Tónlistin - 01.11.1943, Side 77

Tónlistin - 01.11.1943, Side 77
TÓNLISTIN 75 fj'llsta far um aö rekja þróunarferil ís- lenzkrar sönglistar um helztu hjalla hennar; þá mun og' reynt aö setja fram málefni þessarar menningargreinar þann- ig, aö sem flestir geti fengiS nokkra inn- sýn að kjarna þeirra. Verkefnin, sem bíða, eru því mörg. Fyrsti árgangurinn var í rauninni aö- eins tilraun um útgáfu sérrits á þessu sviöi. Undirtektir hafa reynzt hinar beztu; áhugi landsmanna viröist sívax- andi á þessum málum og jafnframt löng- un til aö meðtaka annaö og meira en aö- eins yzta hjúp þeirra, skyggnast til þess. sem að baki liggur, svo aö megintilgang- ur boöskaparins glatist ekki i eintómum umbúöum fyrir augaö eöa í lifvana upp- talningum kaldrar fræöimennsku. En ritstjórnin veröur einnig að sjá um hin- ar óskáldlegu hliöar þessa máls. Og af- sakiö því, lesendur góðir, aö nú verður fariö yfir í aðra sálma, en það er hin tæknilega hliö, útgáfufyrirkomulagiö sjálft. Okkur auönaöist aö koma út þremur heftum (3. og 4. saman) fyrsta árgangs fyrir aðeins 6 krónur (+1 krónu í burö- ar'gjald). Gekk þaö kraftaverki næst, aö sú tilhögun skyldi ekki veröa ritinu aö aldurtila, því aö allur kostnaöur fór langt fram úr upphaflegri áætlun. Viö höfum því orðið að hækka árgjaldið verulega, eöa ujjþ í 17 krónur að viöbættu l)urö- argjaldi. Væntum viö þess, aö áskrifend- ur bregöist vel við og láti málstaö, efni og meðferð njóta. Annar árgangur kem- ur nú allur í þessu eina hefti. og er hann eilítið stærri en sá fyrri. Jafnframt verð- ur ,,Tónlistin“ nú send nokkrum áhuga- mönnum, sem áður hafa ekki átt kost á aö kynnast ritinu, og gerum viö ráö fyrir þeim sem föstum áskrifendum, ef þeir hafa ekki endursent þaö innan T4 daga frá útsendingu þess. Stuðlum aö því, að dvergurinn Þjóö- rerir syngi afl í íslenzku þjóðina! Útbreiðiö hið eina málgagn íslenzkra tónlistarmála. Þeir, sem útvega 10 nýja kaupendur, fá send 30 lög fyrir pianó eða harmóníum, Sendiö Tónlistinni fréttir sem viöast að af landinu. Fregnir um samsöngva og aöra tónlistarstarfsemi veröa þakk- samlega þegnar og birtar, svo og frá- sagnir um forgöngumenn tónhstar og tónmenningar á hvaöa sviði sem er. Nótur óskast Þeir, sem kynnu að vilja selja eft- irfarandi nótur, eru vinsamlegast beðnir að gera ritstjóranum aðvart: Sigvaldi Kaldalóns: Erla sami : Jólasveinar einn og átta Ilelgi Helgason: Islenzk sönglög 1892 Sálmasöng^bók, Hólum 1742 Grallarinn, 7. útgáfa, Skálliolti 1697. TÓNLISTIN Útgefandi : „Félag íslenzkra tónlistarmanna". R i t s t j ó r i : Hallgrímur Helgason. A f g r e i ð s 1 u m a ð 11 r : E.K., Austurstræti 12. Símar 2800 og 4878. Utanáskrift r i t s i n s : Pósthólf 121, Reykjavik. Prentað i Félagsprentsmiðjunni h.f.

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.