Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 31. ágúst 2004 Þann 9. september verður haldinn fundur á Grand Hotel Reykjavík um hreinlæti í mjólk- uriðnaði. Það er Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins sem skipu- leggur fundinn í samvinnu við VTT Biotechnology í Finnlandi. Fundurinn er styrktur af Nordic Innovation Centre, Samtökum af- urðastöðva í mjólkuriðnaði og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður norræna verk- efnisins DairyNet sem hefur verið í gangi undanfarin 31/2 ár. Í því voru skoðaðir ýmsir þættir varð- andi hreinlæti í norrænum mjólk- uriðnaði. Fimm erlendir fyrir- lesarar munu koma til landins og kynna niðurstöður sínar og einnig verða fjórir íslenskir fyrirlesarar sem munu kynna íslenska hluta verkefnisins. Íslenskir fyrirlesarar halda sín erindi á íslensku en erlendu fyrirlesararnir verða með sín erindi á ensku. Þátttökugjald er 5.000 kr. og innifalið í því er fundarefni, kaffi og hádegisverður. Vinsamlegast tilkynnið þátt- töku sem fyrst til Sigrúnar Guð- mundsdóttir, sigrun@rf.is eða Birnu Guðbjörnsdóttur, birna@rf.is eða í gegnum fax 530-8601. Dagskrá fundarins er á heimasíðu Bændasamtaka Íslands - www.bondi.is. Hreinlæti í mjólkuriðnaði Námsgagnastofnun hefur opnað nýjan vef sem heitir Íslensk húsdýr. Á vefnum er fjallað um ketti, hunda, kýr, kindur, geitur, svín, hesta og hænsn. Slóðin er www1.nams.is/husdyr. Á vefnum er að finna almenna lýsingu á dýrunum; hvaða hljóð þau gefa frá sér, hvað þau éta, heiti einstakra líkamshluta, nöfn kvendýra, karldýra og afkvæma. Einnig er að finna þjóðlegan fróðleik um dýrin, orð og orðatiltæki er tengjast þeim, vísur og sögur þar sem dýrin koma við sögu. Fjöldi ljósmynda og skýringarteikninga er á vefnum að ógleymdum myndbandsbútum sem sýna dýrin við ýmsar aðstæður. Höfundar texta eru Ragnheiður Hermannsdóttir og Sigrún Bjarnadóttir. Vefurinn er einkum ætlaður 6 - 10 ára börnum. Efnið á honum getur nýst krökkunum á ýmsan hátt í náminu, enda sniðið að námsskrá fyrir þetta aldurstig. Ritstjóri vefsins er Hafdís Finnbogadóttir en Hildigunnur Halldórsdóttir tölvunarfræðingur annaðist uppsetningu vefsins. Á vef Námsgagnastofnunar er mikið af námsefni sem höfðar til allra aldurshópa. Slóðin er www.nams.is. Námsgagna- stofnun opnar nýjan vef um íslensk húsdýr Í Húnaþingi vestra er til sjóður sem heitir Húnasjóður og var hann stofnaður um 1950. Elín Líndal oddviti sagði að árið 2001 hafi sjóðurinn verið endurvakinn og skipulagsskrá hans við sveitarfélagið endur- skoðuð. Í ár voru í fjórða sinn veittir styrkir til ungra námsmanna sem eru í háskólanámi, iðnnámi eða á námskeiðum sem styrkir fólk í starfi. Byggðarráð Húnaþings vestra, sem fer með stjórn Húnasjóðs, samþykkti að úthluta eftirtöldum námsmönnum styrk úr Húnasjóði árið 2004: Ægi Péturssyni, nema í kerfisfræði. Kolbrúnu Stellu Indriðadóttur, nema í viðskiptafræði. Margréti Guðrúnu Ásbjarnardóttur, nema í búvísindum. Amalíu Lilju Kristleifsdóttur, nema í líffræði. Björgvini Brynjólfssyni, nema í stjórnmálafræði. Styrkfjárhæð til hvers aðila er 100.000 krónur. Styrkirnir voru