Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 34
32
F Á Iv U R
Fimm beinagrindur, sem eru á safni háskólans í Amherst í Bandaríkjunum, gefa glögga hugmynd um ])ró-
un hestsins um tugi þúsunda alda. Mynd sú, sem liér fylgir, er af beinagrindum þessum, og má í henni
lesa þróunarsögu hestsins í réttri tímaröð. Þar má sjá hversu hesturinn hefir breyst að likamsbyggingu
og stærð frá einu af fyrstu tilveruskeiðum hans fram á vora daga: Dýrið, sem er lengst til vinstri, var að
eins 2!) cm. á hæð; hafði það 4 tær á framfótunum og 3 á afturfótunum og leifar af þeirri fjórðu. -— Ann-
að hafði 3 tær, sem allar námu við jörðu, þegar það gekk. — Þriðja hafði einnig 3 tær, en að eins miðtáin
kom við jörðu. — Fjórða hafði að eins miðtána. — Fimta er nútiðarhesturinn.
ingin áfram, að xniðtáin verður aðaltáin og hin-
ar hverfa nær þvi alveg. Jafnhliða þessum
breytingum hefir dýrið þroskast og stækkað,
og fer nú að mega kalla það liest. Loks kemur
síðasta breytingarskeiðið, sem er það, að hest-
urinn verður alt að þvi eins og' vér þekkjum
hann, með eina tá eða hóf.
Á nútíðarhestinum má enn finna leifar af
tám þeim, er voru á forfeðrum hans; eru það
utan- og innanfótarbein á legg hans. pessar
táaleifar álíta menn að samsvari eða séu leif-
ar af 2. og 4. tá, sem voru á frumföður hestsins.
Eins og getið hefir verið, hafa engir hestar
verið til í Ameríku frá ómunatíð; hafa þeir
verið útdauðir þar löngu áður en sögur hófust,
og ekki getað komið þangað aftur, því Ame-
ríka var þá slitin frá austurhelming jarðar. Og
verður þvi að leita annarstaðar að þeim villi-
hestakynjum, sem eru forfeður að tömdu hesta-
kynjunum, og mun Asía koma þar lielst til
greina.
Menn greinir mjög á um, af hvaða villiliesta-
kyni sérstakt, tamið Iiestakyn er komið, því
svo mjög hefir hesturinn breyst siðan hann
var beislaður; veldur því margt, svo sem breytt
lífsskilyrði og lcynbætur eða kynbreyting, sem
menn hafa gert á honum. pó vil eg geta þess,
að í Asíu eru enn hestar, sem liafa lifað villi-
lífi frá elslu tímum, og svipar þeim talsvert
til norsku liestanna, og í Afríku má benda á
Zebra-hestana, sem líklegt er að séu afsprengi
Afríku-hestanna,
Eiginleikar og skapgerð.
pegar litið er á liestinn, sést fljótt, að hann
er hlaupadýr, en það eru dýr þau, er nota
hlaupahæfileikann i lífsbaráttu sinni: til að
forða sér í lífshættum og til þess að fara yfir
sem stærst svæði í leit að fæðu. Líkami hests-
ins bendir á þennan hæfileika hans: fæturnir
eru mjóir og hófarnir vel fallnir til að gera
hann hæfan til hlaups. Hann er einnig grann-
ur og léttur; þrátt fyrir það er liann mjög
sterkur og þolinn, og þarf ekki annað en minna
á, að íslenski hesturinn, þetta smávaxna dýr,
getur hlaupið með 100 lcg. þungan ístrumaga
í þungum reiðfötum allan daginn, og farið 50—
70 km. vegalengd í einni striklotu.
Menn hafa sjaldan gert mikið úr andlegum
Iiæfileikum hestsins, fremur en annara dýra,
og hafa látið þar gamla og margtuggna setn-
ingu villa sér sýn. Setningin liljóðar þannig:
„Eins og skynlausar skepnur“. Hefir hún ver-
ið dýrunum liinn versti óvinur og mörgum
niðing þægilegt skálkaskjól.
]?eir, sem liafa augun opin og eru ekki eins
og „skvnlausar skepnur“, munu bæði i við-
kynningu sinni við iiestinn og önnur dýr, kom-
ast að því, að mönnum skjátlast hér sem oftar.
peir munu sjá, að hesturinn er gæddur mörg-
um þeim andlegu eiginleikum, sem dáðst er
að, ef þessir eiginleikar birtast hjá mönnunum.
Og verðum vér að játa það, að menn eru oft
„dýrslegir“ eða andlega skyldir dýrunum, þeg-
ar hið besta í fari þeirra gerir varl við sig, og