp. Sleipnir einn skeiðaði marka í milli, en var að því 24 sek. Var sá skeiðtími svo langt frá lágmarkshraða þeim, sem tilskil- inn var, að dómnefnd taldist ekki mega dæma þessum eina hesti nein verðlaun. Stökkhestarnir voru reyndir í 5 flokkum og valt hlaupthni þeirra frá 24,6 upp í 31,6 sek. (Garpur Guðm. Iir. Guðm.). Báru þar lang- samlega af verðlaunahestarnir frá fyrri kapp- reiðum (sjá skýrsluna hér á eftir), því að næsti hlauptími var 27 sek. (Óskar og Neisti). Næst- ur var Stígandi 27,6, þá Faxi 27,8 og Vikingur frá Dalsmynni 28,2.* Hinir stökkhestarnir 12 voru allir fyrir ofan 29 sek. * Stígandi, Faxi og Víkingur voru allir reyndir á skeiði áður, en hrukku þá upp. Verðlaunagarparnir 1922. 1

x

Fákur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.