Tónlistin - 01.11.1943, Síða 17

Tónlistin - 01.11.1943, Síða 17
TÓNLISTIN 15 inn skrifari hjá Bjarna Thoraren- sen amtmanni á Möðruvöllum. Síð- ar fékk hann Munkaþverárklaustur og lifði því alltaf á Norðurlandi. Ari giftist en átti engin börn. Fóstur- son sinn Pétur ættleiddi hann og gaf honum, nafn sitt. — Ari gaf út Leið- arvisi til að spila á langspil, prentað- an á Akureyri 1855, og stendur þar þessi tileinkun: Islands ágætasta og langmesta Söngfræðingi herra Org- anista Pétri Gxidjohnsen tileinkast þessi litli ritlingur virðingarfyllst af höfundinum. Orð þessi virðast henda til þess, að Ari hafi að einhverju leyti notið — beint eða óheint — tilsagnar Péturs, enda þólt það sé með öllu ósannað mál. í inngangi sínum getur Ari aðallega tveggja heimildarrita, Grallarans og Hegers Melodiebog frá 1822. Neðanmáls á hls. 54 gefur hann ótvírætt í skyn, að hann liafi liaft fimm kóralbækur lil hliðsjónar, er hann valdi sálma- Jögin í bók sína. Margar gamlar söngfræðibækur mun Ari hafa átt, en þær gengu allar að sögn til fóst- ursonar hans, Péturs Sæmundsen, er lengi var verzlunarstjóri á Blönduósi. Segir gjörr frá þeim bók- um í safni lians á Akureyri, sem enn er í höndum erfingja lians. Ari Sæmundsen dó 1876. Leiðarvisir Ara er með löngum söngfræðilegum inngangi, 22 bls., ásamt leiðbeiningum um að nótu- setja langspil og leika hreint á það. Auk þess eru í hókinni 122 einrödd- uð sálmalög, skrásett með bókstafa- nótum, en alls inniheldur hún 88 blaðsíður í litlu Skirnisbroti. Átti bók þessi mikinn þátt í að auka þekkingu fólks á sálmalögum með notkun langspilsins, er ýmsir léku á af töluverðri leikni fram yfir 1880. Nú eru langspilin að mestu horfin og Leiðarvisir Ara Sæmundsen orðin mjög fágæt bók. í þjóðlaga- safni Bjarna Þorsteinssonar er getið Ara og hinnar merku bókar hans. Pétur Guðjohnsen dómkirkjuorganleikari Mér vitanlega er engin skrá til yfir nótnabækur þær, er Guðjohn- sen átti, og vafasamt að hafi verið til, svo að nú, eftir full 66 ár frá dauða hans, er lítt vinnandi verk að grafa upp hverjar nótnabækur hann átti, sizt svo tæmandi sé. En eftir þeim upplýsingum, er hann sjálfur gefur í atliugasemdum aftan við Messusöngsbók sína 1861, er full vissa fyrir því, að um mjög fjölþætt nótnasafn hefir verið að ræða á sviði kirkjusöngsins. Þótt margra hluta vegna sé fróðlegt að kynnast því, hvað þessi brautrvðj- andi rómantisku stefnunnar hér á landi lagði frani í þágu sönglistar- innar, verður of langt mál að birta skrá vfir allar þær bækur, er liann gelur um, og vísa ég þeim, er það vilja athuga, á skýringarnar aftan við Messusöngsbók hans 1861. En auk þeirra hóka, er hann nefnir í skýringunum, er vissa fyrir því, að hann átti margt af öðrum bókum og handritum. Skal í því sambandi henl á bækur þær, er dóttir hans, frú Anna Thoroddsen, gaf Lands- bókasafninu (meðal þeirra afskrift Péturs af Weyse-handritinu frá 1840). Ennfremur eru líkur fyrir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.