Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 9
F Á K U R 7
ast, ef að nú sést tilþrifamikill og snjallvakur
hestur.
Hvergi hefir þetta þó lýst sér átakanlegar en á
Skeiðvellinum við Elliðaár, enda hafa margir,
sem þangað sækja árlega sér til skemtunar,
kvartað undan því, bæði hvað skeiðhestarnir
væru fáir, og ekki síður hinu, hvað þeim fatað-
ist oft, og það svo að raun væri á að horfa. Og
þetta er salt. Vekringarnir hafa verið alt of fá-
ir, og' skeiðið lent í tómuin handaskolum oft á
tíðum. Hestarnir verið lausir á, ekki haldist á
kostunum. Og þó að fáeinir hafi náð þvi að
liggja sprettfærið, hefir aldrei verið um þau
tilþrif að ræða, sem áður þektust.
Að skeiðhestum hefir fækkað svo síðari ár-
in, sem raun ber vitni, er ekki þvi að kenna,
að færri vekringsefni alist nú upp en áður.
Heldur er það liitt, að alment er ekki lögð sú
rækt við skeiðið, sem áður var, enda fækkar
þeim mönnum svo að segja árlega, sem kunna
að ríða hest lil skeiðs. Nú er það töltið, sem all-
ir eru að skaka við, án þess að gera sér það
ljóst, hvort hestinum er það eðlilegt eða ekki.
Áður var sá hestur naumast nefndur í reið-
hesta tölu, sem ekki þótti sæmilega vakur. Nú
er tölt skrúfað í livaða bikkju sem er, og liún
þar með talin reiðhestur.
1 ungdæmi mínu heyrði eg menn spjalla um
það sín á milli, að þessi og þessi reiðmaðurinn
hefði „tætt“ þennan eða hinn ldárhestinn á vek-
urð. J?eir voru sannfærðir um að reiðmenska
þessara manna væri á svo háu stigi, að þeir
mundu geta náð kostum úr hvaða hesti sem
var, J?eir gættu þess ekki, að lagnir reiðmenn
geta auðveldlega náð góðum gangi úr hesti, þó
að klaufar geti það ekki, en þó þvi að eins, að
sá gangur sé í hestinum, því enginn telcur það
sem ekki er til, hvað góður reiðmaður sem
hann er.
Við megum ekki, íslendingar, láta það spyrj-
ast um oldair, að skeiðið hverfi úr sögunni.
pað hefir jafnan þótt mest prýða gæðinga okk-
ar um margar aldir, hafi þeir runnið á hrein-
um og miklum kostum. Og svo mun enn verða,
ef við leggjum rækt við að ríða þá hesta til vek-
urðar, sem nóg skeiðrými hafa og fjör til þess
að fylgja því fram. J?ví það verða menn að gera
sér ljóst, að því að eins getur hesturinn orðið
snjallvakur, að þessi skilyrði séu fyrir hendi.
Daufir og framtakslausir lullarar koma ekki
þessu máli við. Við höfum helst til mikið af
þeim. En okkur skortir velriðna vekringa og
tilþrifamikla gæðinga, sem veita þeim er á sit-
ur og á horfir óblandna ánægju. Og það á að
vera metnaðarmál okkur Fáks-félögum, að sýna
slíka hesta á skeiðvellinum við Elliðaár.
Dan. Daníelsson.
Meiri mannúð.
þ>að skiftir minstu máli, hvað langt er síðan
að farið var að gelda hesta hér á landi, hitt sldft-
ir meira máli, að geldingaraðferðin hefir frá
upphafi vega sinna verið mjög ómannúðleg, sem
eflaust hefir stafað af þekkingarleysi en ekki
beinni mannvonsku.
Geldingaaðferðin gerbreyttist þá er Magnús
Einarson dýralæknir tók að starfa hér. Áður
liafði sú aðferð, sem ýmsir geldingamenn not-
uðu verið, vægast sagt, óskapleg. T. d. höfðu
margir geldingamenn þá aðferð, að merja lcólf-
ana með brýni eða óhreinum nöglum, og um
hreinlæti skeyttu þeir alls ekki. Geltu l'olana
i húsum inni, sem þeir svo óðu i bleytu og
hrossataði upp i hné., þvoðu folana aldrei áður
en þeir benjuðu þá o. s. frv.
Eftir að Magnús kom til sögunnar, fóru menn
víðsvegar af landinu að læra geldingu af lion-
um, og munu menn nú víðast hvar nota lians
aðferð, þótt mildð skorti á, að sumir J?eirra
viðhafi annað eins hreinlæti og hann. Enn frem-
ur eru magir þessara manna mjög seinlátir við
geldinguna, og kvelja þvi hestana mun lengur
en þörf gerist. Nú vil eg að lokum heina þeirri
spurningu til Magnúsar dýralæknis og þeirra,
sem við geldingu fola fást, hvort ekki sé ger-
legt að viðhafa holddeyfingu (lokalbedövelse) á
folunum þegar þeir eru vanaðir? Yrði það fram-
kvæmanlegt, sem eg fastlega held, þá er með
því stigið eitt spor í mannúðar og menningar
áttina.
Dan. Daníelsson.