Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 8
6
F Á Iv U R
Fjörhestum fækkar.
Er skeiðið að hverfa úr sögunni?
Bæði eg og ýmsir aðrir, sem átt hafa tal við
mig um hesta, fullyrðum, að sönnum fjörhest-
um sé að fækka á landi hér, en aftur á móti
fjölgi hinum, sem kallað er að hafi sæmilegan
reiðvilja og eru þægilegir ásetu. Eru flestir þeir
hestar að meira eða minna leyti töltgengir, sem
stafa mun af því, að menn eru alment farnir
að leggja meiri rækt við töltið, og venja hesta
sína meira við þann gang en tiðkaðist áður.
Enda er svo komið, að þeir hestar eru sjaldan
kallaðir reiðhestar, sem ekki kunna að hregða
fyrii’ sig tölti.
Ef það er rétt ályktað, að fjörhestum sé yfir-
leitt að fækka, verður þó ekki því um kent, að
nú sé uppeldi hesta lakara en áður, og því sið-
ur að reiðhestar séu ver fóðraðir nú, en fyr á
tímum. Verður því að leita að öðrum ástæðum
og má cl'laust geta sér margs til í þessu efni.
Fjöldi manna kcnnir hörðu vegunum fjör-
leysi hestanna. þeim mönnum er eg ekki
að öllu lejdi sammála, enda finnast enn, sem
betur fer, miklir fjörhestar, sem ekki láta hörðu
vegina aftra sér frá snöggum fjörkippum og til-
þrifagóðum sprettum, þótt eg hinsvegar játi, að
flestir hestar kunni hetur við moldargötur,
harðar valllendisgrundir og sanda, þar sem að
eins markar spor, að eg ekki nefni hjarn og isa,
sem við Reykvíkingar höfum þó ekki mikið af
að segja. Hitt má til sanns vegar færa að liörðu
vegirnir séu eklci hollir, miðað við það reiðlag',
sem nú tiðkast. Að þvinga á tölti, livaða liest
sem er, og það á hörðum vegi, það deyfir eflaust
fjörið, og gerir flesta hesta tilþrifaminni, en
þeir voru að upplagi.
En J?að, sem eg á við með fækkun fjörhesta
er það, að nú komi fram á sjónarsviðið færri
efni en áður, er i sér hafi hin sönnu einkenni
fjörsins. Og það getur ekki verið liörðu vegun-
um að kenna. pessvegna verður að leita að öðr-
um ástæðum, sem eg geri þó ráð fyrir að vand-
fundnar verði, og það sem eg segi hér, verði
frekara að teljast tilgátur en fulla vissu.
^rá mínu sjónarmiði séð, þykir mér senni-
legt að nokkru valdi um fækkun fjörhesta
tryppasala sii til útlanda, sem átti sér stað t. d.
á árunum 1920—1924. Ýmsir bændur hafa
vegna fjárhagsörðugleika síðari ára orðið að
farga á markað ótömdum folum — og stund-
um hryssum líka — þótt tryppin bæru öll ein-
kenni fjörs og annara gæða, sem sannan góð-
hest má prýða. Til eru og þeir, sem láta sig
það engu skifta, þótt þeir árlega selji út úr
landinu rakin hestefni, þrátt fyrir það, þó að
þeir efnanna vegna liefðu átt hægt með að fresta
sölu Jieirra, þangað til full reynsla var fengin
um gæði tryppanna. Og loks er hópur manna,
sem aldrei bar gæfu til að þekkja sönn vilja-
merki i tryppi, þótt þeir hafi frá blautu barns-
beini alist upp svo að segja á hestbaki.
J?á er annað, sem hugsanlegt er að valdi
noklcru um fækkun fjörhesta, og það eru
hrossakynbætur Búnaðarfélagsins. — Eins og
kunnugt er, hafa flestir hrossákynbótaráðu-
nautar Búnaðarfélagsins, að Theódór Arn-
björnssyni undanskildum, lagt aðaláherslu á
s t æ r ð og þ y n g d undaneldisfolanna. J?eir
hafa lmgsað meira um að stækka kynið snögg-
lega, ala upp stóra og föngulega akhesta, heldur
en sameina stræðinni fjör, snarræði og létt-
leika, er lengstum hefir þótt mest um vert og
taldir bestu kostir liesta okkar. En nú hafa
straumhvörf orðið í hrossakynbótunum, sem
þakka má Theódór Arnbjörnssyni. Hann legg-
ur aðaláhersluna á fjör og fimj undaneldisfol-
anna, og er það vel farið. Má því ætla, er stund-
ir líða, að sjáist í hópi þeirra hesta, er þá verð-
ur um liéruð riðið, friðir og föngulegir fjör-
gajiar.
J?ó að ekki verði að sinni talið fleira, sem
liklegt er að valdið liafi fækkun fjörhesta nii
um stund, þá efast eg þó ekki um, að benda
mætti á sitthvað enn.
En hitt finst mér síst úr götunni, áður en eg
skilst við þetta mál, að minnast örfáum orðum
á s k e i ð i ð, því að þar er um slíka afturför
að ræða, sem alls ekki er vansalaus reiðmensku
Islendinga.
Ef það er rétt álylctað, að fjörliestum sé jTir-
leitt að fækka, þá er hitt áreiðaulegt, að skeið-
hestum hefir hrakað svo, þennan fjórðung sem
af er öldinni, að það má næstum einsdæmi kall-