Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 29
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 29 Nýtt kennslu- og rannsóknarfjós var tekið í notkun á Hvanneyri í byrjun ágúst. Bygging þessa mannvirkis hefur verið lengi í umræðu og langþráður áfangi fyrir nautgriparæktarkennslu og rannsóknir á sviði nautgriparæktar. Með tilkomu þessa fjóss verður aflagt eitt elsta fjós sem enn er notað hér á landi til mjólkurframleiðslu, byggt á árunum 1928-1929 og hefur þjónað sem kennsluaðstaða fyrir meginþorra þeirra bænda sem nú stunda mjólkurframleiðslu í landinu. Með nýja fjósinu verður mikil breyting á kennslu- og rannsóknaraðstöðu í nautgriparækt í landinu. Boðið verður upp á nútímalega aðstöðu fyrir gripi og fólk; kýr og uppeldi verður á legubásum en kálfar í hálmstíum með sjálfvirkri mjólkurfóðrun. Kýrnar verða mjólkaðar í 2x6 mjaltabás, sem um leið verður nýttur til kennslu fyrir bændaefni og til endurmenntunar fyrir starfandi bændur. Fjósið verður rúmgott og bjart og sérstaklega hefur verið hugað að móttöku hópa. Loftræsting verður náttúruleg þannig að hvinur frá viftum mun ekki trufla kennslu eða leiðsögn. Í ræðu Magnúsar B. Jónssonar, rektors LBH, kom fram að Landssamband kúabænda og bændur í landinu hafa á undanförnum árum margsinnis sent frá sér samþykktir og ályktanir að hér þyrfti að efla kennlu og rannsóknir í nautgriparækt og jafnframt að hér ætti að rísa miðstöð nautgripafræða í landinu. "Undir þessi sjónarmið var tekið af mörgum en þrátt fyrir það varð ekki af því að hafist yrði handa um framkvæmdir fyrr en fyrir um fimm árum. Áður hafði verið rætt um breytingar á fjósinu sem fyrir var og voru settar fram hugmyndir um hvernig það mætti verða. Það varð þó ljóst að það væri ekki unnt að skapa viðunandi framtíðaraðstöðu í þeirri byggingu nema með ærnum kostnaði. Mun heppilegra væri að byggja nýtt fjós til þess að fullnægja þeim kröfum sem nútíminn gerði til slíkrar aðstöðu," sagði Magnús. Hönnunin var samstarfsverkefni margra aðila en rektor sagði að þar hefði Byggingaþjónuststa landbúnaðarins haft megin ábyrgð. "Þá er ánægjulegt hversu vel hefur tekist um samstarf að fjármagna þetta verkefni. Þar var samstaða milli ríkisins undir forystu landbúnaðarráðherra, atvinnuvegarins og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins um að tryggja það fjármagn sem þurfti til þess að hér risi kennslu- og rannsóknaraðstaða sem hæfði nautgriparæktarverkefnum framtíðarinnar. Á árunum 1928- 1929 var byggt hér fjós sem nú er að ljúka hlutverki sínu. Það var sennilega mun glæsilega séð með augum samtímans en það fjós sem hér er risið. Það var byggt í árdaga mikilla breytinga sem urðu á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar m.a. með tilkomu mjólkursölulaganna," sagði rektor í ræðu sinni. Nýtt kennslu- og rann- sóknarfjós á Hvanneyri Hér ræða þeir saman Magnús Stefánsson alþingismaður og Sveinn Hallgrímsson, bóndi á Vatnshömrum. Til hliðar eru feðgarnir Gísli Örn Matthíasson og Jökull Gíslason en á myndinni fyrir neðan eru aðrir feðgar - þeir Sigsteinn Pálsson fyrrverandi bóndi á Blikastöðum og Magnús Sigsteinsson, yfirmaður bygginga- þjónustu Bændasamtakanna. Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal brosti blítt til ljósmyndara Bændablaðsins. Efsta myndin sýnir lítinn hluta gesta sem komu til að fagna nýja fjósinu. Þar fyrir neðan er Guðlaugur Antonsson, starfsmaður Búnaðarsamtaka Vesturlands og hjónin Stefán Freyr Guðmundsson, fjósameistari á Hvanneyri og Þóreyju Bjarnadóttur. Til hægri eru hjónin Finnur Guðmundsson og Margrét Þóroddsdóttir á Bekansstöðum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.