Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 37
F ÁK.UR
35
að kaþólska kirkjan bannaði ahangendum sín-
um hrossakjötsát. Gat það vakið endurminn-
ingu hjá mönnum um heiðnina, en það var
hættulegt fyrir þá, er veikir voru i trúnni. Verð-
ur þetta vísirinn til þess, að farið er að leggja
fæð á hrossakjöt. Og þessi óbeit magnast svo
mjög, að að siðustu þykja þau heimili illræmd,
er hrossakjöts neyta. Nú á siðari árum virðist
<’)beit á Iirossakjöti vera að liverfa og er það
sannarlega vel farið, því að hún er talandi vott-
ur þröngsýnis og' kreddufestu, og búin að valda
þjóðunum alt of miklu tjóni, einkum Evrópu-
þjóðunum.
Hinsvegar hefir hrossakjótsát ekki lagst nið-
ur i Asíu, og þykir þar enn mesta sælgæti og
búbót. Kaplamjólk er sumstaðar notuð til osta-
gerðar.
Um aldaraðir hefir hesturinn verið samherji
vor mannanna i lífsbaráttunni. j?ær byrðir, sem
vér gátum ekki borið sjálfir, lögðum vér á bak
hestinum, þann flýti, sem oss vantaði, lánuð-
um vér lijá hestinum, það fljót, sem var óbrú-
að, létum vér hestinn brúa. Og mætti svo lengi
telja. Ef besturinn befði ekki gert þetta fyrir
oss, hefðum vér orðið að gefast upp eða stað-
ið ráðalitlir.
Má nærri geta, að vér höfum borgað þeim vel,
sem gerði þetta fyrir oss möglunarlaust. Marg-
ur maðurinn befir orðið matvinnungur fvrir
minna, hafi hann lil'að hjá sæmilegu fólki. En
þó skömm sé frá að segja, höfum vér ekki altaf
metið hestinn sem matvinnung, og myndi
mörgum þykja það ranglæti, el’ þeir væru ekki
álitnir matvinnungar fyrir álíka vinnu og liest-
urinn hefir afkastað. ■— Margir þeir, sem
lirópað hafa um rangsleitni annara við sig,
Iieimta, að skepna sú, er aldrei hefir skuldað
þeim eyris virði, þrælki fyrir þá á meðan
hún lifir — endurgjaldslaust.
Hvaða rétt höfum vér til þess að heimta af
hestinum krafta hans alla æfi fyrir ekki neitt?
Vér höfum engan rétt til þess, en að eins skyld-
ur til að launa honum það, sem honum ber: að
bann fái lifsnauðsynjar sínar á meðan hann
lifir. Hesturinn er eins rétthár og maðurinn, séð
frá sjónarmiði náttúrunnar. pað lýsir sér eigi
lítil frekja og skilningsleysi á tilverunni lijá
þeim, er rekur úttaugaðan best út á klakann.
pegar vér metum rétlilega vinnu hestsins og
berum saman laun þau, er vér veitum mann-
inurn fyrir liltölulega sömu vinnu, miðað við
krafta mannsins, sjáum vér, að réttlætið situr
ekki altaf i hásætinu. Hinsvegar eru lil margir
hestavinir, sem hegða sér eins og sæmilega
kristnar manneskjur.
Sýnum hestinum réttlæti og heimtum eldci
meira al' bonum en vér endurgjöldum, og mun-
um það, að þegar hann er þrotinn að kröftum,
þá skuldum vér honum svo mikið, að oss ber
að sjá fyrir honum. Sannarlega verðskuldar
hann að fá að lifa nokkurn tíma í góðu yfir-
læti, áður en kúlan er látin gera enda á þræla-
lífi hans.
Gamall hestur, sem stendur úti i helstirðnuð-
um haganum, i hríðarbyl og heljarnepju, sker-
andi bungraður og skjálfandi eins og hrísla, seg-
ir ljótt um eiganda sinn, lj(')tara en flest annað.
Ludvig C. Magnússon.
Heilræði.
]?ig skal fræða, ef fá vilt hest
fram sin gæði að leggja mest,
þá cr bræði þrauta verst,
þolinmæði og lipurð best-
pótt upplag gotl bjá méla-Mar
mengist votti spillingar,
notaðu ei hrotta hendurnar,
bafðu ei skottu lækningar.
Átök varast all of stinn,
einatt sparaðu folann þinn.
En söðla-Mar við sfrlilífinn
sértu bara ákveðinn.
Gísli Jónsson, frá Stóradal