Tónlistin - 01.11.1943, Page 31
TÓNLISTIN
29
einraddað. Rondellus (rondo) var sú
tegund diskantus kölluð, þar sem, lag-
ið var á víxl endurtekið í röddunum,
en það var veraldlegs eðlis og stund-
um textalaust. Conductus (conduit)
var gerður þannig, að höfundurinn
sjálfur samdi grunnröddina í te'n-
crnum; var það eitt af frjálsustu
diskantu.s-formunum og gat eftir at-
vikum verið tví-, þrí- eða fjórraddað.
Ochetus (hoquet) nefndist einkenni-
leg söngtegund, í sifellu rofin af
þögnum, sem komu fram í röddun-
um til skiptis; söngur þessi var
nokkuð ósamfelldur, næstum því
slitróttur, og kom eins og í lotum
eða liviðum, enda var hann stund-
um kallaður „kjökurhljóð“; þelta
diskantus-form var ýmist tví-, þrí-
eða fjórraddað. Að lokum var kopula
(copale), en það var flúraður disk-
antus með smáum nótnagildum.
Fyrstu fjölraddaðar tónsmíðar
þessa tímabils voru samdar i þágu
kirkjunnar, síðan koma hinar ver-
aldlegu tónsmíðar til sögunnar. Hin
fjölraddaða list breiddist ört út um
öll lönd Norðurálfu þegar á 12. öld;
og á 13. öld var diskantus-söngur inn-
leiddur í Róm að boði páfa. En aðal-
heimkynni og sennilega upphaf þess-
arar fjölröddunar er að finna í Frakk-
landi, þar sem hún nefndist „dé-
chant“. Ivirkjan Notre-Dame í París
var miðstöð þessarar listgreinar, og
við hana var tengdur skóli (maitri-
se), þar sem aðallega drengjum var
kenndur kórsöngur, eins og við
kirkjurnar í Cambrai, Lille og
Amiens. Er ekki ólíklegt, að Jón
biskup Ögmundsson liafi innleitt
svipaðan söng á fslandi í byrjun 12.
Tónbókmenntir
Friðrik Bjarnason
og Tíu orgellög hans
Friðrik Bjarnason söngkennari og
organisti í Iíafnarfirði er fyrir löngu
orðinn þjóðkunnur maður fyrir lög
sín, sem livert harn hefir lært í barna-
skóla og haft unun af að syngja, eitt
og með öðrum. Lag hans við barna-
Ijóð Þorsteins Erlingssonar, „Fyrr
var oft i koti kátt“, mun mörgum
vera hugleikið. Þegar ég sem dreng-
ur i skóla heyrði það lag fyrst, fekk
ég slrax miklar mætur á þvi. Mér
fannst textinn fallast svo vel í faðm
aldar, er hann réð franska prestinn
og söngkennarann Richini til skóla
síns á Hólum, sem þá var nýstofn-
aður.
Ilin tónlistarsögulega þýðing „disk-
antsins“ er óvéfengjanleg, og her
sérstaklega að meta hana, með til-
liti til íslenzks tónlistarþroska, eins
og hann birtist i tvísöngnum okkar.
Hinn evrópíski diskantus átti á sín-
um tima eins miklum vinsældum að
fagna og íslenzki tvísöngurinn langt
fram eftir síðustu öld. En munurinn
er sá, að íslendingar halda fast við
meðfædda sönghneigð náttúruþjóð-
ar, sem þeim, ef til vill, er í hlóð bor-
in strax í bernsku; um það verður
ekki sagt með vissu, en meginlands-
þjóðir Evrópu fjarlægjast frum-
stæðan uppruna sinn æ meir og meir,
eftir því sem hugvit og hugkvæmni
þeirra eykst í allri framfaraviðleitni
og opnar þeim nýjar brautir á vegi
sannleikans.