Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 10
8
F Á K U R
Kappreiðarnar við Elliðaár.
Fimm ára starfsemi Fáks.
Forspjall.
]?að þarf síst að undra um íslendinga, sem
segja má um, að aldir hafi verið upp á hestbaki,
þó að nokkurs metnaðar liafi gætt manna i
inilli um gæði hesta, flýti þeirra og þol. Frá
þvi sögur hófust, mun það hafa tíðkast að
í’íða i köpp, sem kallað er, og sá knapinn að
jafnaði drjúgur með sjálfum sér, sem átti þann
hestinn, er götunni liélt, þegar margir hleyptu
saman. Slíkar smákappreiðar hafa verið háðar
um land alt, öld eflir öld, og enn hafa menn
gaman af að leiða iiesta sína saman og ríða i
köpp, þegar svo ber undir að fleiri eiga sam-
leið, sem vel eru riðandi.
Og skemtilegra umtalsefni getur ekki í hóp
þeirra manna, sem hvorttveggja eru í senn:
reiðkænir og taumslyngir, en að rifja upp sög-
ur um afburða snjöllu gæðingana. peir hafa
líka ef til vill sjálfir, hver í sínu lagi, átt þann
hlaupagamm, er oftast bar sigur af hólmi, og'
engum dugði að þreyta við, á meðan hann var
í fullu fjöri. Og þó að sá, er frá segir, sé kom-
inn til ára og hættur fyrir löngu að staulast á
liestbak, lifnar hann allur við, og augun glampa
eitthvað svo notalega, á meðan hann rifjar upp
Iivert smáatvik í sambandi við snjöllustu
spretti gæðingsins, sem fallinn er fyrir mörg-
um árum. Og honum er eklci siður hlýtt í huga,
öldungnum þeim, sem rifjar upp söguna um
Gamm, er hann greip skeiðið á miðjum spretti
og þuldi á hreinum lcostum fram úr öllum
hópnum.
pegar þess er gætt, Iiver metnaður það var
mönnum, að vera sem best riðandi, er þeir
sóttu til mannfunda, og kapp manna í milli
um að eiga fljótasta hestinn, þarf síst að furða,
þótt að því ræki, að kappreiðar væru teknar upp
og yrðu einn veigamesti þátturinn til gleðiauka
á héraðshátíðum og sumarfundum þeim, sem
háðir hafa verið víðsvegar um land, siðan þjóð-
hátíðar-sumarið 1874.
pó mun það ekki vera fyr en um 1890 að
kappreiðar hefjast svo teljandi sé, en rnest fjör
virðist hafa verið í þeim fyrir og eftir alda-
mótin. pá má svo að orði kveða, að hylst hafi
vexáð til að halda þjóðhátíðir og og aðrar sum
arskemtanir á þeim stöðum einum, er komið
gat til mála að efna til kappreiða í sanxbandi
við þær. Og þó að til smárra eða engra verð
launa væri að vinna, skorti sjaldnast lxesta á
kappreiðar.
Mela-kappreiðarnar.
Merkastar af þessunx kappreiðuixi má eflaust
telja þær, sem háðar voru á Skildinganesmel-
um við Reykjavík. pær hófust sumarið 1897 og
mest að tilstuðlun Englendings, Richardsson að
nafni, sem stundaði laxveiði í Elliðaánum. Hann
gaf fé til verðlaunanna i það sinn (200 lcrónur).
En upp frá því voru kappreiðar jafnan fyrsti
þáttur á skemtiskrá þjóðhátíðardagshis, 2.
ágúst.
pað var líka til hærri verðlauna að vinna á
þessunx kappreiðum, en menn áttu að venjast
(I. verðl. oftast 50 kr.), enda sóttu til þeirra
hestamenn úr öllunx nærliggjandi sýslum: aust-
an yfir fjall, ofan úr Borgarfirði og lengst að
norðan, úr Húnavatnssýslu. Mátti því segja, að
oft væri saman komið hér á Mclununx besta úr-
val landskunnra gæðinga, þar sem hvorki skorti
falleg tilþref né snjallan fótaburð. Sú nýlunda
var þegar tekin upp í öndverðu, að mældur var
hlauptínxi fljótasta hestsins á úrslitaspretti, og
því haldið áfram flest árin, sem kappreiðar
voru háðar hér, en það var sumarið 1909 að þær
lögðust niður. Er því meiri fróðleik að sækja
til Melakappreiðanna, en til annara, sem háðar
voru víðsvegar um land á þessum árunx.
En þó að Melakappreiðarnar þj’ki enn að
ýnxsu merkilegar, skorti þó nxjög á, að til þeirra
væri vandað, sem skyldi. Bæði var það, að nxenn
þeir, sem að þeiixi stóðu, lxöfðu úr litlu fé að
spila, enda var kostnaður sá hverfandi litill,
sem varið var til undirbúnings þeim árlega. Rak