Fákur


Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 20

Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 20
18 F Á Iv U R nafnkunnir gæðingar. Var því áhugi manna öllu meiri fyrir vekringunum en stökkhestunum. Verðlaun stökkhesta og flokksverðlaun voru hin sömu og áður um sumarið. En I. verðl. á skeiði færð upp í 300 kr. eða sett eins og þau voru í öndverðu. Hinsvegar voru II. og III. verð- laun hin sömu og áður um sumarið. Flokkshlaup stökkhesta fór svo, sem vitan- legt var, að þar náði beslum hlauptíma Sörli Ól. M. 23,6, en næstur honum Gosi Ivarls bakara 23,7, Baldur Kr. Guðmundss. 23,9 og Ivolskegg- ur 24 sek., allir saman í II. flokki. í I. fl. varð Blesi Sig. Gíslas. fyrstur 24,4 sek. og i III. fl. Sörli Theódórs bakara 25,2 sek. Annars áttu allir þessir 11 hestar að koma til úrslitahlaups, en eigendur þriggja hestanna kærðu sig ekki um að láta þá hlaupa oftar og urðu þeir því 8. pá voru vekringarnir reyndir í 2 flokkum. í fyrra l'I. skeiðaði að eins einn hesturinn sprett- færið, Leiri pórðar Jónssonar, og var skeiðtími hans 29,4 sek. Laugardæla-Rauður, sem marg- ir höfðu litið hýru auga, hélst ekki á kostunum, og jafnvel Miðdals-Sprettur toldi heldur ekki á sínum kostum. En seinni flokkurinn bætti það upp, sem í ólagi fór hjá hinum og það svo, að allir hestarn- ir, sem skeiðuðu marka í milli náðu betri hraða, en áskilinn er lil I. verðlauna, og þó hrökk upp snjall-vakrasti hesturinn, að sumra dómi, Sjúss úr Hafnarfirði. peir, sem sprettfærið lágu á kostum, voru: Hörður 24,4, Ilriki Kolbeins í Kollafirði 24,7 og Sleipnir Brynjólfs í Vatna- hjáleigu 24,9 sek. í fyrra fl. úrslitahlaups varð fyrstur Jarpur Vigf. Guðmundss. 25, Sörli Theódórs 25,1, prá- inn og Blesi, báðir eign Sig. Gíslas., 25,2 og 25,3 sek. 1 síðari flokki varð Sörli Ól. M. langfyrstur 23,8 sek., Baldur 24,2, Gosi 26 og Kolskeggur 26,2 sek. Til þess að lceppa um verðlaunin voru vald- ir 2 fljótustu bestarnir úr hvorum flokki úrslita- hlaupsins. En svo kynlega tókst til að enginn hestanna náði þeim liraða, sem áskilinn var til I. verðl. Sörli Ól. M. varð vitalega langfyrstur en hlauptími hans 24,6. Að hann var það lengi hlýtur að vera því að kenna, að ekki var við jieitt að keppa, eins og sóst á því, að Baldur, sem næstur honum var, nær að eins 25,2 sek., Jarp- ur 25,4 og Sörli Theódórs 25,6 sek. Úrskurður dómnefndar var sá, að Sörli Ól. M. hlaut II. verðl. 100 kr. og' Baldur III. verðl. 50 kr. Kappreiðareglur 1925. Áður en kappreiðar hófust þelta vor (1925) voru kappreiðareglurnar enn enduskoðaðar og á þeim gerðar tvær breytingar, er rétt þykir að taka liér upp. Fyrri breytingin var sú, að þeir vekringar sem að öðru leyti skeiðuðu spi’ettfærið yrðu þó útilokaðir frá verðlaununum, ef skeiðtími þeirra væri jd'ir 27 sek. (250 m.). Með þessu vildi félagið enn betur sýna það, er fyrir því vakti frá öndverðu: að verðlauna að eins gæð- ingana, en útiloka alla meðalgutlara eða þar fvrir neðan. Siðari breytingin var um blauptímatakmark- ið til úrslitahlaups. pað var, eins og áður er sagt, upphaflega sett 3 sek., en fært niður i 2 sek. sumarið áður, en reynslan orðið sú, að enn væri það óþarflega liátt. Var það að þessu sinni fært niður í 1 sek., þó að ýmsum þætti þar full langt gengið. Töldu l1/-* sek. hæfilegt. Verðlaun voru ákveðin 200, 100 og 50 krón- ur fyrir hvorttveggja, skeið og stökk, og flokks- verðlaun 15 kr. Hvítasunnu kappreiðarnar 1925. Veður var allgott annan hvítasunnudag 1. júní og fjölsótt úr horginni inn að skeiðvellin- um við Elliðaár. í flokkaskrá voru skráðir 18 stökkhestar og voru 5 af þeim lengra að komnir: 3 austan yfir fjallog tveir ofan úrBorgarf.Mátti heyraááliorf- endum, að þeir hjuggust við góðri skemtun að þessu sinni, enda voru þeir báðir komnir á vett- vang, Eyvindarmúla-Skuggi og Sólheima-Mósi. Töldu menn óvíst um leikslokin þó að Reykvík- ingar sendu sína alkunnu lilaupagamma, svo seni Sörla, Inga-Skjóna, Tvist og Hrafn. í I. fl. varð Stjarni frá Gullberastöðum fyrst- ur, 25,5 sek. En eigandinn, Pétur Vigfússon, sem reið honum, bar sig svo ferlega, lamdi fóta- stokkinn alla leið og barði klárinn með hönd- unum, svo að hann var þegar dæmdur úr leik.

x

Fákur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.