afhentir þann 19. ágúst sl. Stjórn Húnasjóðs felur sveitarstjóra að koma á framfæri þakklæti til velgjörðarmanns sjóðsins sem fært hefur honum að gjöf kr. 1.000.000. Útflutningsleyfi á Evrópusam- bandsmarkað Í apríl síðastliðnum samþykkti Evrópusambandið nýjar reglur um heilbrigðiseftirlit í slátur- húsum. Reglurnar ganga í gildi í byrjun janúar 2006. Mikilvægustu breytingarnar eru þær að heilbrigðisskoðun á sláturafurðum skuli byggjast á áhættumati og að upplýsingar um uppruna, heilsufar og lyfjameð- ferð sláturdýra eigi að fylgja þeim í sláturhús. Nauðsynleg forsenda þess að þetta sé framkvæmanlegt er að sláturdýr séu einstak- lingsmerkt, að upplýsingar um heilsufar og lyfjameðferð séu skráðar og að til séu verkfæri til að miðla þessum upplýsingum með skilvirkum og öruggum hætti til sláturleyfishafa og kjötskoðunar- lækna. Frá og með 1. janúar 2006 eiga sláturhús á Íslandi með útflutningsleyfi á Evrópusam- bandsmarkað að vinna eftir þessum reglum. Mikilvægt er að vinna við ein- staklingsmerkingar dýra, skrán- ingar á heilsufari og lyfjameðferð þeirra og öðru, sem nauðsynlegt er til að uppfylla hinar nýju kröfur Evrópusambandsins vegna út- flutningssláturhúsa, miðist við ofangreind tímamörk svo slátur- húsin missi ekki útflutningsleyfi vegna skorts á ofangreindum upp- lýsingum. F.v. Amalía Lilja Kristleifsdóttir nemi í líffræði, Kolbrún S. Indriðadóttir nemi í viðskiptafræði, Björgvin Brynjólfsson nemi í stjórnmálafræði, Ægir Pétursson nemi í tölvunarfræði og Margrét G. Ásbjarnardóttir nemi í búvísindum en Ásbjörn Guðmundsson faðir hennar tók við styrknum fyrir hennar hönd Námsmenn fengu styrk úr Húnasjóði 14. september Útgáfudagur næsta Bænda- blaðs. Þarftu að auglýsa? Netfangið er bbl@bondi.is Verðskrár sláturleyfishafa hafa verið að berast til okkar sauðfjárbænda með póstinum síðustu daga, erfitt er að sjá á þeim að nokkur vilji sé þar á bæ til að greiða bændum það verð sem þeim með réttu ber fyrir sínar afurðir. Það vekur samt ekki neina furðu hjá þeim sem hafa fylgst með því að sú hagræðing sem var farið út í, til dæmis með úreldingu sláturhúsa, hefur litlu skilað öðru en að sláturleyfishöfum hefur fækkað það mikið að þegar haldinn er stjórnarfundur hjá þeim eru þar nánast allir mættir til að semja sameiginlega um málefni eins og verð til bænda, hækkun á flutningi og, svo vísað sé til síðasta árs, lækkun á útflutningsverði. Ekki er ólíklegt að úreldingarféð hafi komið sér vel fyrir þá sem barist hafa við að reka kjúklingabú með miklu tapi. Sláturleyfishafar töluðu hátt um að ef úreldingarfé fengist frá ríkinu til að loka sláturhúsum yrði um umtalsverða hagræðingu að ræða hjá þeim sem þýddi 25-30 kr. lækkun á sláturkostnaði pr. kg sem að sjálfsögðu ætti að skila sér til bænda. Ekki eru bændur farnir að sjá eyri af þeim krónum ennþá. Ef verðskrárnar á "innanlandsverð" eru skoðaðar sést fljótt hvað lítill munur er á milli sláturleyfishafa og greinilegt að stefnan er að hækka sem minnst. Meðaltals hækkun frá verði 2003 er nálægt 2%, en hækkun neysluverðsvísitölu síðustu tólf mánuði er 3,7% . Ef tekinn er sem dæmi verðflokkurinn