Tónlistin - 01.11.1943, Side 29
TÓXLISTIN
27
antus var því alltaf „mensúreraður"
(skrifaður með ,,mensúralnótum“);
fjölröddun, lengdargildi og ritháttur
gengu upp frá því sameiginlega und-
ir nafninu „mensúralmúsík“.
Um leið og diskantus-söngurinn
kemur upp, bætist nýr þáttur við
skilning mannsins á tónlist, en það
er hinn samræmdi hljómur, eða
„harmónía". Orðið „harmónía“ er
þegar farið að nota um þetta leyti,
en það er ekki hljómur i nútíma-
skilningi orðsins. Eðli sjálfstæðra
hljóma var ennþá með öllu óljóst
og órannsakað, en hljómur tónbil-
anna og rás þeirra var meginuppi-
staðan í tónlist þessara tíma. Disk-
antus og fjölröddun sú, sem í hon-
um felst, samsvarar mikið frekar
„kontrapúnkt“-hugtakinu; og á 14.
öld er raunverulega farið að nefna
hinn fjölraddaða rithátt „kontra-
púnkt“.
Fyrstu tilraunirnar til að syngja
diskantus hafa eflaust verið gerðar
til þess að prófa, hvort ekki fynndust
fleiri samhljómandi tónbil en hin
pýthagórísku (grísku), áttundin, fer-
undin og fimmundin. Þá hefir fyrst
verið uppgötvaður hinn samhljóm-
andi, ómblíði eiginleiki þríundiarinnar,
og smám saman bættust ómstríðu
tónbilin við. Úr því fóru tónfræðing-
arnir og kennararnir að liafa for-
göngu frekari þróunar. I ritum þeirra
er að finna lýsingu á hinni hægfara
breytingu frá organum til diskantus;.
tónbilin eru flokkuð eftir hljómeðli,
reglur eru settar um hrevfingu sam-
hljómanna og raddfærslu; sexundin
er fyrst talinn ófullkominn mishljónir
ur (diskórdans), síðar er hún tekin
í tölu ófullkominna samhljóma
(konkordans), en í þess stað er fer-
undin ekki lengur talin samhljómur.
Höfuðárangurinn af fjölröddun-
inni á þessu tímabili er sá ávinning-
ur, að þríundin og sexundin eru við-
urkenndar sem samhljómar, mis-
hljómar eru notaðir sem tengihljóm-
ar til úrlausnar, og reynt er að sneiða
hjá samstígum fimmunda- og átt-
unda-röðum (sem tekst þó ekki til
hlítar); gagnhreyfingin er valin
öðrum fremur, og hinn misgildi
diskantus (margar nótur á móti
einni) öðlast útbreiðslu.
Heitið diskantus var lálið tákna
þrennt: í fvrsta lagi tvíraddaðan
tónbálk (ritháttinn), ennfremur
rödd þá, sem sungin var gegn ten-
órnum (grunnröddinni), og loks all-
ar fjölraddaðar tónsmíðar á 12. til
14. öld. Tvíraddaði tónbálkurinn var
lengi framan af nær einungis stund-
aður. Þríraddaði tónbálkurinn var
kallaður triplum, svo og þriðja
röddin sjálf. Fyrir fjórraddaðan
diskantus, líka í tvöfaldri merkingu,
er notað quadruplum, og var hann
eingöngu ætlaður hljóðfærum. Fyrir
aðra eða þriðju röddina er einnig
haft lieitið motetus (motet).
Það verður að gera greinarmun á
tvennskonar diskantus; Diskanlus
kveðinn af munni fram (impróvíse-
raður) og skrásettur diskantus (nót-
eraður). Hinn fyrri var fluttur af
einum eða fleiri söngvurum undir-
búningslaust við ákveðna grunn-
rödd. Sá síðari er hinn samdi og
skrifaði fjölraddaði tónbálkur. Ef
„impróvíseraður“ diskantus hefir
verið sunginn með breytilegum tón-