Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300
Netfang bbl@bondi.is
Næsta blað kemur
út 14. september
Ágúst Sigurðsson -
nýr rektor á
Hvanneyri
13
Upplag Bændablaðsins
11.500
Þriðjudagur 31. ágúst 2004
14. tölublað 10. árgangur
Blað nr. 201
Sauðfjárbóndi hugleiðir
framtíðina
10
Fjárveitingar
vegna aksturs-
kostnaðar dýra-
lækna nægja ekki
Greiðslur vegna jöfnunar
aksturskostnaðar dýralækna
hófust árið 2000 og voru þá
ætlaðar 8,2 millj. kr. til mála-
flokksins. Upphæðin nægði ekki
út árið og fjárveitingar síðari ára
hafa ekki fylgt þeirri þróun sem
orðið hefur á taxta þeim sem
greiðslur reiknast eftir. Hann er
tvískiptur, annars vegar
aksturstaxti ríkisins með 15%
álagi og hins vegar grunnupp-
hæð á ekinn km sem hækkar
mánaðarlega skv. launavísitölu.
Árið 2002 nægði fjárveiting
og aukafjárveiting til greiðslu í sjö
mánuði en þess ber að geta að
hluti hennar rann til greiðslu
síðustu mánaða ársins 2001.
Síðastliðið ár var greitt fyrir
níu mánaða akstur en í ár var ein-
ungis unnt að greiða akstur í sex
mánuði. Samanlögð greiðsla á
ekinn km var í upphafi kr. 70,90
en var orðin kr. 100,48 (hækkun
41,72%) vegna júnímánaðar.
Greitt er fyrir akstur til bænda
sem eru í meira en 30 km fjarlægð
frá aðsetri dýralæknis.
Eins og áður sagði var upphaf-
lega veitt 8,2 millj. kr. til verk-
efnisins og fjárveiting þessa árs er
9,5 millj. kr. (hækkun 15,85%).
Árlega hefur verið leitað eftir því
við landbúnaðarráðuneytið að fá
hækkun á fjárveitingu þannig að
von væri til þess að hún nægði út
árið en án árangurs.
BLUP kynbótamat
fyrir kjötgæði 2004
Spakur í efsta sæti
Niðurstöður útreikninga á
kynbótamati fyrir kjötgæði eftir
að gögnum um sláturlömb haust-
ið 2003 hefur verið bætt í gagna-
grunninn liggja fyrir. Margir
verulega álitlegir ungir hrútar
koma fram að þessu sinni.
Efsta sætið skipar líkt og á
síðasta ári Spakur 00-909 þrátt fyrir
að mat hans hafi lækkað aðeins frá
síðasta ári. Kynbótamat um fitu er
125 og 142 fyrir gerð sem gefur
honum heildareinkunn 131,8.
Næstur honum kemur Eir 01-057 í
Stóru-Mörk með 128,8 í heildar-
einkunn. Þessi hrútur er þegar
kominn á sæðingastöð. Þriðji í
röðinni er síðan Gári 02-904 frá
Hesti en heildareinkunn hans er
127,8.
Yfirlit um þá hrúta sem ná 115
eða hærra í heildareinkunn er að
finna á vef Bændasamtakanna,
bondi.is.
Bændablaðið/Jón Svavarsson
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að
veita loðdýrabændum 116 miljóna
króna framlag til eflingar loðdýra-
ræktinni á næstu 5 árum. Þetta er
gert vegna þeirra erfiðleika sem loð-
dýrabændur hafa átt við að stríða
vegna lágs gengis krónunnar og
mikils fóðurkostnaðar.
Björn Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra loðdýrabænda,
segir að í fyrrahaust hafi verið sett á
laggirnar nefnd sem hafði það
hlutverk að koma með tillögur
vegna bráðavanda sem þá var uppi í
loðdýraræktinni vegna fóður-
kostnaðar og gengismála. Nefndin
skilaði bráðabirgðatillögum í
október í fyrra. Á grundvelli þess
fékkst smá peningaupphæð í fóður-
jöfnunargjald.
Nefndin hafði líka það hlutverk
að skoða samkeppnisskilyrði grein-
arinnar og koma með tillögur um að
bæta þau. Þær komu í maí sl. Lagt
var til að ríkissjóður kæmi með
ákveðið framlag og síðan kæmu
fjármunir í gegnum Framleiðnisjóð
og Byggðastofnun.
,,Það sem sneri að ríkissjóði var
afgreitt mánudaginn 24. ágúst en þar
lagði nefndin til 7 ára áætlun og að
gerður yrði samningur við loðdýra-
bændur. Ríkisstjórnin féllst ekki á
að samningur yrði gerður og ákvað
að áætlunin yrði til 5 ára. Þær 116
milljónir kr. sem samþykktar voru
að veita loðdýraræktinni á næstu 5
árum eru um það bil 85% af því sem
nefndin lagði til," sagði Björn.
Eftir er að afgreiða þátt Fram-
leiðnisjóðs og Byggðastofnunar í
málinu. Björn sagði loðdýrabændur
vilja láta þessa fjármuni að mestu
leyti í fóðurstöðvarnar. Þeir vilji
sameina þær þannig að einkareknu
stöðvarnar sameinist hinum fóður-
stöðvunum, sem eru hlutafélög, og
byggja þær upp þannig að hægt
verði að ná fóðurverðinu niður.
Loðdýraræktin efld
Ullarþvottastöðin á Blönduósi á eftir áætlun
Miklar birgðir til af óhreinni ull
Heilgrillað naut á teini!
Á menningarnótt í Reykjavík
tóku kúabændur upp á því að
heilgrilla naut á teini.
Uppátækið vakti gríðarlega
athygli og komust færri að en
vildu til að sjá og smakka
grillað nautakjöt. Áætlað er að
hátt í 7.000 manns hafi fengið
að smakka nautakjöt, en með
því bauð Mjólkursamsalan í
Reykjavík upp á ískalda mjólk
og sósur úr sýrðum rjóma.
Fimm galvaskar konur, sem
allar eru kúabændur, sáu um
að deila út kjötinu til fólksins
og kynntu um leið nautakjöt á
grillið af stakri snilld.
Ullarþvottur í Ullarþvottastöðinni, sem í sumar
var flutt frá Hveragerði til Blönduóss, átti að
hefjast 15. ágúst. Tafir á framkvæmdum verða til
þess að ullarþvottur hefst ekki fyrr en í september
eða 4 til 6 vikum á eftir áætlun. Húsnæðið var ekki
tilbúið á þeim tíma sem gert var ráð fyrir og einnig
hafa orðið tafir á uppsetningu vélasamstæðunnar.
Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir
að byrjað verði að taka á móti ull 6. september. Hann
segir pláss undir ullina takmarkað. Því biður hann þá
bændur, sem hafa geymslurými, að bíða með það í
lengstu lög að senda ullina á Blönduós.
,,Það verður mikið álag í ullarþvottinum vegna
þess að til eru um 500 tonn af óþveginni ull. Það er öll
vetrarullin og snoðið og einnig er töluvert eftir af
óþveginni haustull frá í fyrra. Til þess að geta tekið
við ull í haust þurfum við að leigja okkur húsnæði eða
geymslugáma sem er mjög dýrt," segir Guðjón.
Hann segir söluhorfur nokkuð góðar í lopa og
handprjónabandi og að töluverð aukning sé á flestum
Framhald á bls.26