Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 16
F Á K U R
14
tími má eflaust kenna því, að völlurinn var
sleipur og talsverður vindur á móti.
Aukakappreiðar.
Að kveldi næsta dags, 2. júlí, var efnt til kapp-
reiða á skeiðvellinum í tilefni af því, að þá lá
hér inni skemtiferðaskip úr Vesturheimi. Var
smalað saman þeim hestum er kostur var á, og
urðu þeir 20, alt stökkhestar, en misjafnir mjög.
Var þeim raðað í 4 flokka, prógram prentað
á ensku og dreift út á milli gestanna. Dálítið
slangur kom af fólki inneftir, en þó talsvert
færra af hinum erlendu gestum en búist var
við. Var aðgangur ókeypis, en hinsyegar var
veðbankinn í fullum gangi.
Hlaupvöllur var liinn sami og áður, og þrenn
verðlaun, 50, 30 og 20 kr. Bestum flokkshlaup-
tíma náði Hrafn, 23,6 sek.; en lakastur hlaup-
tími var 28,8 sek. Fjórir hestar voru valdir í
verðlaunasprettinn (fljótasti hesturinn úr hverj-
um flokki). I. verðl. hlaut Hrafn, 24 sek. II.
verðl. Smári, 24,5 og III. verðl. Hrappur, 24,7
Síðastur varð Sokki Óskar Clausens á 28,1 sek.
pá voru til gamans og án verðlauna reyndir
5 liestar á skeiði, en að eins 2 þeirra lágu á kost-
um marka milli 250 m: Stigandi 24,4 og Bald-
ur 27 sek., og var skeiðtími Stiganda sá lang-
besti er náðst liafði fram að því.
Fyrir þrábeiðni hinna erlendu gesta, voru að
síðustu reyndir 4 hestar á stökki Varð þá fyrst-
ur Inga-Skjóni, 24,2; Léttir, 24,5; en jafnir urðu
Hrafn og Auðsholts-Stjarni, lilauptími 25 sek.
Var Skjóni sá eini sem ekki var slcráður á pró-
gramminu, og þvi engan sprett hlaupið þetta
kveld nema þennan. pó að ýmsum þætti lítið til
þessara kappreiða koma, var þó ekki annað að
sjá, en að gestirnir skemtu sér hið besta, og
væru harðánægðir.
III. Kappreiðar sumarið 1923.
Sunnudaginn 29. júlí voru þriðju og síðustu
kappreiðarnar háðar þctta sumar.
Skráðir voru í flokkaskrá 20 liestar á stökki
og 7 vekringar, en af öllum þessum hóp voru
að eins 5 hestar leng'ra að, 2 ofan úr Borgar-
firði og 3 austan yfir fjall. (Einn þeirra, Laufi
Jónasar á Helluvaði kom þó ekki á vettvang.
Fréttist siðar að Jónas hefði um morguninn
slegið undir nára og riðið austur.) Annars var
þarna talsvert af nýjum hestum er menn gerðu
sér góðar vonir um, auk liinna gömlu, sem allir
könnuðust við. Kom nú Sörli aftur, en hinsveg-
ar vantaði Inga-Skjóna í hópinn. Verðlaun voru
liin sömu, svo og flokksverðlaun.
Stökkhestarnir urðu 19, og voru þeir reynd-
ir i 4 flokkum. Bestum hlauptíma náði Hrafn,
23,6 sek., og var hann rúmum tveim hestlengd-
um á undan Sörla, 24 sek., er með honum hljóp.
(Auðsholts-Stjarni, 24,2 og Hvítárós-Brúnn,
24,7. En næsthestum hlauptíma, 23,7, náði ó-
þektur hestur, Rauður Björns Gottskálksson-
ar og var hann svo langsamlega á undan í sín-
um l'I. að IV2 sek. munaði á honum og næsta
hesti (Óskar 25,2 sek.) og var það lakasti hlaup-
tíminn sem skráður var. pessi hlauptími Rauðs
kom mönnum mjög á óvart, því að enga yfir-
burði hafði hann sýnt áður. Hann hafði að vísu
komið á lokaæfingu og hlaupið þar tvo spretti,
en svo undarlega tekist til, að eigandinn féll af
baki i hæði skiftin. Hætti hann því sjálfur við
að reyna hann og fekk annan til þess.
pá var komið að vekringunum og gerðu
margir sér góðar vonir um að fá að þessu sinni
að sjá haVði falleg tilþrif og snjallan fótaburð.
Einkum var það Stígandi, sem allra augu
mændu á. Hann hafði ekki að eins sjmt það á
„amerísku kappreiðunum“ að hann átti hjá sér
nægan hraða til þess að krækja í I. verðl., held-
ur hafði lumn á æfingum undanfarið vakið á
sér almenna eftirtekt fyrir fallega og tilþrifa-
mikla s])retti.
En það fór heldur á annan veg, og það svo, að
menn höfðu hina mestu raun af. pað átti svo
að heita, að einir tveir hestar af þessum 7 vekr-
ingum rynnu á skeiði marka á milli (Fluga 26,8
og Haukur Péturs i Brautarholti 27,2 sek.).
Stígandi og þeir tveir, sem með lionum voru
reyndir (Gráni og Sleipnir) hrukku allir upp
og það livað eftir annað, en voru látnir þreyta
aftur vegna veðbankans. Skeiðaði þá Stígandi
sprettfærið á 25,2 sek, en liinum báðum fatað-
ist. Meiri hluti dómnefndar vildi engin verðlaun
veita þessum tveim, sem talið var að liefðu
„legið“ s])rettfærið, og við það sat.