Fákur


Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 13

Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 13
F Á K U R 11 Til lirslita voru að eins valdir þeir 5 stökk- hestar sem bestum hlauptíma höfðu náð: Sörli, Brúnn, Skjóni, Óskar og Neisti (rauðstj. foli, 7 v., nýkeyptur austan úr Skaftártungu af por- valdi Egilsen). En þau mistök urðu, er hest- arnir tóku á rás, að Brúnn stóð eftir, en hinir stukku völlinn. Feldi dómnefnd þegar jþann úrskurð, að hestarnir skyldu þreyta annan sprett,, en þá neitaði eigandi Neista að leggja meira á folann, svo hann hljóp ekki. Er það því hlauptími seinna sprettsins, sem skráður er í skýrslunni. Má af honum sjá, að Sörli og Skjóni lengja sinn hlauptima frá því i flokks- hlaupi, enda hlupu þeir 3 sjjretti. Óskar heldur sínum sama flokkshlauptíma og' fór þó líka 3 spretti. Brúnn er sá eini, er styttir sinn lilaup- tíma, enda stóð hann best að vígi, hljóp að eins tvo spretti. þ>ó að hlauptími stökkhestanna væri mun lakari, en á fyrri kappreiðunum, dæmdi dóm- nefnd þremur fljótustu hestunum verðlaun, enda var enginn lágmarkshraði ákveðínn þeim til verðlauna. Hitt var vitanlegt að þessi slæmi hlauptími var veðrinu og vellinum að kenna: stinningsgola á móti, völlurinn sleipur og þung- fær, og mun þyngri fvrir hestana á síðasta sprettinum, en í flokkshlaupi. Milli þátta. pó að ýmsir þættust sjá, eftir að kappreið- arnar voru um garð gengnar, að margt hefði mátt þar betur fara en raun varð á, viðurkendu þó flestir, að þær hefðu tekist framar öllum vonum, svona í byrjuninni, og að leggja mætti reynslu þá, er fengin var, til grundvallar í fram- tíðinni. Sýndi félagið fullan vilja og áhuga á því, að vanda sem best allan undirbúning næstu kappreiða, svo að þær mættu betur takast, ef ekki neinum sérstökum hindrunum væri að mæta. Nýjar kappreiðareglur. Um veturinn voru samdar fullkomnari kapp- reiðareglur, og upp i þær tekið alt, sem máli þótti skifta, um stjórn og aðra skipun kappreið- anna. Voru reg'lur þessar prentaðar, svo útbýta mætti þeim milli knapa og hesteigenda íýæir kappreiðarnar. — Fáein ákvæði úr kappreiða- reglum þessum þykir rétt að taka hér upp, en að eins þau, er einhverju máli sikfta enn. 1. peir, sem ætluðu að keppa á vellinum, urðu að koma með hest sinn á lokaæfingu, sem jafnan skyldi háð það snemma, að nægur timi ynnist til þess að láta prenta flokkaskrá, og hún höfð til sölu kappreiðadaginn. í henni átti að vera tekið fram: nafn hestsins, litur hans, aldur, hæð og hvaðan hann væri ættaður, einnig nafn eiganda og heimilisfang og ef kostur væri nafn knapa og þyngd, þ. e. a. s. þyngd knapa og hnakks til samans. En lágmarksþyngd sú, sem hestur mátti hlaupa með á kappreiðum var ákveðin 64 kg. 2. Merki, til þess að setja hestana á rás, skyldi gefa með skoti, í stað veifu, sem notuð var áður, og valdið hafði ýmsum smámistökum, sem nú átti að fyrirbyggja. 3. Hlaupvöllur stökkhesta ákveðinn liinn sami og áður, 300 m., en lágmarkshraði til I. verðl. ákveðinn 24 sek. Aftur á móti var sprett- færi skeiðhesta lengt upp í 250 m., en þeim frjálst að taka á rás á hvaða gangi sem er, en liggja urðu þeir á lireinum kostum 200 m. eða frá skeiðlínu suður að marki og ekki gert að skyldu að reyna til þrautar nema því að eins að fleiri hestar hefðu sama tíma; skyldi þvi skeiðtími í flokki gilda til verðlauna, ef hann væri það góður, að dómnefnd sæi sér fært að taka hann til greina. 4. Helstu atriði 14. og siðustu gr. kappreiða- reglnanna voru þessi: „Til úrslitahlaups skal velja fljótasta hestinn úr hverjum flokki, og þá liesta aðra, sem náð hafa þeim hraða, að ekki munar meira en 3 sek. á þeim og hestin- um, sem á skemstum tíma hel'ir lilaupið sprett- færið......A úrslitaspretti mega hlaupa saman mest 7 hestar. Séu þeir fleiri, raðar dómnefnd þeim í flokka samkvæmt hlauptíma hvers þeirra.....peir hestar, sem hlaupa sprettfærið á skemstum tíma á úrslitaspretti hljóta verð- launin.“ Sérstakur kappreiðadagur. Jafnhhða undirbúningi kappreiðanna þetta vor, var talsvert rætt um tíma þann, er þær skyldu liáðar á. Hölluðust flestir að því að æskilegl væri, að sérstakur dagur yrði ákveð-

x

Fákur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.