Tónlistin - 01.11.1943, Page 70
68
TÓNLISTIN
listarkennslu gegn um útvarpið, ef for-
ráðamenn þess vildu meðtaka þann
skilning, að það er allsendis ónóg- að
láta grammófóninn snúast í útvarpsstof-
unni þegar skrúfað er fyrir öll viðtæki
landsins. Nei, þá væri betra að unna
grammófóninum hvíldar og láta í hans
stað einhvern vel menntaðan tónlistar-
mann koma að hljóðnemanum og segja
tónlistarsögu eða gefa verkefni í hljóm-
fræði, það er víst hvort sem er séð um,
að þeir hafi ekki of rnikið að starfa
hér heima.
Ég bið yður velvirðingar á þessum
bollaleggingum mínum, en einhvernveg-
inn verður það, sem manni býr í brjósti,
að fá útrás.
Steingrímur Sigfússon
Patreksfirði.
RÝR NÓTNAKOSTUR.
Að gefnu tilefni vildi ég draga fram
eitt atriði, sem mér finnst vert að sé
gaumur gefinn. Á íslenzkum nótnamark-
aði verður þess mjög tilfinnanlega vart,
hve litlu hér er úr að velja af aðgengi-
legri orgelmúsík fyrir almenning, þegar
sleppt er safni Brynjólfs Þorlákssonar,
sem var mjög vel þegið á sínum tíma.
Auk þess hefir birzt eitt hefti af Tónum
og eitt hefti af Samhljómum. Hví kem-
ur ekki framhald? Ég- þykist vita, að
það sé vegna þess að kaupendur eru of
fáir. Ríkið á að styrkja alþýðlega út-
gáfu með góðverkum innlendra og er-
lendra höfunda.
Sverrir Gíslason
Hvammi í Norðurárdal.
Það er ófrávíkjanleg regla min, að ég
kaupi allar útgáfur, sem birtast á sviði
tónlistar, alveg eins það margbrotna og
strembna, sem ég ræð ekki við, eins og
það einfalda og' viðráðanlega. Ég álít
það skyldu allra þeirra, sem nótur
þekkja, að gera þetta. Það má vissulega
ekki minna vera — ekki minni viður-
kenning þeim til handa, sem fórna fé
og tíma fyrir listina, hina fögru list,
tónlistina. Ég fer dálítið nærri um það,
hversu dýrt og erfitt það er núna á
tímum að gefa út söngrit og nótna-
bækur, og ég vildi óska, að sem flestir
mundu skilja það.
Það, sem ég finn að tónverkum ýmissa
nútíma tónsnillinga íslands, er það, að
þeir þekkja ekki nógu vel sina eigin
þjóð. Hún er nefnilega enn stödd á
frumskeiði þekkingarinnar, að minnsta
kosti i tónlist, sem raunar er ekki nema
eðlilegt. Þroskabraut hennar i þeim efn-
um nær naumast aftur fyrir siðustu
aldamót. Ég er fæddur 1880, og mér er
óhætt að segja það, að fram að aldamót-
um söng hver með sínu nefi. 18 ára
gamall lærði ég að leika á stofuorgel —
eða 1S9S — og svo hræðilegu hornauga
var ég litinn af öllum fyrir þetta athæfi
mitt — ekki sízt af eldri kynslóöinni —
að menn álitu að ég mundi fyrir tiltækið
aldrei reynast fær um að vinna fyrir
brauði mínu. — Það yrði of löng saga
að segja frá því öllu hér, en ég skrifaði
ofurlítið af minni tónlistarsögu i Lesbók
Morgunblaðsins fyrir nokkrum árurn.
Það mun hartnær óumdeilanlegt, að
íslenzk alþýða hefir yfirleitt ekkert vit
á stórbrotnum tónverkum. Það þýðir
ekkert að bjóða henni nema einföld og
létt tónverk. Ég þekki þetta svo vel af
eigin raun. Ég hefi alla ævi mína lifaö
og hrærzt i samvist við einmitt þetta
fólk og verið sjómaður í fjölda ára, og
lög eins og hið sigurkrýnda sjómanna-
lag, íslands Hrafnistumenn, eru ekki
sungin á sjónum, þegar búið er að vinda
upp segl, heldur Heyrið morgunsöng á
sænum og önnur slík lög. Menn hafa
alltaf gaman af að syngja, þótt ekki sé
af list.
Á öllum öldum liefir það ætíð verið
svo og er enn, að mestu listamennirnir
hafa jafnan verið mestu vandkvæðamenn
sinnar samtíðar. Enginn skildi ljóð Ein-
ars Benediktssonar og Stephans G.
Stephanssonar á meðan þeir lifðu, en nú
vilja allir eiga þau.
Skoðun mín er sú, að þjóðin þurfi að
fá mikið af léttum og aðgengilegum
sönglögum á meðan hún er að læra að