Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 24
22
F Á K U R
samhliða Goði og Smári, en Goði þó að eins
framar; hlauptími þeirra 22,8. Fimti í röðinni
var Mósi 23, en Skjóni siðastur 23,2 sek.
Dómnefnd úrskurðaði þegar Sörla I. verðl.,
Skugga II. og Goða III. verðl.
En þar með var ekki öllu Jokið. — pórður i
Múla (eigandi Skugga) og þeir sem honum
fylgdu að málum, vildu ekki hlíta úrskurði
dómnefndar, töldu hestana jafna, þar sem
hlauptími væri sami og heimtuðu að Sörli og
Skuggi yrðu látnir keppa til þrautar um I. og
II. verðl. En dómnefnd hélt fast við úrskurð
sinn og kvað hann í fullu samræmi við þá
venju, sem fylgt Iiefði verið oft og mörgum
sinnum, er svo bar undir, að tveir hcstar hlutu
sama hlauptíma. Enginn ágreiningur um það
innan hennar, að Sörli hefði haft betur þótt litlu
munaði. Skoraði þá pórðm* á Ólaf að láta Sörla
keppa móti Skugga um verðl., en Ólafur gaf
þvi lítinn gaum. Varð þá að samkomulagi eftir
tillögu dómnel'ndar og vallarstjóra, að þar sem
enginn hestanna hefði farið fram úr metinu, þá
skyldu þeir Sörli óg Skuggi keppa einir saman
um metverðlaunin, en úrskurður dómnefndar
að öðru leyti standa óhaggaður.
Féllust háðir á þetta, Ólafur og pórður, og var
hestunum riðið norður eftir. En hvort knapinn
á Skugga (Arthur Guðmundsson) hefir gugn-
að þegar á liólminn kom, skal ósagt látið. En
Skugga fór hann að slöðva þegar fram á völl-
inn kom, svo að Sörli neytti sín þá ekki og kom
í hálfum hlaupum að marki; spretturinn því
dæmdur markleysa og enginn hlauptími tekinn.
Og þar með lauk kappreiðunum og var ekki
efnt til þeirra framar þetta sumar.
Kappreiðareglur 1926.
Á kappreiðareglunum voru þær einu breyt-
ingar gerðar, að hlauptimatakmarkið til úrslita-
spretls var hækkað um (/2 sek., eða upp i iy2
sek., og að þeir stökkhestar, sem lengur væru
en 26 sek. að hlaupa sprettfærið (300 m.), hlytu
engin verðlaun. Hins vegar var heitið fernum
verðlaunum á hvitasunnu-kappreiðunum: 200,
100, 50 og 25 kr. fyrir hvorttveggja, skeið og
stökk.
Hvítasunnu-kappreiðarnar 1926.
Veður var ágætt annan hvítasunnudag (24.
maí), en stormur dálítill af norðvestri. Var völl-
urinn mjög þur, enda kom vatnsleiðslan i góð-
ar þarfir. Var stökt vatni á völlinn og með því
kæft niður moldrykið. Áhorfendur voru margir
hæði úr Reykjavík og nágrenninu.
Af 16 stökkhestum, sem skráðir voru í flokka-
skrá, var að eins einn lengra að kominn, en þó
gamall kunningi i hópi kappreiðahestanna. pað
var Inga-Skjóni. Hann hafði sumarið áður ver-
ið seldur upp í Rorgarfjörð og bjuggust sumir
við, að hann mundi það endurhrestur og magn-
aður eftir hvíldina i sveitinni, að hann yrði
gömlu kunningjunum þungur í skauti.
Af kunnum hestum voru þarna Sörli gamli,
Goði og Smári. En auk þeirra voru á vettvang
komnir ýmsir nýir gæðingar, er ekki höfðu sést
á kappreiðum áður. Einkum litu menn Fifu-
hvamms-pyt hýru auga, því að spurst hafði, að
hann mundi flestum hestum betur æfður þetta
vor, og hefði jafnvel skákað Sörla gamla á æf-
ingum. En þar voru líka tveir aðrir nýir gæð-
ingar í liópnum: Andvari porgríms Guðmunds-
sonar, og Hrani Magnúsar Magnússonar, falleg-
ir hestar og föngulegir, er margir gerðu sér góð-
ar vonir um.
í fyrsta flokki hafði Blesi Sig. Gislas. að eins
vinninginn fram ylir Örn, en hlauptími beggja
23,8 sek., Fluga Steina á Valdastöðum í Kjós
24,2 og Gammur Har. Björnss. 24,3 sek.
I II. 11. urðu svo að segja jafnskjót að marki
Brana Eiriks Einarssonar og Reykur Jóns
Guðnasonar, cn Brönu dæmdur spretturinn;
hlauptími beggja 23 sek., Inga-Skjóni 23,1 og
Goði 23,3 sek.
í III. fl. voru aðalhlaupagarparnir og Sörli
gamli l'yrstur að marki, 23,1, pytur 23,3, Hrani
23,4 og Andvari 23,6 sek.
í IV. 11. bar Smári sigur af hólmi, 24,2 sek.,
Blossi porvalds frá Hjaltabakka 24,3, Faxi
Árna Gunnlaugssonar 24,6 og Lokkur porgríms
Guðmundssonar 24,7 sek.
Vekringarnir voru með flesta móti, eða 12,
og keptu í þremur flokkum. En ekki tókst
þe:m hetur en svo, að að eins einn hestur úr
hverjum flokki skeiðaði sprettfærið: í I. fl.