O2 hjá SS. er verð haustið 2002, 294 kr. haustið 2003 270 kr. og nú 2004 275 kr. Viðmiðunnarverð sem Landssamtök sauðfjárbænda gáfu út haustið 2002, var 298 kr. fyrir flokk O2, sama verð 2003 og ekki var gefið út viðmiðunnarverð fyrir haustslátrun 2004, því eins og segir í fundargerð Landssamtaka sauðfjárbænda. frá 18. ágúst sl. var beiðni samtakanna um samstarf við verðlagningu sauðfjárafurða ekki sinnt að hálfu sláturleyfishafa. Það er ljóst að það vantar 6,46% upp á í verðtöflu SS á O2 til að ná aftur sama verði í krónum talið og var haustið 2002.Verðlækkun sú sem varð haustið 2003 var rökstudd með því að ástand á kjötmarkaði væri með þeim hætti að ekki væri annað hægt en að lækka verð.Nú hefur náðst nokkurt jafnvægi á kjötmarkaðinum og lambakjötið er í jafnri sókn á markaði á síðasta ári. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 5,2% síðustu 24 mánuði. Hvað stendur í veginum fyrir því að borga betur fyrir þá vöru sem neytendur hafa sýnt að þeir vilja kaupa, þvert ofan í hrakspár sumra forsvarsmanna sláturleyfishafa um annað ? Verð fyrir kjöt í útflutning ef við skoðum haustið 2002 var þá 170 kr. nokkuð víða, haustið 2003 150 kr. og jafnvel lægra en nú í haust er verðið frá 165 kr. til 172 kr. Þetta vekur margar spurningar hjá sauðfjárbændum. Þegar lækkun varð haustið 2003 var það rökstutt með því að hækkuð útflutningsskylda úr 25% í 38% kallaði á þessa lækkun því afsetja yrði mikið magn á lélegum mörkuðum.En hverjar eru tölulegar staðreyndir málsins. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fyrir árið 2002 voru flutt út um 1800 tonn meðalverð 313 kr. FOB, en árið 2003 voru flutt út 2400 tonn, meðalverð 301 kr. FOB. Og meðalverð fyrir útflutning janúar -apríl 2004 er 329 kr. Ef skoðaðir eru einstakir markaði, sem dæmi. Ameríka FOB 2002 660kr. 2003 648 kr. - (lækkun á dollar) Danmörk FOB 2002 297 kr. 2003 327 kr. Færeyjar FOB 2002 316 kr. 2003 312 kr. Svona væri hægt að halda áfram. Eitthvað mun vera um að einstaka sláturleyfishafar séu farnir að flytja út, inn á útflutningsprósentu næsta árs til að geta sinnt sínum mörkuðum. Var tilefni til lækkunar haustið 2003, eða var aðeins verið að notfæra sér ástandið sem skapaðist við hækkum á útflutningsprósentu? Sumir sláturleyfishafarnir hrósa sér í fréttabréfum til okkar sauðfjárbænda af mikilli hækkun á útflutningsverði nú í haust, þó að fæstir séu búnir að skila aftur lækkuninni frá því í fyrra .Og til glöggvunar fyrir þá eru 100% af engu nákvæmlega ekki neitt. Ærkjöt er mjög verðlítið þó svo að það hafi hækkað nokkuð er bóndi að fá um 900- 1100 kr. fyrir ána fyrir utan flutningskostnað. (verðskrá Norðlenska) Ær fille út úr búð kostar um 1800 kr./kg. Gærurnar eru án verðs þetta haustið og slátur á bilinu 80-90 kr. Svo ekki er útlit fyrir auknar tekjur þar. Það er ekki skrítið þó að bændur séu allmennt mjög ósáttir við verðlagningu þeirrar gæðavöru sem þeir eru að framleiða og finnist að það sé vitlaust gefið. Sauðfjárbóndi. Hugleiðingar sauðfjárbónda í byrjun sláturtíðar 2004 Bréf til blaðsins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.